Jón Sigurðsson snýr aftur!

Hrossið hefur hrasað með Jón Sigurðsson/Hann horfir til baka/ Upp í hlíðina og hvað sér hann: ófagra Framsóknarakra/brunna velli og kalin tún. Samt hefur hann ákveðið að snúa heim í pólitíkina aftur og fara hvergi.

Hólminn sem hann snýr aftur á heitir Morgunblað en þar tilkynnir þessi fyrrum formaður Framsóknar að tími umsóknar um aðild að ESB sé kominn. Leggst þar með gegn formanninum og fylgisveini hans á Suðurlandi en á sveif  með flestum öðrum frammámönnum og konum flokksins.  Jón Sigurðsson er að koma standandi úr fallinu.

Jón Sigurðsson sýndi foringjatakta þann stutta tíma sem hann var við stjórnvölinn í Framsóknarflokknum. Flokkurinn tapaði ekki vegna hans heldur þrátt fyrir hann. Maðurinn með nafn frelsishetjunnar átti aldrei að segja af sér.  Áfram þurfti að rækta túnin og græða akrana.

Margir fóru að dæmi Kolskeggs og héldu utan.  Þeir sem líta til baka á annað borð verða að segja B fyrst þeir sögðu A.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Góóððððuur.....þetta er allur sannleikurinn, hann er ekki flóknari en þetta.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.4.2008 kl. 19:11

2 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Þú hefur nokkuð til máls þín í þessu efni - - og líklega væri félagshyggju og vitrænni umræðu betur komið innan Framsóknarflokksins í dag ef Jón Sig hefði ekkert hlaupið fyrir borð.   Hann virðist samt hafa bjargast á sundi eða komist til einhvers lands - - þar sem engin Seðlabankaglýja er að blinda hann.

En það eru ekki allir fv. formenn að komast til ráðs - - að mínu mati (sjá http://blogg.visir.is/bensi 

Benedikt Sigurðarson, 29.4.2008 kl. 21:50

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Eins og Gunnar á Hlíðarenda sagði þegar hesturinn hnaut: "Helvíti er hlíðin smart ég fer ekki rassgat!"

Sigurbjörn Friðriksson, 30.4.2008 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband