Fögnum komu flóttafólksins!
12.5.2008 | 11:20
Gott hjá stjórnvöldum að bjóða hingað flóttamönnum frá Palestínu. Það er ekkert verra ef þessir flóttamenn eru múhameðstrúar. Það er engum greiði gerður með því að halda Íslandi sem e.k. einangrunarstöð. Þannig verða Íslendingar eins og álfar út úr hól.
Hingað til höfum við íslendingar tekið við of fáum flóttamönnum.
Hitt er svo annað mál hvort að rétt sé að demba þeim á Akranes. Áður en ég fjalla um það vildi ég sjá kannanir um það hvernig flóttamannahópum sem settir hafa verið á Hornafjörð og Blönduós hefur vegnað. Hvar eru þeir flóttamenn nú?
Svíar hafa líka reynt að setja flóttamannahópa ,,út á land". Flestir úr þeim hafa endað í Malmö.
Annars gera menn of mikið úr því þegar þeir tala um vandmál nágranna okkar í Skandinavíu vegna fjölmenningar. Ég hef rannskað bæði Noreg og Svíþjóð í þessu tilliti og get ekki betur séð en að tilveran gangi þar ágætlega fyrir sig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
http://youtube.com/watch?v=byQD8VPhvdM
LS (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 11:42
Þetta wer einskis vert myndband. þetta er í sama dúr og hollenska myndin! Kv. B
Baldur Kristjánsson, 12.5.2008 kl. 12:41
Bara alveg frábært. Kannski ekkert verra að fara á "lítinn"stað fyrst til að fá þétt utanumhald. Og Skaginn er nú stutt frá Rvíkinni,- sem allt snýst um.
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 12.5.2008 kl. 13:50
Þér ferst að tala um rasisma, útlendingaandúð og annað slíkt. Líkjandi Íslendingum við "einangrunarstöð" og "álfa út úr hól" ef við tökum ekki við einhverjum múslimskum flóttamönnum. Þú ert landráðamaður og ekkert annað.
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 13:57
Skrifaðu undir nafni Johnny minn. Maður með svona hófsamar skoðanir má vel við því . Kv. B
Baldur Kristjánsson, 12.5.2008 kl. 14:15
Hjá mér snýst þetta bara um hugmyndir en ekki að koma mér sjálfum á framfæri. Ef þið viljið endilega vita hver ég er þá skal ég bara hitta þig eða ykkur og ræða málin. Upprunalega hugmynd internetsins er frjálst flæði hugmynda í gegnum nafnleysi, mér finnst engin ástæða til að breyta því.
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 14:27
Það mætti fallast á þessar röksemdir. En skilyrðið væri þá að menn héldu sig við hugmyndir en slepptu því að ata aðra auri. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 12.5.2008 kl. 14:44
Ég efast um að þú hafir svo sem eitthvað betra álit á mér út frá þinni hlið enda erum við ansi ósammála allavega varðandi innflytjendamálin.
En aftur að málefninu. Ég bara næ ekki hvernig þú færð út að okkur beri að fagna því að fá þetta fólk hingað inn til landsins. Er það ekki hrein og klár mismunun að ætla að gefa palestínskum flóttamönnum íbúðir og fleira á meðan Íslenska ríkið myndi aldrei gefa Íslendingum annað eins?
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 15:01
Johnny stutt svar! Að mínu áliti eiga hinar ríkari þjóðir að hjálpa fólki sem hefur orðið fyrir barðinu á misskiptingu heimnsins gæða og fæðst inn í og alist upp i styrjaldarástandi. Það má svo ræða það hvernig þetta er best gert. Mitt álit er að íslenskt samfélag hafi gott af fjölbreytninni. Bæði held ég að hún sé góð í sjálfu sér og svo held ég að það sé bara hættulegt ef Íslendingar verða í framtíðinni eitthvað einsleitari en aðrar þjóðir. kv. B
Baldur Kristjánsson, 12.5.2008 kl. 15:44
Sæll Baldur - "Ég hef rannskað bæði Noreg og Svíþjóð í þessu tilliti og get ekki betur séð en að tilveran gangi þar ágætlega fyrir sig."
Nú brenn ég af forvitni. Hvaða samfélög í Noregi og Svíþjóð rannsakaðir þú? Hvenær og hve langan tíma fékkstu til þess? Geturðu greint mér/okkur frá helstu niðurstöðum eða bent á hvar þær er hægt að skoða?
Í bókinni "Frjáls" eftir Ayaan Hirsi Ali segir hún um reynslu Hollendinga bls. 324
Hvernig koma þau svæði út í Noregi og Svíþjóð hvað aðlögun í skólamálum snertir?
Mér virðist sem múslimir vilji ekki aðlagast vestrænum samfélögum. Þeir horfa á gervihnattasjónvarp frá um 400 múslímskum sjónvarpsstöðvum. Þeir umskera dætur sínar á eldhúsborðum sínum eða fara með þær til upprunalandanna og framkvæma limlestinguna þar. Þeir hvetja stúlkur frá unga aldri til að klæðast að hætti Islam þegar þær ná til þess aldri. Þeir myrða dætur sínar sem verða ástfangnar af vestrænum drengjum.
Með samanteknum orðum: Þeir aðlagast ekki.
Hefur þú ástæðu til þess að ætla að við Íslendingar getum gert betur?
Sigurður Rósant, 12.5.2008 kl. 15:47
Ég tek undir orð Johny Rebel, (ath nr.9)
Og skrifa það undir nafni.
Ég er samþykkur því að hjálpa þeim sem minna mega sín, en það þarf þá að gera það rétt. Flytja einhverjar 60 hræður hingað til Íslands, fólk sem talar hvorki íslensku né ensku, fólk sem hefur aldrei heyrt um Ísland.
Væri ekki nær að hjálpa þessum einstaklingum í heimalandinu, og þá væri jafnvel hægt að hjálpa 300 manns, eða þá 600 , því verðlag er vægast sagt mismunandi þarna úti miðað við hér á Íslandi.
Þetta er röng leið og eflaust til að skora stig hjá SÞ upp á þetta fáránlega framboð til öryggisráðsins. Þetta er glapræði.
Bestu kveðjur
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2008 kl. 16:02
Baldur: Íbúar heimsins eru nú um 6,5 milljarðar en verða 12 milljarðar árið 2050 skv. skýrslum sameinuðu þjóðanna. Vatn, olía og aðrar nauðsynjar heimsins bjóða hins vegar upp á gott líf fyrir 1-2 milljarða manna. Nú sjáum við fram á að þeir sem geta unnið og lifað fyrir sig sjálfa fer fækkandi á meðan hinum fer fjölgandi. Þetta mun leiða til enn meiri árekstra en það er að gera núna og þriðja heims íbúar munu flæða yfir okkur eins og Jean Raspail skrifaði um í skáldsögunni Camp of the Saints árið 1973.
Hvernig getur það talist fjölbreytni að Ísland sé á leiðinni að verða kaffibrúnt samfélag þar sem karlar og konur vita varla hvoru kyninu þau tilheyra út af öfgajafnrétti og kreddum? Það eru nákvæmlega öll samfélög Evrópu að stefna í að verða þannig. Er ekki skemmtilegra að viðhalda kynstofnunum, menningunum og tungumálunum og ferðast þá á milli landa til að upplifa ólíka íbúa og menningu?
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 16:34
Sæll Sigurður! bendi þér á slóð ECRI http://www.coe.int/T/E/human_rights/Ecri/1-ECRI/
Ég hef verið í sérfræðingahópi sem hefur tekið út alls níu Evrópulönd þ.á.m. Svíþjóð og Noreg. þetta eru viku langar heimssóknir þar sem rætt er bæði við fulltrúa stjórnvalda þ.e. ráðuneyta og swtundum þings og einnig rætt við NGO´S og stundum akademikera. Fyrir og eftir er farið yfir allar skýrslur sem til eru o.s. frv. o.s.frv. Vinnslutími svona skýrslu er sex til níu mánuðir. ECRI berst gegn rasisma, útlendingaótta, óumburðarlyndi, anti - semitisma og múslimafóbíu og misrétti sem stafar af farmangreindu í löndum sem tilheyra Evrópuráðinu. Skýrslur þess fara í gegnum ráðherranefnd Evrópuráðsins og eru sendar viðkomandi ríkisstjórnum. Flest ríki taka verulegt mark á skýrslum ECRI.
Aðlögun er flókið fyrirbæri. Alls staðar halda þeir sem koma að hópinn. Fyrsta og önnur kynslóð mun alltaf eiga tvö heimalönd. Sé þess gætt að aðfluttir mennti sig til jafns við aðra og eigi sömu möguleika í samfélögum og þeir sem státa af langfeðratali þar þá nær tengingin við nýja landið yfirhöndinni. Bendi á afar læsilega bók eftir Abid Q. Raja. Bókin heitir Talsmann. Raja kom frá pakistan til Noregs ungur og lýsir reynslu sinni og uppvexti. Hann er nú virtur lögfræðingur í Osló.
Málið er að samfélög okkar eru fjölmenningarsamfélög. Við snúum ekkert aftur með það. Ég geri ekkert með skoðanir Hirsi Ali frekar en stjórnvöld í Hollandi og flestir þeir sem vinna að þessu málum þar. Þar hefur reyndar orðið mikil framför á síðustu misserum þar sem aðilar sem hötuðu hvorn annan hafa tekið saman höndum um að skapa gott samfélag. Það er líka gaman að lesa um það hvernig nosrsk stjórnvöld og norskir múslimar hafa tekið höndum saman til þess að koma í veg fyrir umskurð kvenna og tekist það bærilega. Sömu alilar hafa líka í flestum löndum Evrópu tekið saman höndum til þess að koma í veg fyrir heiðursmorð sem voru aldrei mörg en verða stöðugt færri. það er enginn að tala um að samfélög okkar séu áfallalaus en þau voru það heldur ekki áður fyrri. Í öllum samfélögum þrífast ógeðslegir hlutir. Ekki er hann múslimi kallfjandinn í Þýskalandi?!
Gott að þú brennur af forvitni. Mér finnst að þú brennir ekki af hatri eins margir hafa kosið sér. Aðalvandamál Evrópu og aðalhættan nú um stundir eru ekki fjandsamlegir múslimar heldur það misrétti og það ofbeldi sem múslimar verða fyrir. Blásaklausir menn sem eru að leita að lífshamingjunni eins og ég og þú og eiga sitt heimaland í nýja ríkinu þar sem þeir eru lítilsvirtir. kv. B
Baldur Kristjánsson, 12.5.2008 kl. 16:35
Ég er sammála þér, Baldur, ríkari þjóðir ættu að bjóða til sín fólki sem á sér enga framtíð í eigin landi, eins og þessar konur. Vona að þeir sem stjórna málum hér á Skaganum sjái sér fært að taka á móti þeim.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2008 kl. 16:40
Johnny: það er valkostur sem þú átt í rauninni ekki þ.e. kynhreint samfélag. Vonandi halda nú lönd menningu sinni. Annars held ég aðþað sé alþjóðavæðingin sem vatnar út menninguna. Ekki flóttafólk. það er ekki flóttafólk sem er að stórkemma sérleik Kiev og Olsó með Mc Donalds skiltum. það er ekki blásnautt flóttafólk sem dritar niður Coke spjöldum um alla Afríku. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 12.5.2008 kl. 16:42
Samfélög taka breytingum og hver veit nema þau geri það.
Það er rétt að öfga-alþjóðavæðing er ekki af hinu góða.
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 16:46
Ja, það runnu víst tvær grímur á formann félagsmálaráðs Akraness, er hann heyrði að um væri að ræða fólk frá Mið-Austurlöndum (þess má geta að hann er líka Varaformaður Frjálslyndaflokksins)
Sá hefur allt á hornum sér þessu viðvíkjandi og helst að skilja að Akranes muni fara á hliðina ef flóttafólkið, sem eru víst aðalega einstæðar mæður og börn, kemur þangað.
Heildarniðurstaða hans er: "Miðað við skamman aðdraganda, lítið svigrúm til undirbúnings, mikla óvissu í málinu og þær horfur sem nú eru í bæjarfélaginu þá tel ég alls ekki tímabært að Akranesbær fallist á að taka á móti flóttafólki að svo stöddu. Sem formaður félagsmálaráðs treysti ég mér ekki til að mæla með þessu."
(Skessuhorn)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.5.2008 kl. 19:12
Sæll Baldur og þakka greiðvikin svör, ég kynni mér þessi gögn betur og tjái mig eflaust seinna um þessi hugsjónasamtök ECRI.
"Aðalvandamál Evrópu og aðalhættan nú um stundir eru ekki fjandsamlegir múslimar heldur það misrétti og það ofbeldi sem múslimar verða fyrir. Blásaklausir menn sem eru að leita að lífshamingjunni eins og ég og þú og eiga sitt heimaland í nýja ríkinu þar sem þeir eru lítilsvirtir. kv. B"
Vera má að múslimar séu beittir misrétti í einhverjum mæli og beittir ofbeldi líka. En þeir bjóða hættunni heim með því að vera með endalausar kröfur um sérréttindi. Við pirrumst öll á einstaklingum sem æ ofan í æ geta aldrei gert sér að góðu það sem hópnum er boðið. Gyðingar, Amish-people og múslimar eru þeir hópar sem koma upp í huga mínum hvað svona kröfur um sérréttindi varðar.
Góðu fréttirnar eru þó að 2/3 hluti Gyðinga í Ameríku leita að maka út fyrir söfnuðinn. Ekki veit ég hvernig tölur koma út varðandi Amish-people eða múslima. Þegar litlir söfnuðir hafa þann siðinn að leita ekki að maka út fyrir söfnuðinn í takt við aðferðir Abrahams og Lots, þá er hætta á hugsunarhætti í líkingu við Austuríkiskallinn. Stjórnvöld í Vestrænum samfélögum stíga helst ekki fæti inn fyrir múra "fjölskyldunnar" og "trúfélagsins". Reiknað er með að þar ríki friðhelgi einkalífsins og friður til að iðka sína trú.
Þessir blásaklausu menn sem koma hingað til að leita að lífshamingjunni reka sig á að við erum ekki alls kostar til fyrirmyndar miðað við þeirra innrætingu, svo fljótlega falla þeir í það mynstur að mæta reglulega á föstudagsbænir, taka ekki þátt í venjum sem tengd eru kristni, neyta ekki áfengis, borða ekki pylsur eða svínakjöt og börn leika sér ekki við vestræn börn utan skólans, vinnufélagar mæta ekki í jólaglögg, þorrablót eða aðrar samkomur sem minna á siði kristinna, heiðingja eða vantrúaðra.
Svo allt sem við vildum gera til að hjálpa þessum múslimum, reyndist dauðadæmt frá upphafi. Á þessu ári hafa aldrei sést eins margar múlimakonur klæddar að hætti Islam í okkar vestrænu löndum. Veit ekki hvort ECRI kemur inn á þessi mál eða einhverja statistic (tölfræði) í sambandi við fækkun umskurðar stúlkna í Evrópulöndum.
Nú hafa Danir samþykkt að konur megi bera höfuðföt í ræðustóli þingsins. Írakskur túlkur sækir fast um að mega koma með 2 konur sínar og 3 börn til að búa með þeim í Danmörku. Ung stúlka les af kappi lögfræði og ætlar að fá að klæðast að hætti Islam sem dómari í nánustu framtíð. Dæmin eru óteljandi um hvernig múslimar vilja lifa eftir eigin siðum og lítilsvirða þar með þær venjur sem við höldum í heiðri.
Finnst þér Baldur, að besta leiðin til að aðlagast vestrænum samfélögum sé fólgin í því að hjálpa múslimum til að aðgreinast?
Sigurður Rósant, 12.5.2008 kl. 19:34
Bara eitt Sigurður! ECRI er ekki hugsjónasamtök nema maður noti það hugtak líka yfir Evrópuráðið sem hefur frá 1950 verið útvörður mannréttinda í Evrópu og starfar á grundvelli Evrópusáttmálans um mannréttindi. ECRI er hápraktískt en er ætlað þetta hlutverk þ.e. að berjast gegn misrétti sem stafar af uppruna o.s.frv. Meira hugsanlega síðar Kv. B
Baldur Kristjánsson, 12.5.2008 kl. 20:04
Mér finnst þú, Baldur, afgreiða fyrsta innleggið af fádæma yfirlæti.
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 09:03
Guðmundur og aðrir! Það er enginn vandi að búa til svona klippur. það er ýmislegt í gangi í Málmey en þetta myndband gefur enga raunsanna mynd. Í Málmey er líka unnið mjög gott starf íaðlögunarmálum en vandamálin eru til staðar. Atvinnuleysi er t.d. of hátt meðal nýkomnra. þeir eru sniðgengnir á vinnumarkaðinum. Svíar hafa tekið við gífulega mörgum flóttamönnum og gríðarlega margir hafa komið til Svíþjóðar í vinnu (eins og Íslendingarnir upp úr 1970). Í Málmey er lang hæsta hlutfallið. Þangað flytja nýkomnir gjarnan eftir einhvern tíma í Svíþjóð. Óhætt er hins vegar að fulyrða að sænskt þjóðfélag er miklu sterkarar og fjölbreyttara bæðii efnahagslega og félagslega með þessa innflytjendur og þeir standa öðrum þjóðum framar í aðlögunarmálum sínum. Þú mátt alveg trúa því Guðmundur að Sænskt þjóðfélag logar ekki stafna á milli. Málmey ekki heldur. Þakka svo marga góða punkta og sjónarmið kv. B
Baldur Kristjánsson, 13.5.2008 kl. 09:33
Gott og vel. En ég samþykki samt ekki að myndbandið sé "einskis vert".
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 12:07
Baldur - "Evrópuráðið sem hefur frá 1950 verið útvörður mannréttinda í Evrópu"
Ertu sammála þessu áliti Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur sem birtist í 24 stundum 10. maí 2008? Gildir ekki það sama um Evrópuráðið? Ólýðræðislegt embættismannakerfi.
Sigurður Rósant, 13.5.2008 kl. 19:49
Sæll! Nei, ég er ekki sammála. þetta eru gamlar og súrar klisjur sem eiga að mínum dómi hvorki við um Evrópsambandið hvað þá Evrópuráðið (enda ekki sagt um það) sem er reyndar allt annars eðlis. Ég skil alls ekki þetta með nýfrjálshyggjuna. Ekkert fjölþjóðlegt samband í veröldinni hefur lagt sig eins fram um að gæta hagsmuna almennings (neytenda, verkalýðs) og ESB gegn stórfyrirtækjum. kv. B
Baldur Kristjánsson, 13.5.2008 kl. 20:11
Sæll Baldur. Mér líst betur á að borgarfulltrúi Samfylkingarinnar reyni að koma þessu fólki fyrir í námunda við Depluhóla í Breiðholti. Hólabrekkuskóli er vel í stakk búinn til að taka á móti nýbúum og sérfræðingar í þessum málum á hverju strái í nágrenninu. Akranes hefur enga reynslu af múslimum. Þeir hafa mest einbeitt sér að sementi og fótbolta.
En varðandi tilskipanir ESB, þá fara þær nú mis vel í verkalýð stórfyrirtækja. Fólk hefur nánast breyst í "róbóta" síðustu 18 árin eða svo.
Með kveðju
Sigurður Rósant, 13.5.2008 kl. 20:50
Ég tala vel um ESB. Ekki vil ég þó halda því fram að það sé Kristur endurkominn, svo vísað sé í nýjustu færslu þína. kv. B
Baldur Kristjánsson, 13.5.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.