Umræðan um ESB heldur áfram

Í mínum huga er ekki vafi á því að við eigum að taka fullan þátt í samstarfi Evrópuþjóða og sækja um aðild að ESB. Ingibjörg Sólrún nálgaðist málið vel í Silfri Egils í gær:  Þetta er það form sem þjóðir Evrópu hafa valið sér til samstarfs. Við verðum að ákveða hvort við ætlum að vera með eða ekki.

Spurningunni um yfirráð yfir auðlindum verður ekki svarað nema í aðildarviðræðum. Að mínum dómi verður hægt að búa þannig um hnútana að yfirráð þeirra verði í raun ekkert síður í okkar höndum en nú er. Viðræður munu leiða í ljós réttmæti þessarar skoðunar.

Ef Sjálfstæðisflokkur snýst til aðildarviðræðna verður núverandi ríkisstjórn langlíf. Viðfangsefnin verða næg.  Spennandi tímar framundan. Ísland í evrópsku samhengi verður viðfangsefnið. Ekki Ísland einangrað við heimskautsbaug ofurselt innlendu okri og fáræði. Snúist Sjálfstæðisflokkurinn of hægt gæti Framsóknarflokkurinn gripið framtíðargæsina og virðist tilbúinn til þess ef undan er skilinn ráðandi hópur Framsóknarmanna á Suðurlandi.

Það kankvíslega í málinu er að bændur una vel sínum hlut inna ESB.  Þannig eru sænskir bændur og ekki síður finnskir ánægðir með sinn hlut eftir að þjóðir þeirra gengu í ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvernig er hægt að vera svo barnalegur að ætla það að hér muni drjupa smjör af hverju strái þótt við göngum í ESB?  Íslendingar hafa það svona yfirleitt mjög gott. Ég hef búið í Svíþjóð, þeir eru í ESB og lífsgæði eru að mörgu leiti betri á Íslandi. Matur hefur alltaf verið ódýrari í Svíþjóð en á Íslandi bæði fyrir og eftir ESB.  Þið ESB sinnar gyllið allt sem réttlætir inngöngu. Er nú ekki kominn tími til að þið lítið raunsætt á málin. Það er ótrulegt að þegar þjóðin hefur það sem best er stór hópur tilbúinn að afsala sér fullveldi landsins. Var þá ekki bara best að vera áfram hluti af danaveldi i den Við værum þá automatiskt i dag i ESB. Hefðum við það betra  en i dag? Þarf ekki mikinn hugsuð til að sjá að svo væri ekki. Sj+álfstæðið er alger forsenda framfara. Ráða sér sjálfur.

Jon (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 11:54

2 identicon

Þetta er ekkert annað en hrein og klár íhaldssemi í Guðna og Bjarna. Guðni hefur alltaf verið mjög hræddur stjórnmálamaður og ákaflega íhaldssamur. Miðað við hvernig orðræðu Bjarni hefur notað er hann eins stjórnmálamaður. Þessir menn eiga best heima með Steingrími J í íhaldssömum, þjóðernissinnuðum og skrýtnum örflokki. Þar gætu þeir talað út og suður með íhaldsemina og afbakaða vinstrimennsku að leiðarljósi og væru blessunarlega langt frá því að hafa eitthvað með alvöru stjórnmál að gera.

IG (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 12:57

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Rökvilla andstæðinga er að bera saman tölur í ríkjum ESB. Lífskjör eru mismunandi. Atvinnuleysi mismunandi o.s.frv. Innan ESB er hvert ríki sinnar gæfu smiður. Með þátttöku fæst tækifæri sem stór markaður býður upp á. Fullveldið í einhverjum skilningi fauk með þátttökunni í EES. Annars eru Danir alveg sjálfstæðir og Frakkar. Í mínum huga er full og virk þátttaka stærsta tækifærið sem Íslendingar gætu misst af (vegna misskilnings) Kv. B

Baldur Kristjánsson, 28.4.2008 kl. 13:41

4 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Hún sagði ekkert sem skiptir þessa þjóð máli. Ekki neitt!

