Hagsmunir okkar allra!

Horfði að fornkappana Ragnar Arnalds og Jón Baldvin í Silfrinu undir miðnættið og smitaðist ekki alvarlega af fortíðarhyggju.  Annars er það gott ráð að leiða saman hætta menn öðru hvoru til að fá samanburð við nútíðina.

Jón Baldvin brá ekki vana sínum og vann kappræðuna.  Jón Baldvin hefir alltaf verið á undan sinni samtíð. Og hann hefur rétt fyrir sér nú sem endranær. Vitaskuld eigum við að fara í  samningaviðræður við ESB.  Ragnar Arnalds hafði í raun það eitt fram að færa að við myndum ekki ná ásættanlegum samningum. Nú þá það. Það nær enginn árangri með því að aðhafast ekki.

Raunar þótti mér undarleg sú fullyrðing Ragnars að ESB gætti fyrst og fremst hagsmuna stórfyrirtækja og auðmanna.  Bull.  Ekkert fjölþjóðlegt samband, nema ef vera skyldi Evrópuráðið, hefur beitt sér betur fyrir hagsmunum almennings en ESB.  Bandalagið hefur á fjölmörgum sviðum lagt hömlur á alræðisvald stórfyrirtækja yfir fólki sem hefur fengið að þróast á heimaslóðum og ekki hvað síst hér.  Hér hefur þessi almannavernd gengið undir ýmsum háðsglósum manna sem engar breytingar vilja.  Nú síðast berjast starfsstéttir með kjafti og klóm gegn svokölluðum hvíldartímaákvæðum Evrópubandalagsins. Í hverra þágu skyldu þau ákvæði vera sett?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur

Ekki fannst mér bera mikið á þessum meinta sigri Jóns. Getur ekki verið að þú hafir dottið of langt inn í fortíðina fyrst þú sást hann vinna þarna

Eins og Ragnar sagði þarna að þá er ESB ekki óþekkt fyrirbrigði. Það hefur margoft verið þreifað á því hvort það sé hægt að fá undanþágu frá sjávarútveigsstefnunni en alltaf kemur sama svarið.

Sama niðurstaða kæmi úr aðildarviðræðum, en hins vegar fer enginn í aðildarviðræður nema að talgangurinn sé að ganga inn í ESB.

Eða trúir þú því kannski að Jón Baldvin leggist gegn aðild þegar það kemur út úr aðildarviðræðunum að við fáum ekkert nema nokkurra ára aðlögunarfrest að fiskveiðistefnunni þeirra? Nei, aðild verður keyrð áfram af Evrópusinnum sama hversu samningurinn verður lélegur. 

Annars vantaði inn í umræðuna þarna í gær þá staðreynd að það er ekkert varanlegt í ESB. Sambandið er í stöðugri þróun í átt að sameinuðu sambandsríki og ef eitt ríki samþykkir ekki nýjustu breytingarnar og valdayfirfærsluna að þá er bara spurt aftur og aftur þar til já fæst.

Ingólfur, 5.5.2008 kl. 15:06

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Minni á að Íslendingar hafa verið meðlimir í Evrópuráðinu síðan 7. mars 1950.

Þá undirgengumst við yfirþjóðlegt vald t.d. vald mannréttindadómstóls Evrópu

Gestur Guðjónsson, 5.5.2008 kl. 18:59

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Jón Baldvin hafði klárlega betur í þessu spjalli, enda þekkingu hans á málefninu viðbrugðið. Ragnar samt hraustur að hella sér í þetta með ekki meira meðferðis en þetta japl og jaml sem frá honum kom. Allt gamlar lummur sem enginn fótur er fyrir.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.5.2008 kl. 19:11

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Missti af þessu. Jón Baldvin er góður í rökræðunni og skemmtilegur. Þetta var voðalegt skammaryrði í sveitum austanlands að vera krati og í sveitum voru smáhrútar, sem ekki voru á vetur setjandi nefndir í höfuðið á formanni Alþýðuflokksins. Nú sé ég að Jón hafði rétt fyrir sér þess efnis að það ætti að borga búsetustyrki en ekki að borga mönnum fyrir að framleiða kjöt eða mjólk sem að seldist ekki.

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.5.2008 kl. 00:26

5 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Verð nú bara að viðurkenna að ég yfirgaf Silfrið þegar þessir gaukar komu, hafði engan áhuga á að heyra í þeim.

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 6.5.2008 kl. 18:33

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hefurðu enga skoðun á málinu Þórhildur eða....?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.5.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband