Fólk frá fjarlægum heimshlutum auðgar samfélag okkar!
13.5.2008 | 09:55
Fjörugar umræður hafa orðið út af færslu minni um flóttafólk. Flestir sem hafa varann á sér kvarta yfir því að fólk frá fjarlægum heimshlutum aðlagist ekki því samfélagi sem fyrir er. Mér sýnist að flestir séu þá að tala um það að þeir sem komi eigi að hverfa inn í þjóðina sem fyrir er. Það getur aldrei orðið og má ekki verða. Hið góða gjald sem við greiðum fyrir hinn aðkomna er að hann breytir okkur líka. Aðlögun verður að vera gagnkvæm. Íslendingar í Kanada héldu siðum sínum og venjum í margar kynslóðir og halda enn. Þeir verða vonandi alltaf kanadískir Íslendingar. Þeir hafa lifað saman í bunkum og kosið hvorn annann. Stutt hvorn annann í lífsbaráttunni. Þeir héldu sinni Lúthersku og hópuðust saman í söfnuði. Þeir auðguðu hins vegar sitt nýja samfélag og urðu þar góðir og nýtir borgarar. Þeir sem á annað borð lifðu af hrakningana frá landi örbirgðar og hungurs sem Ísland var. Íslendingarnir lærðu hið nýja mál fljótlega. Fólk sem var komið um miðjan aldur lét sér þó sína íslensku gjarnan nægja.
Vitaskuld eigum við að bjóða velkomið flóttafólk frá Palestínu og öðrum fjarlægum heimshlutum. Það auðgar íslenskt samfélag menningarlega, félagslega og efnahagslega. Við lifum í góðu og skipulegu samfélagi sem hefur öll tök á að láta gagnkvæma aðlögun ganga vel fyrir sig.
Þannig auðgum við samfélag okkar og leggjum einnig gott til heimsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú sérð á nýju bloggi mínu að hlustendur útv. Sögu eru ekki á sama máli. kv gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.