Ted Kennedy

Það fer um bandarísku þjóðarsálina þegar Edward Kennedy veikist.  Hann sjálfur og bræður hans John F. Kennedy og Robert Kennedy léku stórt hlutverk í  20. aldar sögu Bandaríkjanna.

Ted Kennedy hefur verið fulltrúi Massachusetts i Öldungadeild Bandaríkjaþings síðan 1962 og er talinn einn allra öflugasti öldungadeildarþingmaðurinn. Hann hefur einbeitt sér að félagsmálefnum, menntamálum, heilsugæslumálum, mannréttindamálum, umhverfismálum og  málefnum innflytjenda.  Honum hefur tekist betur en öðrum að koma fram málum með fulltingi bæði Repúblikana og Demókrata.  Honum hefur auðnast að  mynda bandalög og byggja brýr til að koma málum fram. Þá er hann frábær ræðumaður eða mælskumaður.  Áhrifamikill í ræðustól.

Ted Kennedy er talinn með öflugustu ,,legislatorum”. Við eigum ekki einu sinni orð yfir öfluga þingmenn í löggjafastarfi. Svo veik er íslenska löggjafasamkundan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Hvernig væri "legslagtogar"?

Júlíus Valsson, 18.5.2008 kl. 10:00

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Teddy er sannur frjálslyndur jafnaðarmaður og við óskum honum skjóts og góðs bata.  Rödd hans er beinlínis lífsnauðsynleg í þeim sirkus sem Bandarísk stjórnmál eru.  Það er ekki síst gaman að hlusta á karlinn í þing-yfirheyrslum (senate hearings) þar sem hann hakkar menn oft í spað með beittum spurningum, ekki síst varðandi íraks-stríðið, nú á hinum síðustu og verstu.

Kveðja frá Minnesota.

Róbert Björnsson, 18.5.2008 kl. 17:52

3 identicon

Hann er semsagt ekta eðalkrati, umhverfissini (til að geta búið til nýja skatta, umhverfisskatta), fjölmenningarsinni (a.la. skoðanasystkini sin í Skandinavíu) og fleira í þeim dúr.

Eru menn búnir að gleyma Chappaquiddick hneysklinu frá 1969? - þegar hann velti bíl (sennilega drukkinn við stýri) með þeim afleiðingum að ung kona sem var frilla hans beið bana.  Hann tilkynnti ekki lögreglu um atburðinn fyrr en sólahring síðar.  Reynt var að dissa þetta niður af skoðanasystkinum hans, nokkuð sem þau hefðu velt sér upp úr hefði verið um hægri sinnaðan stjórnmálamann að ræða.

En vonandi hressist karlinn nú.  

Eyjólfur Þ. Heimisson (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 21:06

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þá er öllu til haga haldið. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 18.5.2008 kl. 22:01

5 identicon

Ætli orðið lögsagnarmaður væri ekki nærri lagi, Baldur? En talandi um veika lögjafarsamkundu, lýsir hún ekki hvaða sess lög og reglur hafa í huga þjóðar þar sem allir vildu komast til sjálftöku eða að minnsta kosti hafa greiðan aðgang að höfðingja? Dálítið fornrómverskt kerfi, ekki satt? Höfðingjar og skjólstæðingar.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband