Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn
14.5.2008 | 07:48
Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið óeðlilega stór, Flokkurinn hefur alltaf haft hið geysi öfuga Morgunblað á bak við sig - leynt og ljóst. Á Íslandi hefur því verið lýðræðishalli sl. 70 ár eða svo. Þegar bakhjarlinn bregst þá hrekkur fylgið niður. Nútíminn er þannig að ekkert blað getur gert frambjóðendur eins flokks flottari en aðra menn eins og hægt var hérna áður fyrr. Í þessu tilfelli er það ekki það að Vilhjálmur sé neitt verri en aðrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur bara ekkert Morgunblað til að breyða yfir og blessa misfellurnar.
Gallinn við þetta blað mitt er annars ennþá sá að blaðið er innanbúðar í Sjálfstæðisflokknum. Það sýndi Reykjavíkurbréfið sl. laugardag. Þar skrifar ritstjórinn sem innanbúðarmaður. Maður gefur blaðinu séns fram á vorið því að það er að mörgu leyti ágætt. Birtir t.d. bloggið mitt öðru hvoru. Takk fyrir það.
En blað á ekki að hafa ,,hidden agenda" eða ,,falinn tilgang" eins og flokksblöðin höfðu og Morgunblaðið hefur enn þann dag í dag.
Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:18 | Facebook
Athugasemdir
Stórnmálin á Íslandi hafa gjörbreyst síðustu 2-3 áratugi. Áður fyrr var flokksaginn mikill og yfirleitt tóku allir alvarlega það sem forystan sagði hverju sinni. Ætli svanasöngur þessa fyrirkomulags hafi ekki gengið sér til húðar með Davíð Oddssyni. Fáir reyndu að hafa aðra skoðun en hann, mölduðu fremur í móinn en fylgdu af alkunnri fylgispekt við foringjann rétt eins og tíðkaðist á dögum 3ja ríkisins.
Segja má að Ólafur F. Magnússon núverandi borgarstjóri hafi brotið blað í sögu Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma þegar hann lék n.k. einleik á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hérna um árið og átti þátt í að Frjálslyndi flokkurinn varð til. Hann fylgdi eigin sannfæringu og bar um tillögu sem var nánast púuð niður. Þetta varð tilefni að Ólafur F. sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum enda taldi hann sig ekki eiga samleið með stjórnmálaflokki sem ekki virti frelsi einstaklingsins til að hafa eigin skoðanir.
Flokksræðið er vonandi að heyra sögunni til. Hlutverk stjórnmálaflokka þarf að skilgreina upp á nýtt. Þeir eiga ekki að vera valdastofnanir eins og þeir hafa í reynd praktísérað á Íslandi heldur að vera vettvangur pólitískra skoðanamyndana í samfélaginu sem þarf auðvitað að rúmast innan ákvæða stjórnarskrárinnar. Þannig er starfsemi þýskra stjórnmálaflokka skilgreint og þeir þurfa að halda bókhald og gera grein fyrir uppruna og notkun þess fjárs sem þeir fá í hendur og nota. Þetta hefur vafist fyrir vissum stjórnmálamönnum á Íslandi og það er mjög miður.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 14.5.2008 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.