Kann ekki góðri lukku að stýra!
10.5.2008 | 17:50
Nú er eitthvað mikið að hjá mínum mönnum Frömmurunum. Vinna Fylki í fyrsta leik 3-0. Þeir hafa ekki byrjað svona vel í áratugi. Þetta stígur þeim ábyggilega til höfuðs. Það að spila vel og vinna samt er ekki þeirra háttur. Þeir vinna ekki leik það sem eftir er. þetta kann ekki góðri lukku að stíga.
![]() |
Þorvaldur Örlygsson: Ekkert hræddur að sigurinn stígi mínum mönnum til höfuðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Athugasemdir
Já,það er jafn einkennilegt! Kv. B
Baldur Kristjánsson, 10.5.2008 kl. 20:44
Þetta var mikið mál á mínu heimili, við erum jú appelsínugul inn að beini. En húsbóndinn er með gamalt Framhjarta og því skiptist á skin og skúrir. En við gerum bara betur næst. En svo spyr maður sig eftir þessa fyrstu umferð hvaða þjálfari verður látinn fara fyrst
Rósa Harðardóttir, 11.5.2008 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.