Samræmd próf, fjölmenning og kunnuleg munstur!

Dagurinn i dag er þýðingarmikill og merkilegur fyrir heilan árgang ungra Íslendinga og fjölskyldur þeirra. Í dag hefjast samræmdu prófin.  Fyrsta greinin er Íslenska. 

Þó ég sé hallur undir skólakenningar sem gera lítið með samræmd próf en leggja því meira upp úr einstaklingsmiðaðri framvindu náms þá hafa samræmdu prófin þann augljósa kost að veita nemendum og kennurum aðhald. Kostir þeirra eru m.a. þeir að sjá má visst munstur einkunna sem virðast halda sér milli ára og áratuga eftir landshlutum og innan þeirra milli skóla.

Tilraunir til þess að komast að orsökum þessa viðvarandi mismunar eru hins vegar ekki áberandi enda heldur munstrið sér vel. Segja má að við séum orðin vön ákveðnu munstri og gerum lítið með það.

Í samfélagi fjölmenningar, þar sem nemendur koma víða að, gefa niðurstöður samrændra prófa fágætt tækifæri til þess að finna út stöðu nemenda sem eiga foreldra sem fædd eru erlendis eða eru það sjálf. Vitað er að slíkum nemendum hættir til að detta út úr skólaferlinu fyrr en hinum. Vinna verður að því með öllum skynsamlegum úrræðum að koma í veg fyrir slíkt brottfall.

Við verðum að vinna gegn því að munstur eftir því hvaðan fólk kemur verði viðvarandi og viðurkennt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er verið að leggja samræmd próf í 10. bekk niður í núverandi mynd. kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband