,,Þegar foringinn hefur veifað"
19.5.2008 | 11:15
Ég þarf eiginlega ekki að taka það fram að ég hef megnustu skömm á málflutningi Magnúsar Þórs Hafsteinssonar á Akranesi þegar hann fjallar um móttöku flóttamanna og reyndar líka þegar hann fjallar um þá sem hann hefur starfað með. Óskandi væri nú að hann sæi að sér sá í grunninn sá góði drengur.
Mér finnst sem sagt málflutningurinn með ólíkindum. Sérstaklega sé þess gætt að Magnús er varaformaður í stjórnmálaflokki sem hefur náð inn þingmönnum. Eg leyfi mér að efast um að varformenn danska Þjóðarflokksins, norska Framfaraflokksins og FP í Austurríki svo aðeins séu nefndir þrír flokkar sem hafa allan vara á í sambandi við innflytjendur hefðu leyft sér málflutning á borð við Magnúsar gagnvart tilteknum hópi flóttamanna sem ætlað var að fara á sérstakan stað á tilteknum tíma. Það mátti vera hverjum heilvita manni augljóst að það yrði ekki aftur snúið án þess að Skaginn setti niður innanlands og Ísland í samfélagi þjóðanna. Að hefja málflutning á borð við þennann við þær kringumstæður af málsmetandi manni er í besta falli hugsunarleysi í versta falli siðleysi því að það gæti bitnað beint á því fólki sem við ætlum og munum veita skjól.
Það eru alltaf einhverjir sem ganga of langt þegar foringinn hefur veifað.
Það er kominn tími til þess að Magnús Þór sjái að sér og hvetji aðdáendur sína til sýna hófstillingu og umburðarlyndi. Að öðrum kosti hljóta Jón Magnússon, Kristinn Gunnarsson og Guðjón Arnar að afsegja hann ætli þeir sér sjálfir að vera stofuhæfir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:00 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er nú allur "glæpurinn":
Minnisblað til meirihluta bæjarstjórnar AkranessLagt fram á meirihlutafundi 8. maí 2008 Efni: Formleg beiðni félagsmálaráðuneytis um móttöku flóttafólks árin 2008 og 2009.Bakgrunnur:Þann 28. apríl síðastliðinn barst bæjaryfirvöldum formleg ósk frá félagsmálaráðuneytinu að bærinn tæki á móti flótafólki. Áður höfðu tveir óformlegir fundir farið fram. Sá fyrri með formanni félagsmálaráðs, fulltrúa minnihluta í félagsmálaráði, félagsmálastjóra Akraness af hálfu Akranesbæjar, og fulltrúa frá félagsmálaráðuneytinu og Rauða krossinum. Síðari fundurinn var með félagsmálaráði og bæjarstjórn þar sem fulltrúar frá félagsmálaráðuneyti, Rauða krossi og félagsmálastjóri Reykjanesbæjar mættu til fundarins. Talað hefur verið um allt að 60 einstaklinga deilt niður á tvo hópa. Ekki hafa fengist neinar upplýsingar á þessum fundum um hvaða fólk væri að ræða, aðrar en þær að talað var um einstæðar mæður og í veðri látið vaka að þetta yrðu hópar frá Suður Ameríku. Skýrt var tekið fram af hálfu félagsmálaráðuneytisins að annað hvort skuldbindi sveitarfélagið sig til að taka á móti báðum hópunum eða engum. Fyrir utan þessa tvo fundi hefur hvorki félagsmálaráðuneytið, Rauði krossinn eða flóttamannanefnd haft uppi neina viðleitni til að hafa samband við félagsmálaráð eða formann þess. Engar frekari upplýsingar hafa borist um gang mála, né látið í ljós hvað stjórnvöld séu yfir höfuð að legga ráðin á um í þessu máli. Nýjustu fréttir:Fjölmiðlar í fyrradag (6. 5. 2008) greindu frá því að ríkisstjórnin hefði nú ákveðið að bjóða allt að 30 palestínskum flóttamönnum hæli hér á landi, og að þessi hópur komi til landsins í sumar. Samkvæmt tilkynningu félagsmálaráðuneytisins (http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3788) er hér um að ræða fólk sem nú býr í Al – Waleed flóttamannabúðunum sem eru á landamærum Írak og Sýrlands. Ekki bárust neinar upplýsingar um að þetta væri sá hópur sem Akranesbær hefur verið beðinn um að taka á móti, þar til þessi frétt kom fram í fjölmiðlum síðdegis í gær. Samkvæmt fréttum sem finna má á netinu þá er fólkið í þessum búðum, Palestínufólk sem bjó í Bagdad höfuðborg Írak og þar í kring, þangað til „hinar viljugu þjóðir“ gerðu innrás í landið í mars 2003. Þá upphófst skálmöld í Írak sem meðal annars leiddi það af sér að fólk af palestínskum uppruna reyndi að flýja land. Að því er ég fæ best séð þá er fólkið í Al Waleed einstaklingar sem hafa ekki komist yfir landamærin frá Írak til Sýrlands þar sem þau skortir vegabréf. Þau eru því föst í Írak og hafa væntanlega hafst við þessar aðstæður í rúm fjögur ár. Ekki hef ég fundið frekari upplýsingar um bakgrunn þessa fólks, en þætti ekki ólíklegt að hér sé um að ræða Palestínumenn sem hafa upphaflega flúið frá Palestínu til Írak í kjölfar styrjalda við Ísrael, svo sem sex daga stríðsins árið 1968. Hér gætu því verið á ferðinni einstaklingar sem hafa verið flóttafólk allt sitt líf og þekkja ekkert annað. Álitamál:Flóttafólki má hjálpa á ýmsa vegu. Það er hægt að koma fólki til hjálpar þar sem það er, en það er líka hægt að taka á móti þeim og veita þeim hæli hér á landi. Ef síðari kosturinn er valinn þá verður að vanda mjög til verka. Hér er um mjög flókna aðgerð að ræða. Góður undirbúningur er lykilatriði. Tryggja verður að velferðarkerfi í því nærumhverfi sem tekur við flóttafólki sé í stakk búið til að taka verkefnið að sér með öllu því sem fylgir. Einnig verður að tryggja að þetta sé gert í góðri sátt við þá íbúa sem fyrir eru í þessu nærumhverfi. Þeir hafa sín réttindi sem borgarar og skattgreiðendur. Flóttamannaráð styðst við reglur sem leggja mjög ríkar skyldur á herðar þeim sveitafélögum sem taka að sér hópa flóttafólks. Sjá http://www.felagsmalaraduneyti.is/malaflokkar/flottafolk/mottaka/nr/1344Ég vil hér varpa fram nokkrum spurningum sem ég tel skipta máli og að svör verði að liggja fyrir um, áður en gengið er til frekari ákvarðatöku um það hvort samfélagið á Akranesi er nægjanlega í stakk búið til að taka á móti stórum hópi flóttafólks. Ég bendi á að 60 manns er um 1% af íbúafjölda bæjarins. Þetta jafngildir því að um 1.100 manna hópur flóttafólks kæmi til Reykjavíkur á tveimur árum. 1. Samsetning hópsins og bakgrunnurHver er aldursskipting þess fólks sem kemur? Hverjar eru félagslegar aðstæður, svo sem hjúskaparstaða? Eru þetta einstæðar mæður? Hve stórar eru fjölskyldurnar? Hversu mörg leikskólabörn, grunnskólabörn og unglingar á framhaldsskólastigi eru í hópunum? Hver er menntun þeirra fullorðnu? Hvernig er heilsufar fólksins, bæði andlegt og líkamlegt? Allt eru þetta lykilspurningar sem við verðum að fá svör við til að hægt sé að meta hver þörf verður fyrir þætti eins og húsnæði, pláss í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskóla. Menntun fullorðinna skiptir máli til dæmis með tilliti til atvinnumöguleika. Einnig þegar kemur að því að meta þörf fyrir ýmsa aðstoð við aðlögun að íslensku samfélagi og þá sérstaklega að nærumhverfinu hér á Akranesi. Hvað þarf að gera varðandi starfsmannahald í leik- og grunnskólum bæjarins til að tryggja að börnin fái stuðning og næga þjónustu? Þarf að fjölga starfsfólki og þá með hvaða hætti? Hvað kostar það? Ég minni á að skólafólk hér í bæ hefur undanfarið kvartað mjög yfir því að vera undir miklu álagi. Launakröfur hafa verið uppi og kjaradeila við bæinn sem enn sér ekki fyrir endann á. Koma barna flóttafólks mun ekki draga úr þessu meinta álagi. Heilsufarið skiptir einnig máli þar sem því þarf að sinna, væntanlega með þeirri heilbrigðisþjónustu sem til boða stendur hér á Akranesi. Er sjúkrahús og heilsugæsla í stakk búið að takast á við það að sinna flóttafólki?Hvað með íslenskukennslu og túlkaþjónustu? Höfum við mannskap og þekkingu meðal fólksins í bænum til að takast á við það? Eru einhver hér á Akranesi sem tala þau tungumál sem notuð eru í Miðausturlöndum? Starfar slíkt fólk á leikskólum og í grunnskólum bæjarins í dag?2. HúsnæðismálLjóst er að finna þyrfti mjög fljótt og nú í sumar um tíu leiguíbúðir fyrir flóttafólkið hér í bæ. Annað eins yrði að finna fyrir hópinn sem kæmi að ári. Hvar á fólkið að búa? Færi það allt í eitt hverfi, eða myndi það dreifast um bæinn? Hvaða áhrif hefur það á leigumarkaðinn þegar eftirspurn eftir leiguhúsnæði eykst með þessum hætti? Í dag eru um 25 fjölskyldur á biðlista eftir félagslegu húsnæði frá bænum. Núverandi meirihluti hefur legið á bremsunum þegar um er að ræða fjölgun á félagslegum leiguíbúðum. Við sem sitjum í félagsmálaráði Akraness heyrum af því að fátækt fólk á hrakhólum eigi erfitt með að finna leiguhúsnæði hér í bæ nema þurfa að borga háar fjárhæðir í mánuði hverjum. 3. AtvinnumálMiðað við það fjármagn sem fylgir frá ríkinu þá á það að koma fyrsta árið, kannski eitthvað síðari árið og síðan ekki meir. Eftir það er fólkið alfarið á ábyrgð bæjarfélagsins. Hugsunin á bak við þetta er sú að takast eigi að aðlaga fólkið að íslensku samfélagi á 12 – 24 mánuðum þannig að það geti staðið á eigin fótum sem sjálfstæðir borgarar. Í þettu er fólgin sú krafa að fólki verði útveguð atvinna. Ég minni á að Akranes hefur á undanförnum mánuðum orðið fyrir alvarlegum skakkaföllum í atvinnulífinu sem ekki síst hafa bitnað á konum. Þær konur sem missa nú vinnuna hjá HB Granda eiga mjög erfitt með að finna ný störf. Nú bætast við tíu til tuttugu konur sem okkur ber skylda að útvega vinnu, og í forgang fram yfir þær konur sem nú sjá fram á atvinnuleysi. Hvernig leysum við þetta?Og hvað gerum við ef konurnar fara ekki á vinnumarkaðinn? Hver á að framfleyta þessum fjölskyldum þá? Bæjarsjóður?Lokaorð og niðurstaða mínSem formaður félagsmálaráðs og varabæjarfulltrúi í Bæjarstjórn Akraness þá hef ég hugleitt þetta mál mjög vandlega. Til viðbótar þeim spurningum sem tæpt er á hér fyrir ofan þá vil ég koma eftirfarandi á framfæri. - Ég geri mjög alvarlegar athugasemdir við allan tilbúnað umhverfis þetta mál. Stjórnvöld hafa samband við okkur fyrir nokkrum vikum síðan og stilla okkur nánast upp við vegg. Við erum krafin svara um það hvort við ætlum að taka við flóttafólki – já eða nei. Settur er mjög þröngur tímafrestur og okkur tjáð að annaðhvort skuldbindum við okkur nú til að taka á móti báðum hópum eða ekki neinum. Ekki fylgja þessu neinar frekari upplýsingar varðandi það fólk sem um ræðir. Við fáum svo loks fréttir um það í fjölmiðlum. Ég hef ákveðnar grunsemdir um að stjórnvöld séu búin að hafa það á prjónunum í allnokkurn tíma að taka á móti flóttafólki frá Miðausturlöndum og lýsi furðu minni yfir þeim makalausa dónaskap sem Akranesi er sýndur sem sveitarfélagi að við séum ekki upplýst betur en raun ber vitni. Ég minni á að sveitarfélagið hefur sinn sjálfsákvörðunarrétt sem varinn er í stjórnarskrá lýðveldisins. Sú staðreynd að við þurfum að gefa samþykki fyrir móttöku flóttafólks er byggð á því að þegar það er hingað komið þá berum við ábyrgð á því sem sveitarfélag. Ekki bara fyrsta kastið, heldur allan þann tíma sem það býr hér í bæjarfélaginu. - Akranes hefur stækkað mjög hratt undanfarin misseri. Íbúum hefur fjölgað hraðar en dæmi eru um fyrr. Þetta er jákvætt en hefur í för með sér ákveðna vaxtarverki sem enn eru ekki komnir fram að fullu. Við höfum staðið í mikilli varnarbaráttu við að reka okkar velferðarkerfi og sinna lögbundinni þjónustu á félagsmálasviðinu. Sömuleiðis hefur staðan verið þröng á skólasviðinu, bæði varðandi grunnskóla og leikskóla. Við stöndum frammi fyrir gríðarlegu átaki í framkvæmdum á vegum bæjarins til að mæta þeirri þjónustuþörf sem kemur í kjölfar mikillar íbúafjölgunar. Það er mitt mat að við þurfum á öllu okkar að halda við að einbeita okkur að þessum verkefnum á næstu misserum ef vel á að takast til. - Ég sem sit í félagmálaráði bæjarins verð áþreifanlega var við það að félagsleg vandamál eru að aukast í bænum. Það kreppir hratt að í þjóðfélaginu, við höfum lent í skakkaföllum í atvinnulífinu sem enn sér ekki fyrir endann á. Miklir óvissutímar eru framundan hér á landi í efnahagsmálum, en allir sammála um að útlitið sé dökkt og forsætisráðherra meira að segja talið ástæðu til að brýna fyrir þegnum landsins að fara varlega og gæta aðhalds. Félagsmálaráð Akraness er nú í byrjun maí komið verulega fram úr fjárhagsáætlun varðandi aðstoð á þessu ári. Var gerð bókun um það til bæjarstjórnar á síðasta fundi nú á mánudag. Félagsmálastjóri tilkynnti þá ráðinu að beiðnum um fjárhagsaðstoð frá bænum væri að fjölga mjög hratt þessa dagana og hraðar en hún hefði áður séð gerast á svo skömmum tíma. Ljóst er að félagsmálaráð mun þurfa verulega aukafjármuni á þessu ári til að mæta þessari auknu þörf. Segja má að kreppan sé þegar farin að bíta á Akranesi. Bæjarfélagið hefur þó gott orð á sér, - að hér sé gott að búa. Félagsmálastjóri segir eftirtektarvert að einstæðar mæður sæki í að flytja til Akraness því hér sé hægt að fá leikskólapláss, umönnunargreiðslur og fleira. Augljóst er að álag á félagsmálasvið bæjarins er stöðugt að aukast. Hver verður mannaflaþörf þar í náinni framtíð? Er bæjarsjóður í stakk búinn til að ráða fleiri félagsráðgjafa til að sinna meðal annars auknum verkefnum vegna flóttamannahjálpar? - Það að bæjarfélagið taki að sér stóran hóp flóttamanna er meiriháttar pólitísk ákvörðun og alger stefnubreyting á félagslega sviðinu. Með þessu er sveitarfélagið hætt að einbeita sér að því að sinna lögbundnum velferðarskyldum sínum, en til viðbótar byrjað að bera ríkar skyldur og sinna alþjóðlegu hjálparstarfi innan marka bæjarfélagsins. Hér er á ferðinni grundvallarrmál sem er allt annars eðlis en spurning um hvort eigi nú að ráðast í hinar eða þessar bygginaframkvæmdir. Það hefur aldrei verið tekin nein pólitísk umræða um þetta innan sveitarfélagsins. Íbúar bæjarins sem eru skattgreiðendur, kjósendur og eigendur bæjarsjóðs - hafa aldrei verið spurðir þeirrar spurningar hvort þau vilji að þeirra fjármunum sé varið í svona verkefni? Enginn flokkur hafði móttöku flóttamanna á kjörtímabilinu á sinni stefnuskrá þegar gengið var til sveitarstjórnarkosninga vorið 2006. Þetta hefur aldrei verið rætt í málefnavinnu innan núverandi meirihluta. Ég tel að með því að taka ákvörðun um móttöku flóttamanna að íbúum bæjarins forspurðum þá séu kjörnir fulltrúar að koma í bakið á umbjóðendum sínum. Niðurstaða mín í þessu máli er eftirfarandi: Miðað við skamman aðdraganda, lítið svigrúm til undirbúnings, mikla óvissu í málinu og þær horfur sem nú eru í bæjarfélaginu þá tel ég alls ekki tímabært að Akranesbær fallist á að taka á móti flóttafólki að svo stöddu. Sem formaður félagsmálaráðs treysti ég mér ekki til að mæla með þessu. Akranesi, 7. maí 2008 Magnús Þór Hafsteinsson (sign.)Magnús Þór Hafsteinsson, 19.5.2008 kl. 11:21
Það er ömurleg afstaða hjá Magnúsi að vera ekki tilbúinn til að hjálpa þessu fólki. Það er frekar aumingjalegt af Akranesbæ og ber vott um hroðalega stjórnun á bænum ef þeir eru ekki í stakk búnir til að taka á móti þessum hóp!
IG (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 11:28
Þetta var skrýtin þula
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 19.5.2008 kl. 12:26
Hvað á klerkur annars við með því þegar hann birtir netpistil undir tiltinum "Þegar foringinn hefur veifað"? Er verið að spyrða mig við Adolf Hitler? Er hér viðhöfð sama aðferðarfræði og þegar þessi sami prestur Þjóðkirkjunnar skrifaði í bloggpistli í vor að Frjálslyndi flokkurinn væri rasistaflokkur og þá væntanega þær þúsundir sem kysu hann rasistar? Við þessu þurfa að fást svör, því mér sýnist að ég sem meðlimur í Þjóðkirkjunni þurfi að senda biskupi mínum bréf.
Magnús Þór Hafsteinsson, 19.5.2008 kl. 14:25
Það er ljóst að þrátt fyrir velskrifaða og vel rökstudda greinagerð, svo ég vitni í orð MÞH sjálfs, hefur umræðan farið út um víðan völl og endað nánast í drullupollinum. Menn skulu vanda sig þegar ætt er af stað með mál sem þetta í fjölmiðla og netheima, þ.e.a.s vilji menn vitræna og skynsama umræðu.
Ég spyr MÞH:
Hvers vegna er MÞH efins um það að fjármunir munu fylgja verkefninu? Gefur reynslan slíkt í skyn?
Hver er munur á flóttafólki sem kemur frá Suður Ameríku og því sem kemur frá Írak og þá er ég að tala um stöðu þess fólks og líðan ?
Hvers vegna var það öðruvísi mál að taka á móti fjölskyldufólki frá Júgóslavíu? Eru konur með börn ekki fjölskyldufólk??
Hvert er vandamálið MÞH? Greinagerð þín og bloggskrif hafa í engu svarað þeirri spurningu. Vandamál félagsmálanefndar verður ekki leyst með því að neita að taka á móti flóttafólki.
Legg til að MÞH fari yfir aðferðafræðina sína og skoði með gagnrýnsaugum eigin orð og gjörðir.
Katrín, 19.5.2008 kl. 14:28
Las einhver greinargerð Magnúsar hér fyrir ofan. Þar eru margar spurningar sem engin svör hafa komið við. Ekkert í hans málflutningi bendir til andstöðu við fólkið. Er það ekki starf hans sem formanns félagsmálaráðs að spyrja gagnrýnna spurninga, það er jú síðan á hans könnu að sjá um fólkið þegar það er komið. Auðvitað þarf að gera það samfélag sem við setjum 20 börn og konur inní í stakk búið að taka í móti því. Ekki ætlum við að setja þau í gettó og láta þau sjá um sig sjálf?? Ég endurtek eina spurningu Magnúsar sem mér finnst mjög mikilvæg "Hvað með íslenskukennslu og túlkaþjónustu? Höfum við mannskap og þekkingu meðal fólksins í bænum til að takast á við það? Eru einhver hér á Akranesi sem tala þau tungumál sem notuð eru í Miðausturlöndum? Starfar slíkt fólk á leikskólum og í grunnskólum bæjarins í dag? " Ég hef ekki séð nein svör við til dæmis þessari spurningu sem hlýtur að vera grundvallarspurning þegar flytja á 20 börn og konur inn í samfélagið. Pistill Baldurs er síðan með ólíkindum, síðan hvenær verða stjórnmálamenn að vera "stofuhæfir? Ef allir eru "stofuhæfir" breytist þá eitthvað í samfélaginu, eru þá ekki allir að tala eins með það eitt í huga að segja ekkert sem gæti fengið fólk til að hugsa.
Ólafur Ari Jónsson (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 14:58
Ætli Verður það nokkurn tíma tímabært að Akranes taki við flóttamönnum?
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.5.2008 kl. 15:00
Takið eftir. Magnús Þór hótar mönnum. Hann sýnir einnig af sér fávísi. Prestar hafa málfrelsi. Það gilda hins vegar önnur lögmál um það hvað prestar segja af stól. Þetta er texti minn frá 1/4 2007. Ritaður þegar Frjálsyndi flokkurinn innleiddi innflytjerndaumræðuna inn í íslenskt samfélag með frægri auglýsingu.
,,Við sitjum uppi með vandamál sem hrjáir margar aðrar þjóðir. Við höfum eignast stjórnmálaflokk sem reynir að gera út á ótta við innflytjendur. Við erum að eignast Racistaflokk. Það er svo sannarlega ástæða til að hafa áhyggjur af því en einhvern veginn slær það mig þannig að þessi Frjálslyndi flokkur hafi ekki erindi sem erfiði. Og ég vona svo sannarlega að aðrir flokkar lýsi því yfir að samstarf við hann komi ekki til greina – og bíð eftir því.
Þó að dæmin séu nýmörg þá tekur auglýsingin í Fréttablaðinu í dag af allan vafa að þessi frjálslyndi flokkur eins og hann kallar sig reynir að afla atkvæða með því að ala á ótta við hóp fólks, innflytjendur og auka þannig sundrungu og illvilja í samfélaginu. Eiginlega allir aðrir en þjóðernissinnaðir öfgaflokkar eru sammála um það að nálgast eigi mál er snúa að innflytjendum með allt öðrum hætti og alls ekki með þeim hætti að alið geti á andúð í garð þjóðfélagshópa í þessu tilfelli innflytjendum. það er einmitt málflutningur eins og þessi málflutningur Frjálslynda flokksins sem er fordæmdur af öllum helstu stjórnmálaöflum í Evrópu og öðrum helstu félagsöflum, verkalýðsfélögum og atvinnurekandum. þessi málflutningur sem við höfum orðiuð vitni að á sér helst skjól í öfgasinnuðum þjóðernishyggjuflokkum og aðrir starfa ekki með þeim og það er að fjara undan þessum flokkum í Evrópu og vonandi vatnar ekki undir Frjálslynda flokkinn hér, eftir þetta. þetta eru hábölvuð tíðindi."
Baldur Kristjánsson, 19.5.2008 kl. 15:02
Ég er ekki að hóta neinu en benda á að ég tel að það sé umkvörtunarefni hvernig þú tjáir þig um fólk verandi prestur í Þjóðkirkjunni. Hef alist upp við það að bera virðingu fyrir kirkjunni og því fólki sem starfar innan hennar. Af því leiðir að ég geri kröfur bæði til kirkjunnar og þess fólks sem er innan hennar vébanda. Að vera prestur er ekki eitthvað sem maður er bara þegar maður stendur í prédikunarstól. En þú hefur greinlega annan skilning á þessu en ég, og telur réttmætt að prestur í Þjóðkirkjunni dreifi níði og sora um samborgara sína, og reynir að vekja upp úlfúð í stjórnmálaflokkum sem hann hefur ekki afrekað að flækjast í á sínum ferli, á milli þess sem hann þylur blessunarorðin. Og svo svarar þú ekki spurningu minni um hvort þú sért að reyna að spyrða mig við Adolf Hitler?
Magnús Þór Hafsteinsson, 19.5.2008 kl. 15:11
Það er gott að gera kröfur til fólks en ennþá betra að gera kröfur til sjálfs síns
Katrín, 19.5.2008 kl. 15:26
"En þú hefur greinlega annan skilning á þessu en ég, og telur réttmætt að prestur í Þjóðkirkjunni dreifi níði og sora um samborgara sína, og reynir að vekja upp úlfúð í stjórnmálaflokkum sem hann hefur ekki afrekað að flækjast í á sínum ferli, á milli þess sem hann þylur blessunarorðin."
Magnús, hvar hefur Baldur nítt þig eð stjórnmálaflokk þinn? Hann hefur spurt spurninga, sem þú kýst að snúa upp í einhvert hýperdrama. Ertu kannski að reyna að beina sjónum að manni og frá málefni?
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:40
MÞH vill skrifa biskupsbréf. Biskupsbréf um "að prestur í Þjóðkirkjunni dreifi níði og sora um samborgara sína, og reynir að vekja upp úlfúð í stjórnmálaflokkum sem hann hefur ekki afrekað að flækjast í á sínum ferli, á milli þess sem hann þylur blessunarorðin. "- Einu sinni hvarf danskur prestur á stríðsárunum vegna orða sinna í ræðustól. Getur MÞH fordæmt slíkt? Landið var hernumið af Foringjanum.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 16:55
Magnús minn! Ég get fullvissað þig um það að foringinn hafði ekki neins konar meðvitaða skírskotun hjá mér. Það er líka talað um Jóns Sigurðsson sem foringja. Af hverju dettur þér í hug þetta með Hitler?
Carlos svarar vel fyrir mína hönd. Ég hef ekki verið með neinn óhróður um þinn flokk né neina aðra. Ég velti því upp hvort við værum að eignast rasistaflokk út af mjög umdeildri auglýsingu í lok mars 2007 og var ekki sá eini. Flestir þeir sem til máls tóku og voru ekki beinlínis í ykkar flokki sökuðu ykkur um rasiska undirtóna. Ég málaði þetta síður en svo sterkari litum en margir aðrir. Samt hefur þú verið að ráðast að mér með hótunum vegna embættis míns m.a. á blogg síðu sem þú hefur enga ástæðu til að ætla að ég rati inn á. það er mjög lítilmannlegt af þér - sérstaklega í ljósi þess hversu orðljótur og óvæginn maður þú ert. það munu margir mæla að þú ættir að ganga í skrokk á sjálfum þér og engum öðrum og reyna að verða að betri manni.
P.s. Vertu glaður yfir því að fá að rökræða á minni síðu og vertu kutrteis. Ég sé á öðrum bloggsíðum að þú sjálfur bannar athugasemdir sem ekki eru að þínu skpi. Bravó fyrir manninum.
Baldur Kristjánsson, 19.5.2008 kl. 17:58
Prestur í Þjóðkirkjunni sem stimplar meðborgara sína tielfnislaust sem kynþáttahatara setur vondan blett á kirkjuna. Ertu ekki á kaupi hjá Þjóðkirkjunni þegar þú ert að blogga?
Magnús Þór Hafsteinsson, 19.5.2008 kl. 18:38
Jú, þetta er alveg rétt hjá þér Baldur. Alveg hryllilegt að manninum skyldi detta í hug að gera þetta við þessar aðstæður.
Þarna er ókunnugt fólk að koma inní bæjarfélagið. Fólk sem þarf í fyrstu mildi og hlýju fyrst og femst. Hvað gerist ? Jú, maður nokkur fer af stað og sáir rugli og fávisku í jarðveginn ! Alveg bara hroðalegt. Hvernig munu td. lítt sjóaðir og undarlega þenkjandi unglingar taka þessari sáningu. Hvað sprettur upp.
Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leifist það... og gott betur !
Þetta er svo ljót framganga, að orð fá eigi lýst og að nokkur heilvita maður skuli taka undir þetta er beyond me.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.5.2008 kl. 19:11
Magnús! Þessar athugasemdir þínar og einnig athugasemdir þínar um mig á vefsíðu Óskars Helga frá Hrauni frá 23.09 07 bera fyrst og fremst lélegum lesskilningi merki og slæmri samvisku. Lesandinn athugi ,,stóryrði" í athugasemd mimnni nr. 9 hér að ofan. Að þú skulir fara inn á vefsíðu hjá Óskari Helga til að baktala mig er þér ekki til sérstaks sóma Þú ættir að róa þig niður. Þú ert varaformaður í stjórnmálaflokki. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 19.5.2008 kl. 19:34
Það er nú orðið ljótt ef að prestar mega ekki benda á það sem betur mætti fara í þjóðfélaginu okkar. Og ef þeir mega ekki blogga,- á vinnutíma eður ei !! Held ekki að þjóðkirkjan eigi þá svo gjörsamlega að þeir megi ekki hafa skoðun á samfélagsmálum. Reyndar finnst mér að prestar eigi að hafa skoðun á þeim og segja hana umbúðalaust,- Baldur min,- endilega bloggaðu meira,- helst í vinnutímanum,- amk til að benda á þá sem þurfa að sýna kristilegt fordæmi og siðgæði ;)
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 19.5.2008 kl. 19:46
Er sammála þér Magnús í þessu máli sem og 70% þjóðarinnar.En það er nú bara þannig að þetta fólk sem er að fetta fingur út í athugasemdir þínar og reina að gera þetta totryggilegt vill bara ekki ræða þetta.Það er svo auðvelt að spyrða alla sem kynþáttahatara þegar skoðunin hentar manni ekki.
Held nú að séra Baldur ætti bara að huga að mannréttindarbrotum þeim sem kirkjan sýnir minnihlutahópum eins og samkynhneigðum.
En það er ekki sama Jón og séra Jón.
Eyþór Hauksson, 19.5.2008 kl. 21:30
Ég tek undir með Baldri og minni þig á Magnús að þú ert varaformaður flokks sem boðar frjálslyndi og umburðarlyndi. Málfutningur þinn og orðfæri ber vott um hvorugt.
Katrín, 19.5.2008 kl. 21:40
Ég er í hópi þeirra Eyþór minn sem þoli ekki misrétti gagnvart samkynhneigðum. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 19.5.2008 kl. 22:20
Ég er varaformaður flokks sem séra Baldur hefur kallað rasistaflokk á opinberum vettvangi. Mér ber að bregðast við því. Og ég nenni ekki að standa í opinberum orðaskiptum við systur Kristins H. Gunnarssonar hér. Þau samskipti bíða betri tíma.
Magnús Þór Hafsteinsson, 19.5.2008 kl. 22:30
En sættir þig samt við þetta misrétti innan kirkjunar?Eða ertu að hugsa um að segja þig úr henni?
Þú vandar ekki Magnúsi kveðjurnar fyrir það að standa vörð um hagsmuni Akurnesinga sem formaður Félagsmálaráðs.
En hvar stendur þú vörð um hagsmuni samkynhneigðra innan kirkjunar?
Verð að segja það fyrir mig að ég tel Magnús hafa staðið sig vel í þessu máli.Hann var skipaður sem formaður Félagsmálaráðs Akranesskaupstaðar til að vinna að bættum hag þeirra sem eru í þörf eftir aðstoð.En ekki til að setja kerfið á hausinn.
Það þarf að vanda sig við svona mál vel og vinna heimavinnuna.Og eini maðurinn sem virðist gera sér grein fyrir því er Magnús Þór.
Eyþór Hauksson, 19.5.2008 kl. 22:42
Baldur haltu áfram þinni ofanígjöf við þessi haturstengdu viðhorf. Það er sannast að segja með ólíkindum að fólk skuli fara fram með þeim hætti sem nú virðist vera að gerast á Akranesi - - og undirskriftir gegn fólki sem er nokkuð örugglega á leiðinni á Skagann. Slíkur gjörningur er að mínu mati ekki bara siðlaus hann er ávísun á þær tegundir ofbeldis sem auðveldlega geta velt utan á sig og leitt til sannarlegra óhæfuverka.
Auvitað þarf að vanda móttöku og undirbúning flóttafólks - - og nálgast fólkið á grundvelli þeirra hremminga sem áður hafa á þeim dunið - - um leið og þeir sem eiga að ábygjast hagfellda aðlögun þeirra þurfa að hafa stuðning síns stjórnkerfis. En að efla fáfræðina og ýta undir hatursbullurnar er ekki neitt sem einstaklingar með ábyrgðarhlutverk í stjórnmálum eiga fá að stunda - - án þess að slegið sé á fingur þeirra - - - - - og sussað verulega . . . . "Svona gera menn einfaldlega ekki ... " ef þeir vilja vera í húsum hæfir . . .
Málfrelsi kirkjunnar manna . . . . . . er alveg ótvírætt . . . . og má ekki raska á meðan þeir halda sig í andófi gegn þeim sem fara með rudda á hendur blásaklausum sem ekki geta varið sig sjálfir. Taki prelátar hins vegar upp á sama ósið og Magnús þór - - eða efli hatur á konum og börnum frá fjarlægum hörmungum - - þá fórna þeir líklega sjálfir því að á þá verði hlustað . .
Benedikt Sigurðarson, 19.5.2008 kl. 22:45
Makalausar yfirlýsingar hjá Benedikt Sigurðarsyni....
Og þið eruð í Samfylkingu eruð flokkurinn sem gengur um vikurnar fyrir alþingiskosningar og þykist vera málsvarar "litla mannsins og fátæka fólksins" í þessu landi.
Ja, sveiattan - segi ég.
Magnús Þór Hafsteinsson, 19.5.2008 kl. 22:58
Bendi á athugasemd mína nr. 9 hér að ofan og menn geta metið út frá því gífuryrði Magnúsar í minn garð. Þakka svo þeim sem hafa skotið fyrir mig skildi gegn ofstopanum. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 19.5.2008 kl. 23:33
Þú bætir bara í. Er ég ekki svaraverð vegna þess að ég á bróðir? það er persóna ég sem er að tjá mig ekki bróðir minn og vinsamlegast blandaðu honum ekki í þessar umræður sem þú vilt reyndar ekki eiga við mig.
Varla ber ég ábyrgð á túlkun þinni á orðum Baldurs. Hins vegar finnst mér þú fara offari og algerlega hundsa nokkuð sem heitir almenn kurteisi gagnvart fólki sem ekki undanbragðalaust hrópar húrra fyrir þinni framgöngu. En við skulum endilega eiga opinberar samræður um skoðun þína og hvernig þú hefur kosið að framfylgja þeim. Við getu átt þær vonandi á vettvangi flokks okkar þar sem ég vona að mér leyfist að tala máli mínu.
Katrín, 19.5.2008 kl. 23:43
Hvad er allt að fara til fjandans??? Það er alveg magnad hvad fólk hefur farið hamförum herna á netinu gegn honum Magnúsi Þór. Það er alveg á hreinu frá minum bæjardyrum að á meðan þessi auma þjoð sem islendingar þvi miður virðast vera, að ekki sé hægt að hjalpa islendingum med mat föt og husaskjol, hvaða bév.... hræsni er það að ætlað farað flytja inn fólk sem jafnvel getur ekki unnið fyrir sér. Það skyldi vera okkar krafa að hugsað sé um islendinga FYRST!!!! Svo má kanski ath hvad hægt er að gera i frammhaldi af því. Íslenskir ráðamenn eru alltaf svo uppteknir af því að líta vel út fyrir umheiminum. Enn það er ekki nóg! þú þarft að líta vel út fyrir fólkinu sem stendur þér næst. það er folkið sem kom þessum mönnum á þann stall sem þeir standa svo gleiðir á. og það að segja að islendingar séu ekki umburðarlyndir er alger brandari, það lætur enginn önnur þjóð traðka eins mikið a sér annað eins umburðarlyndi þekkist liklega ekki. Þetta mál kemur upp á óheppilegum tima þar sem allt þjoðfelagið er a oðrum endanum. Og finnst mer viðbrögð Magnusar fyllilega eðlileg miðað við málavöxtu, þad eru aðrir enn Magnus sem ættu að hafa svarta samvisku, taka það til sin sem mega.
Áfram Magnús þú stendur þig vel!!! kv Mikki.
mikkjal agnar (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 23:44
Magnús segir að 30 fjölskyldur á Akranesi bíði eftir félagslegum úrræðum. Það er auðvitað til skammar en Magnús er jú formaður félagsmálaráðs Akurnesinga og ber ábyrgð á því. Hans er skömmin í því máli og það er ótengt þessu flóttamannamáli.
Flóttamenn koma til landsins í samræmi við skuldbindingar Íslendinga á alþjóðavettvangi. Enginn neyddi okkur til að takast á hendur þær skuldbindingar en við kusum að gera það og þeir sem gerðu það höfðu til þess lýðræðislegt umboð. Svo er það bara spurning hvort við ætlum að standa við skuldbindingar okkar á alþjóðavettvangi (mér rennir reyndar í grun að Magnús sé sá hentistefnumaður að hann t.d. vilji að við förum að áliti Mannréttindanefndar S.Þ. um kvótakerfið en förum ekki að skuldbindingum okkar um móttöku flóttafólks).
Ríkissjóður leggur fé með flóttafólkinu til að sjá um það fyrsta árið. Á því ári sér Rauði Krossinn um að aðlaga það og koma því fyrir í íslensku samfélagi. Magnús heldur því fram að þetta gangi illa en þetta hefur verið gert með þessum hætti um árabil, í fjölmörgum sveitarfélögum, sumum minni en Akranesi, og aldrei hafa komið upp nein vandamál. Flóttafólkið fer í vinnu, börn þess í skóla og allt þetta fólk hefur orðið að nýtum íslenskum þjóðfélagsþegnum.
Magnús lætur að því liggja að Akranes geti ekki tekið við fjölgun sem nemur 30 manns. Sé það rétt hlýtur Akraneskaupstaður að loka bænum og banna alla flutninga fólks inn fyrir bæjarmörkin, þ.e. leggja þær skyldur á hvern og einn sem þangað kemur að hann skuli fara þaðan aftur og ekki setjast að.
Það sem mér þykir einkennilegast í þessu máli er að sumir Skagamenn virðast taka undir það álit Magnúsar að Skagamenn séu slíkir smælingjar og þurfalingar að þeir geti ekki axlað samskonar ábyrgð og önnur minni sveitarfélög hafa axlað með sóma og glæsibrag. Það er snautlegur stimpill fyrir Akurnesinga að bera um langa framtíð.
Eitt tel ég sérlega ámælisvert í hegðun Magnúsar og hans skoðanabræðra í þessum nýja þjóðernishyggjuflokki. Þeir dansa á mörkum rasískrar hugmyndafræði, án þess að þora að segja það beint, og höfða þannig til lágkúrulegustu kennda mannskeppnunnar í von um atkvæði. Þeir virðast telja Íslendinga einhverskonar "æðri kynstofn" og leggja mikið upp úr allskonar vandamálum sem fylgi útlendingum. Þeir skeyta engu um skömm né heiður og heldur ekki um það þótt engin fótur sé fyrir málflutningi þeirra og "vandamálin" sem þeir tala um hafi ekki verið til og séu ekki til. Þegar einhver síðan andmælir þeim og bendir á samsvörun milli málflutnings þeirra nú og annarra kynþáttahyggjustjórnmálaflokka í samtíð og fortíð, þá verða þeir hörundsárir og telja lög vernda þá fyrir því að vera kallaðir rasistar og vera líkt við aðra slíka í mannkynssögunni. Þeir telja að lagi að espa fólk til haturs á fólki vegna kynþáttar, og fremja þannig lögbrot, en bera svo fyrir sig lög þegar einhver gagnrýnir það. Orðin "lítilmannlegar bleyður" kemur upp í hugann.
Félag Ungra Frjálslyndra hefur stutt Magnús í þessum málum. Það félag hefur einn sterkan foringja sem er einhverskonar einvaldur þar sem hann er foringi meðan honum sjálfum þóknast og hefur, samkvæmt lögum félagsins, heimild til að breyta lögum þess að eigin geðþótta. Hann hefur verið þekktur fyrir kynþáttahyggju í málflutningi sínum, bæði í ræðu og riti. Allt þetta á sér hliðstæðu frá stjórnmálasamtökum sem voru til úti í Evrópu á fyrri hluta síðustu aldar.
Er ekki kominn tími til þess að menn komi bara til dyranna eins og þeir eru klæddir og kannist við þá stimpla sem menn hafa sjálfir keppst við að setja á sig sjálfa.
AH (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 03:31
Ummælin hér á síðunni staðfesta að Samfylkingarliðar geti ekki rætt umrædd mál nema með því að missa sig í einhvern ofsa og úthrópanir um rasisma og gæla jafnvel við að líkja fólki við Adólf Hitlersem er því ekki sammála um gildi þess að flytja fjölda fólks frá Írak.
Sigurjón Þórðarson, 20.5.2008 kl. 09:42
Mætti hefja umræðuna á hærra plan?
Sú var tíðin að á Akranesi settust margar konur og menn að sem komu einkum frá Vestfjörðum og Norðurlandi, dugandi fólk og úrræðagott. Einhverra hluta vegna vildi það ekki setjast að í Reykjavík enda ríkti þar íhaldsemi mikil sem ekki var sérlega fyrir að sinna lítilmagnaranum enda oft kjósendur annarra stjórnmálaflokka. Þetta fólk tók þátt í að byggja upp þennan fagra og góða bæ sem upphaflega var hagstæður staður þar sem gott var að ýta bát úr vör enda stutt á fengsæl fiskimið. Svo komu breyttir tímar, Sementsverksmiðja og sitt hvað fleira. Bærinn og Akurnesingjar þar með hafa stöðugt verið að þróa gott bæjarfélag þar sem mannlífið hefur ætíð verið mjög gott.
Þegar nokkrar einstæðar erlendar konur með börn sín úr stríðshrjáðu landi er vísað í þetta góða og friðsama kærleikssamfélag, þá virðist allt ætla að ganga af göflunum. Og það einkum út af afstöðu eins manns! Auðvitað hefur hann fyllsta rétt að viðra sínar skoðanir og viðhorf. Til þess hefur hann rétt með hliðsjón af þeim borgarlegu réttindum sem stjórnarskráin kveður á um. En nú er hann í þeirri stöðu að það getur ekki samræmst fyllilega að segja sitt persónulega álit hreint og beint út þegar það í eðli sínu er mótað af andfélagslegum sjónarmiðum og maðurinn gegnir mikilvægu trúnaðarstarfi á vegum bæjarins.
Sennilega væri heppilegast að Magnús drægi sig út úr þessari hringiðu sem hann vakti upp og er greinilega í mikilli hættu að sogast og hverfa inn í. Það verður að öðrum kosti aldrei góður friður né gott traust sem er þó svo nauðsynlegt á að halda þegar þarf að taka á erfiðum viðfangsefnum.
Stríðsþjáð fólk hefur ekki alltaf haft mikinn rétt í sínu fyrra landi. Auðvitað ber okkur sem skynsömu, friðsömu og kristnu fólki að bjóða það velkomið að setjast hér að. Því er enda miklis virði að flóttafólkið fái tækifæri að aðlagast breyttum, nýjum og vonandi friðsamari aðstæðum. Börnin og mæður þeirra eiga alls góðs skilið.
Framganga þess sem valdið hefur þessu uppnámi er honum til mikils vansa. Ef hann dregur sig ekki í hlé frá mikilvægum trúnaðarstörfum á vegum Akranesbæjar, ættu bæjarbúar að finna sér án undandráttar annan betri starfsmann sem sinnir því starfi betur en sá sem sýnt hefur af sér mikið og óskiljanlegt kæruleysi.
Mosi (esja@heimsnet.is)
Guðjón Sigþór Jensson, 20.5.2008 kl. 11:44
Mér finnst hart að horfa upp á prest kalla stjórnmála flokk rasista og nánast þúsundir manna sem kusu flokkinn. Þetta er m.a sóknarbörn Baldurs.
Ég held að þú ættir að hugsa þinn gang Baldur, ég hef aldrei verið nær því að segja mig úr þjóðkirkjunni og eftir að hafa lesið bloggið þitt.
Ættir að skammast þín!
(Kristinn kjósandi Frjálslynda flokksins)
Björn Einar (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 12:43
Björn Einar minn: Lestu athugasemd mína nr. 9 og sjáðu hvað ég sagði. Trúðu svo ekki hverju sem er. Farnist þér vel vinur minn. kv. B
Baldur Kristjánsson, 20.5.2008 kl. 13:00
Sigurjón! Ég skil ekkert í manni einsog þér sem fluttir oft ágætar tölur á Alþingi um rétt lítilmagnans að sökkvar þér ofaní þessu vitleysu með Viðari Guðjohnsemn og Magnúsi Þór. þú ferð alveg með mannorð þitt á þessu. kv B
Baldur Kristjánsson, 20.5.2008 kl. 13:05
Palestínskir flóttamenn eru a.m.k. 4 milljónir í dag. Á Skagann með þá.
Theódór Norðkvist, 20.5.2008 kl. 14:56
Auðvelt að kalla alla sem ekki fylgja "réttri" stefnu rasista. Auðvelt að stökkva upp, taka fyrir nefið og tala um kynþáttahatur, rasisma og mannfyrirlitningu með vandlætingu í röddinni og sorg í augum. Auðveldara en að taka málefnalega umræðu. Greinargerð Magnúsar er nákvæmlega það sem maður í hans stöðu (var) átti að gera. Gagnrýna og spyrja spurninga. Baldur: Það getur verið að þú styðjir mannréttindi samkynhneigðra, en þú ert samt fulltrúi stofnunar sem gerir það ekki. Ef það lyktar eins og hundaskítur og lítur út eins og hundaskítur þá er það sennilega hundaskítur, ekki satt??
Taxi Driver, 20.5.2008 kl. 19:59
Hver kallar þá ,,rasista"? það eru vissulega oft rasískir tónar í umræðunni en mennirnir sjálfir eru ekki endilega rasistar. Magnús vann samfélagi sínu lítt bætanlegan skaða. Á þessu sviði verða forystumenn í stjórnmálum (en það var hann) að gæta sín því að málflutningur þeirra getur bitnað á þeim sem síst skyldi.
þetta síðasta hjá þér er hvorki sanngjarnt eða yfirvegað. Finnst þér það sjálfum? kv. B
Baldur Kristjánsson, 20.5.2008 kl. 20:24
Seinasta stríðið hefur ekki verið háð!!! viljiði ekki bara flytja þetta folk inn í gámavís???? ÁSTANDIÐ I HEIMINUM verður ekki leyst med þvi að flytja inn hræður her og hræðu þar, Það fer að koma að því að hinar vestrænu FRIÐELSKANDI þjoðir þurfi ad nota þessa sameinuðu heri sina og koma áfriði herna i heiminum, hversu lengi ætlum við að liða það að heilu löndunum verði stjornað af örfáum glæpamönnum og herflokkum þeirra??? þetta lysir bara hræsninni i heiminum i dag!!! folk að þykjast vera gera eitthvað gagn med að "bjarga" nokkrum hræðum af milljonum. mikið nær væri að kaupa sprengjur til að losa okkur við brjalæðingana, það ma lima fallegan borða á þær med kvedju frá Akranesi og henda þeim svo a þessa vitleysinga.
mikki (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 20:53
Vissulega hefur þú ekki kallað neinn rasista, amk ekki þar sem ég hef lesið, en... Merkingin er hin sama þrátt fyrir allt. Sama segi ég um það að þú hafi ekki "meðvitað" skírskotað til Hitlers í pistlinum þínum. Jamm, þú sagðir það aldrei berum orðum en það þarf ekki mikla þekkingu á evrópusögu 20. aldar til að skilja hvað "Það eru alltaf einhverjir sem ganga of langt þegar foringinn hefur veifað" þýðir á mannamáli. Óskandi væri samt að þú hefðir kjark til að beita þér af þessu afli í mannréttindabaráttu samkynhneigðra innan kirkjunar. Ekki það, þeir eru fáir klerkarnir sem telja það hollt fyrir starfsframa sinn að tala máli þeirra opinberlega.
Allt sem Magnús gerði var að leggja fram greinargerð með skoðunum sínum á þessu flóttamannamáli á Akranesi. Andstæðingar hans sáu sér leik á borði til að ganga milli bols og höfuðs á honum fyrir það og töldu sig hafa til þess móralskan stuðning bæjarbúa á Akranesi og um allt land. Og upp risu siðferðispostular sem grenja úlfur, úlfur (þó svo þeir kalli kannski refur, refur), dæmdu Magnús sem rasista sem og kjósendur Frjálslyndra um allt land. Er það yfirvegað eða sanngjarnt?? Af hverju má aldrei, í hvaða formi sem er, gera athugasemdir við innflytjendamál eða útlendingamál á Íslandi?? Hvað um afbrot innflytjenda á Íslandi? Síðast þegar ég gáði voru einhver 15% fanga á Íslandi útlendingar, þar af ein 10% lithár. Ætti þetta eitt ekki að segja okkur eitthvað?? Nauðganir, árásir á lögreglumenn, húsbrot, kúganir, líkamsárásir, nú síðast um helgina, allt tengt pólverjum og litháum. Í þessari viku vísaði Hæstiréttur úr landi eftirlýstum morðingja frá Póllandi. Við ættum etv bara að gefa hann uppá skaga í staðinn?? Svona af mannúðarástæðum??
Taxi Driver, 20.5.2008 kl. 21:21
Þegar kemur að föngum á Íslandi verður að skilja á milli fólks sem er búsett á Íslandi og feðamanna eða þeirra sem ferðast um heiminn í afbrotum. En allt í lagi: pistill þinn stendur fyrir sínu. En þú ert á eftir röngum ref ef þú ásakar mig um linkind í réttindabaráttumálum homma. Þú ættir að ná þér í grein mína í tímaritinu Herðubreið um homma og kirkju fyrr á þessum vetri. 1. tlbl. kv. B
Baldur Kristjánsson, 20.5.2008 kl. 21:54
Ef einhver hefur hegðað sér eins og Hitler í þessu máli er það ríkisstjórnin.
Theódór Norðkvist, 20.5.2008 kl. 23:03
Mikil ósköp geta sumir verið ómálefnalegir. Til að ná einhverjum árangri þarf að búa hugsanir sínar í þann búning að stuði ekki nokkurn að nokkru nemi. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Þetta eru viðkvæm mál og margir hafa tjáð sig, sumir á þann hátt að er ekki þeim til sæmdar, því miður verður að segja.
En lengi má vont bæta.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 21.5.2008 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.