Sameinast gegn kynþáttafordómum í fótbolta

Klukkan fjögur í dag (franskur tími) var yfirlýsing Evrópuráðsins ,,Sameinumst gegn kynþáttafordómum” kynnt í Strassbourg í viðurvist knattspynuhetjunnar Lilian Thuram og  forseta ECRI  Evu Smith-Asmussen sem er prófessor í lögum við Kaupmannahafnarháskóla.  Yfirlýsingin er samin og sett fram í aðdraganda Evrópukeppninnar í fótbolta, henni ætlað að stemma stigu við kynþáttafordómum í og umhverfis keppnina og í fótbolta yfirleitt. Yfirlýsingin er samin af ECRI í samráði við samtök evrópskra fótboltamanna þeim sem Platíni veitir forstöðu. Hún er holl lesning fyrir fótboltamenn, forsvarsmenn liða, dómara og íþróttaréttamenn og áhangendur liða.

Í lok ályktunarinnar segir:

,ECRI calls on governmental bodies and public authorities, national and international sports organisations and the population as a whole to intensify their efforts to fight racism and prioritise fair play in sports in order to fully reinstate football’s educational role for promoting mutual respect. (þetta þýði ég kannski síðar-innsk. BK)

“Unite against racism” is our common message.”

Slóðin er  http://www.coe.int/t/dc/press/news/20080513_ecri_EN.asp?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Racism þýðir ekki kynþáttafordómar heldur kynþáttahyggja. Orðið "racism" er dregið af orðinu "racialism". Þetta er stytt svona í hreinu og kláru áróðursskyni svipað og orðið með kynþátt- og eitthvað neikvætt á eftir er líka. Þú hefðir því með réttu átt að skrifa "Sameinast gegn kynþáttahyggju í fótbolta". Þó einhver maður sé kynþáttasinni er ekki þar með sagt að hann stundi það að koma illa fram við alla þá sem eru ekki af sama kynþætti og hann sjálfur eða að hann leggi þá í einelti á knattspyrnuvelli.

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Lestu yfirlýsinguna. Átti þátt í að semja hana og veit hvaða íslensk orð ná best hugsuninni í henni. Get örugglega lært af þér í einhverju en ekki í þessu. Þakka annars málefnaleg innskot. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 14.5.2008 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband