Egil Helgason sem borgarstjóra!
17.5.2008 | 18:08
Hvers vegna í ósköpunum fá ekki Reykvíkingar að kjósa borgarstjóra sinn beinni kosningu eins og Lundúnabúar fá að gera. Lundúnabúar hafa lyft af sér flokksræðinu að þessu leyti og fá fyrir vikið litríka og skemmtilega karaktera í borgarstjórasætið. Í þessum orðium er ekki fólgin gagnrýni á þá ágætu menn sem flokkarmir hafa séð okkur fyrir eins og Davíð Oddsson, Vilhjálm Vilhjálmsson og Ólaf F. Magnússon. En með flokksræðinu fáum við varla það litríka og óbundna fólk sem við eigum skilið. Manneskjur ða borð við Hallgrím Helgason, Egil Helgason eða Guðrúnu Ögmundsdóttur. Sérstaklega líst mér vel á Egil í þessu sambandi.
Breytum kosningalögunum. Beina kosningu í embætti borgar- og bæjarstjóra. Þetta er svo valdamikið fólk að við eigum að hafa beint val. Niður með flokksræðið.
Embætti borgarstjóra 100 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Okkur er nú talin trú um það í "lýðræðinu" að við fáum val um að kjósa flokka sem eru fullkomlega ábyrgir fyrir því að tala máli kjósenda og taka réttu ávkarðanirnar. Hví ættu þeir ekki að geta tekið rétta ákvörðun um þetta?
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 18:22
Þó ég efist um það fyrrnefnda vil ég samt svara þessu svo: Þessir menn eru valdir úr hópi þeirra sem hafa þraukað í flokkstarfinu og ,,elska" flokkinn sinn mikið. Eru sem sagt flokkshestar og þar með óhæfir fyrirfram í raun og veru! Kv. B
Baldur Kristjánsson, 17.5.2008 kl. 19:03
Tja, við eigum svosem slatta af "Borisum" hérna. Ég vil eins beint lýðræði og kostur er - og væri alveg til í að sjá Egil sem borgarstjóra. Þá yrði miðbærinn a.m.k. tekinn í gegn.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 17.5.2008 kl. 19:21
Er sammála því reyndar en aftur á móti held ég að erfitt sé að finna menn til framboðs með mikið vit á pólitík og samfélagsmálum sem hafa hvorki tengsl við stjórnmálaflokk og eru ekki í beinu samstarfi við neinn flokk.
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 19:22
Við verðum bara að gefa fólk vinnufrið!
Heidi Strand, 17.5.2008 kl. 20:44
Egil Helgason sem borgarstjóra? Ég vissi ekki að við værum svona djúpt sokkin...
corvus corax, 17.5.2008 kl. 21:58
Tek undir það sjónarmið að við stofnum til sjálfstæðra embætta borgarstjóra og bæjarstjóra - - sem kosnir verða beinum kosningum - óháð borgarstjórnum og bæjar- og sveitarstjórnum.
Þetta er eitt af þeim verkefnum sem við ættum að setja í farveg um leið og við skipum "stjórnlagaþing" - sem hefur það verkefni að yfirfara og endurstofna stjórnskipulag og jafnvel Stjórnarskrá - - óháð stjórnmálaflokkunum.
Þetta er verkefni sem stofnuð voru um "Samtök um jafnrétti milli landshluta" - - og síðan Þjóðarflokkurinn og Heimastjórnarsamtökin - - - á árunum 1985-1991.
Hefðbundnu og gömlu flokkarnir á Alþingi hafa reyst ófærir um að koma stjórnarskránni í nútímahorf - - og þeir hafa einnig reynst ófærir um að efla nándarlýðræði og útfæra valddreifingu - með fleiri stjórnsýslustigum og sjálfstæðum verkefnastjórnsýslustigum - líkt og er gert í öllum nágrannalöndum beggja vegna Atlantshafsins. (Það er ein megalygi að "sveitarfélagastigið" fari með þjónustuverkefni í nágrannalöndum - - og það eru sveitar- og bæjarstjórar sem hafa skrökvað því að þjóðinni í hagsmunaskyni.)
Benedikt Sigurðarson, 17.5.2008 kl. 23:21
Hallgrím Helgason, já? Ég vona að þú sért að tala um Hallgrím Helgason leikara Skúlasonar. Annars, ja, annars? Biddu fastar fyrir þér og öðrum en við hefðbundna messu.
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 02:49
tja, í einhverri vídd kallast Boris og Ken kannski "skemmtilegir" og "litríkir" en ekki samt þeirri sem við búum í kæri Baldur
halkatla, 18.5.2008 kl. 05:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.