Jónína Benediktsdóttir, 28.4.2008 kl. 13:47

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er nú þín skoðun Jónína, en þær fara nú ekki alltaf saman með skoðunum okkar hinna.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.4.2008 kl. 14:15

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Baldur. Ein spurning. Í dag er sjávarútvegurinn undanþegin ESB. Í dag er
framseljanlegur kvóti á Íslandsmiðum. Við inngöngu í ESB gefst útlendingum innan ESB kostur að fjárfesta í íslenzkri útgerð. Með meirihlutaeign komast þeir yfir kvótann.  Með tíð og tíma gæti kvótinn á Íslandsmiðum þannig lent meir
og minna í höndum útlendinga. Útlendingar gætu þannig komist bakdyramegin
inn í okkar fiskveiðilögsögu. Þetta er alþekkt vandamál innan ESB og hefur
verið kallað kvótahopp. Breskur sjávarútvegur er nánast í rúst út af þessu.
Skv. ´Rómarsáttmála er grunntilgangur hans að tryggja óhefta frjárfestingu
milli landa í atvinnulífinu. 100% er víst að við myndum aldrei fá undanþágu
um að útlendingar mættu ekki fjáfesta í íslenzkri  útgerð.  Íslenz fiskimið eru
þau fengsælustu í heimi og ein af aðal auðlindum okkar. Hvernig ætlar þú
að tryggja að þessi meiriháttar auðlind komist ekki í hendur útlendinga og
þar með allur virðisauki af henni?  Gerir þú þér grein fyrir hvað meiriháttar
fjármunir eru hér að ræða fyrir íslenzka  hagkerfið?

Hef ótal sinnum spurt ESB sinna út í þetta en ALDREI fengið svör. Meðan
þessari stórspurningu er ósvarað er það gjörsamlega út í hött að tala um
einhvern ávinning að ganga í ESB.  GJÖRSAMLEGA ÚT Í HÖTT Baldur !

Miklu fremur stórkostlegt tap ef okkar helsta auðlind lendir í höndum útlendinga.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.4.2008 kl. 14:42

7 identicon

Sammála Jónínu, Ingibjörg talaði um váboða sem hugsanlega gætu komið til í þjóðfélaginu, en allt væri þessa í öruggum hönndum þessar ágætu stjórna, hvað er svo í fréttum í dag, skelfilegt ástand segja forkólfar verkalýðshreyfingarinnar. Nu er lkjörið tækifæri fyrir fólk á Íslandi, úr öllum séttum til að ganga 1.maí nú og minna á að kjósendur eru líka sýnilegir milli kosning.

Þórunn (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 14:49

8 identicon

Mun afsal fullveldis Íslands til Brüssel auðvelda samgöngur milli Íslands og meginlandsins? Ég fæ ekki skilið annað af textanum, nema að um sé að ræða einangrun á einhverjum sérsviðum. Hvernig telur Baldur Kristjánsson að ESB muni laga þessa einangrun?

Mun ESB þá jafnframt einnig bæta samgöngur Íslands við aðra staði í heiminum eins og t.d. Japan eða Mongólíu?

Hvernig mun ESB annars laga fáfræði Íslendinga? Ég hef annars hingað til ekki orðið var við það að ESB liðar séu eitthvað fróðari en almennir Íslendingar eða útlent fólk utan ESB.  En það er kannski bara vegna þess að ég er svona fáfróður Íslendingur...

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 16:36

9 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Fáræði var það drengurinn minn ekki fáfræði sem allt annað eins og við vitum. Er heldur ekki að tala um eiginlegar samgöngur, eins og ljóst er af textanum. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 28.4.2008 kl. 16:43

10 identicon

Það er ekki hægt að deila auðlindum landsins, fiskimiðunum.
Eða kannski munum við fá í staðinn aðgang að skógarhöggi í hinum aðildarríkjunum. Jafnvel fá að grafa eftir kolum, bora eftir olíu.
Ég skil ekki hvers vegna við þyrftum að óttast það að missa fiskimiðin við innöngu í ESB. Það væri fáránlegt.
Að öllu leyti tel ég inngöngu í ESB jákvæða.
Það er algjört rugl að við mundum tapa fullveldinu.

Einar (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 17:11

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Baldur. Ætlar þú eins og aðrir ESB- sinnar að foraðast að svara þeirri grundavllarspurningu sem ég hef hér lagt fram? Hvernig ætlar þú að koma í
veg fyrir að erlendar útgerðir fjárfesti í þeim íslenzku og komist þannig með tíð og tíma yfir hinn dýrmæta kvóta á Íslandsmiðum göngum við í ESB? Þú gerir þér væntanlega grein fyrir því að þarna geta verið um að ræða gríðarlega fjárhæðir að ræða fyrir okkar íslenzka hagkerfi ?  Gríðarlegar !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.4.2008 kl. 17:23

12 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll Guðmundur!  Svar mitt var á leiðinni. Að svo miklu leyti sem ég myndi hafa áhyggjur af því að kvótinn færðist í hendur erlendra fursta í stað innlendra sem nú þegar margir hverjir eru búsettir erlendis myndi ég vilja leysa þetta með almennri löggjöf sem t.d. leggði takmörk á kvótaframsal t.d. þannig að byggðir og ríkið fengju forkaupsrétt að kvóta.  Þannig mætti færa kerfið til móts við það sem mannréttindanefnd SÞ fer fram á. Réttinn til sllíkrar almennrar löggjafar þyrfti að tryggja í aðildarviðræðum. Það ætti að vera hægt með skírskotun til almenns réttar til atvinnu(atvinnufrelsi)og ákvæða um eignarétt þjóðar á auðlindinni.  Ef það gengur ekki þá stöndum við frammi fyrir því en áður en niðurstaða aðildarviðræðna liggur fyrir vitum við ekki neitt. Takk fyrir spurninguna. kv. baldur

Baldur Kristjánsson, 28.4.2008 kl. 17:44

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ótrúlegt, að þú skulir láta svona, séra Baldur. Að vilja skila því til baka til meginlandsins, sem ávannst með sjálfstæðisbaráttunni. Það er svo margt ruglið hér í ESB-málflutningnum, að ég verð að taka mér sérstakan tíma í að rífa það niður (í kvöld). En ég spyr á meðan: Hvaða nauðsyn ber til að ganga í þetta yfirríkjabandalag? Hvers er okkur vant þar? Svo snýst þetta um miklu meira en "samstarf" þeirra ríkja, hélt þú vissir það, Baldur. Tek svo í bili undir orð nafna míns í 1. innleggi.

Jón Valur Jensson, 28.4.2008 kl. 18:04

14 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Gott  að heyra í þér Jón Valur!  Saman förum við ásamt Guðmundi Jónasi inn í ESB einn góðan veðurdag.  Ég held að fullveldi okkar verði best tryggt þannig. Nútíma fullveldi þar sem samstarf og samvinna þjóða er lykilatriði. kv. B

Baldur Kristjánsson, 28.4.2008 kl. 18:09

15 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sælir allir saman! Ég verð nú að viðurkenna að athugasemd nr. 12 frá Baldri hittir naglann á höfuðið. Auðvitað sjáum við fyrst að hve miklu leyti er hægt að semja við ESB um fiskimiðin og aðra hluti þegar við setjumst að samningaborðinu. Af þessum sökum vil skilgreina samningsmarkmið okkar og síðan fara út í viðræður. Sé niðurstaða slíkra viðræðna óásættanleg er sjálfhætt við aðild að sambandinu.

Sjálfur bjó ég í 12 ár í Þýskalandi og verð að segja að ekki varð ég var við að Þjóðverjar hefðu tapað sjálfstæði sínu eða fullveldi. Að sjálfsögðu er hver sinnar gæfu smiður innan ESB og eru Írland, Spánn og jafnvel Danmörk gott dæmi um það. Þar hefur nú gengið á ýmsu síðan Danir gengu í sambandið. Í byrjun var mikið góðæri, síðan tóku við verri tímar og nú síðustu ár hafa þeir aftur verið í hópi framsæknustu landa innan ESB.

Hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar er ég þeirrar skoðunar að þar séu menn eins og er að að skoða málin meira en fólk heldur. Ég var lengi vel andvígur ESB aðild, en undanfarin 2-3 ár hef ég líkt og margir sjálfstæðismenn smám saman verið að skipta um skoðun og það hefur ekkert með þessa tímabundnu erfiðleika í efnahagslífinu að gera. Ég tel hreinlega að forsendur hafi að mörgu leyti breyst - t.d. vegna minna vægis fiskveiða - og þá er sjálfsagt að endurskoða afstöðu sína í þessu máli sem öðrum. Ég spái því að afstaða Sjálfstæðisflokksins til ESB aðildar muni breytast á næsta landsfundi flokksins. Kv. Guðbjörn Guðbjörnsson

Guðbjörn Guðbjörnsson, 28.4.2008 kl. 18:14

16 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Baldur. Ertu þá ekki að byrja á vitlausum enda?  Þú viðurkennir að frjálst
framsal kvóta galopnar á það að hann fari beint á frjálsan uppboðsmarkað
innan ESB ! Hvers vegna í ÓSKÖPUNUM byrjið þið þá ekki á því ESB-sinnar að
leggja niður hið frjálsa framsal kvóta á Íslandsmiðum ÁÐUR en þið leiðið hugann
að því að ganga í ESB? Ætlið þið bara að taka sí svona sénsinn á því að eitt af
fjöreggjum okkar komist í hendur útlendinga? Hvers konar hugsanaháttur er
þetta Baldur? Því hér er um meiriháttar fjármunir að ræða fyrir okkar litla
íslenzka samfélag.  Alla vega heyrist hvorki stuna né hósti í ESB-sinnum að
þeir telji að breyta þurfi okkar sjávarútvegskerfi áður en þið ætlið Íslandi þarna
inn. Ykkur virðist bara nokk sama að megnið af virðisaukanum hverfi úr
hagkerfinu af fiskveiðaauðlindinni.  Furðulegur hugsunarháttur og vítavert
ábyrgðarleysi að hugsa svona Baldur gagnvart íslenzkum hagsmunum.

Svo vil ég benda á að við erum ekki nema rúm þrúhundruðþúsund, eins og
ein góð breiðgata í Berlín. Enda yrði atkvæðavægið langt innan við 1% á
Evrópuþinginu, og enginn fulltrúi okkar í framkvæmdastjórninni, og ekkert
neitunarvald. Þannig að áhrif okkar innan þessa ríkjasambands yrðu ENGIN. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.4.2008 kl. 19:35

17 identicon

Eru þeir semsagt einangraðir sem ekki eru í ESB? Frá hverju eru menn þá einangraðir öðru en ESB?

Svo er það hitt, að ef þú áttir virkilega við fáræði, að það á enn frekar við ESB en íslenska lýðveldið, þegar litið er til samansöfnunar valds á fáar hendur og þann lýðræðishalla sem það vald fær að leika frjálsum hala um. 

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 19:36

18 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er ekkert annað en hræðsla og aumingjagangur að þora ekki að láta reyna á umsókn um Evrópusambandsaðild.Guðni og Bjarni eru orðnir einangraðir í Framsókn, eru meira að segja einangraðir í Suðurkjördæmi með skoðanir sínar.Norðmenn hafa kosið tvisvar um Evrópusambandsaðild.Ekki er sjáanlegt að þeir hafi skaðast neitt á því.Við hljótum að geta kosið einu sinni.En að sjálfsögðu verður kosið um aðildarumsókn í næstu Alþingiskosningum ef ekki verður búið að sækja um áður. í guðs friði.

Sigurgeir Jónsson, 28.4.2008 kl. 21:34

19 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þar fyrir utan getur enginn svarað spurningum eins Guðmundur Jónas spyr um sjávarútvegsmálin svo fullnægjandi sé, fyrr en staðið verður upp frá samningaborðinu. það er útilokað. 

Sigurgeir Jónsson, 28.4.2008 kl. 21:50

20 identicon

Við skulum bíða og sjá hvort Norðmenn láta sér detta í hug að ganga ESB á hönd.  Þeir eru ekki vanir að bjóða neinskonar yfirráð velkomin, einsog sást best í síðustu heimsstyrjöld. 

Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 21:51

21 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sigurgeir. Ertu tilbúinn að taka áhættu með allan virðisaukann af fiskauðlindinni?
Þarna eru svímandi upphæðir að ræða fyrir okkr hagkerfi. Já skal viðurkenna það
að ég er dauðhraddur við að ganga í ESB meðan framseljanlegur kvóti er á
Íslandsmiðum. Það gefur auga leið að með slíkt fiskveiðikerfi er aðild Íslands að
ESB útolikuð. Engin þjóð færi að afhena virðisauka af sinni helst auðlind úr
landi! Vil ekki hafa nein þau orð um þá menn sem telja slíkt koma til greina ...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.4.2008 kl. 21:53

22 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sjávarútvegstefna Evrópusambandsins er í endurskoðun. Meðal annars er verið að skoða íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið vegna þess að það hefur reynst betur en það sem Evrópusambandið notar.Um það deilir enginn.Íslendingar eru ráðgjafar við þá endurskoðun.Hræðsla við aðrar þjóðir eru versti óvinur hverrar þjóðar.

Sigurgeir Jónsson, 28.4.2008 kl. 22:03

23 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já en Sigurgeir. Samt viljið þið sækja um aðild í dag án þess að nokkuð liggi
fyrir um þá endurskoðun!  Furðulegt ábyrgðarleysi gagnvart íslenzkum hagsmunum!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.4.2008 kl. 00:34

24 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Sammála þér Baldur:  Umræðuþunginn vex bara eftir því sem líður fram.   Lykilaðilar í efnhagslífi og viðskiptum  - og einnig nokkrir lykilmenn launþegahreyfingarinnar - eru að kalla eftir ábyrgri yfirvegun og ákvarðanatöku sem kemur aðildarumsókn og viðræðum í farveg.  Þar er markmiðssetning mikilvæg; og eitt okkar meginmarkmið´þarf að vera að tryggja að íslendingar hafi lykilstöðu gagnvart auðlindum til lands og sjávar; - einkum að því er varðar að stýra nýtingu af allri hófsemd og um leið að tryggja Íslendingum arðsemi af fiskimiðum og auðlindum landsins.  Þar er líklega auðveldara að tengja t.d. auðlindagjöld/rentu við landshluta (t.d. fisk við strandbyggðir) - innan ESB heldur en okkur hefur tekist síðust 20 árin eða allt frá því að við rákum Breta og Þjóðverja heim.

Nú njóta strandbyggðir einskis forgangs - um veiðar og vinnslu - né heldur arðsemi af fiskveiðum.  Bretar hafa löndunarskilyrði og fleiri slík ákvæði í sínum aðildar-skilmálum.   Ef við innleiðum uppboð á takmörkuðum kvótum þá er það okkar mál að ráðstafa andvirðinu til strandsvæða.  Á sama hátt getum við stýrt aðgangi að takmörkuðum auðlindum landsins - - með auðlindagjöldum  - og uppboði á losunarheimildum - og virkjunarrétti.     Landsvæði ættu að njóta afgjaldsins - og þess vegna er afar brýnt að setja í löggjöf að varanlegt framsal á veiðiheimildum - - og nýtingarheimildum vatns og jarðhita verði óheimilt til frambúðar . . . . Markaðsviðskipti á opnum mörkuðum hafa gefist vel þar sem þetta hefur verið reynt með takmarkaðar auðlindir.    Má benda á tilraunalíkön Vernon Smith ´Nóbelshafa 2002 til viðmiðunar.   Einnig á ráðstefnu í Háskólanum á Akureyri í maí 2004

Benedikt Sigurðarson, 29.4.2008 kl. 08:59

25 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Gæti ekki verið meira sammála Baldur um þetta mál. Benedikt orðar þetta svo frábærlega líka að þar þarf engu við að bæta.

Þessi vonlausi Framsóknar-hræðsluáróður getur bara ekki stýrt umræðunni lengur, hvar í flokki sem hann fer fram.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.4.2008 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband