Klisjur sem sökkva inn!
20.5.2008 | 09:10
Ein af þeim klisjum sem útlendingafælnir menn klifa á er að allt sé að fara fjandans til í útlöndum vegna útlendinga. Þetta er rangt. Noregur og Svíþjóð svo ég haldi mig við þau hafa á undanförnum áratug tekið á mótí gríðarlegum fjölda flóttamanna auk allra þeirra sem komið hafa vegna vinnu og fjölskyldusameiningar. Þessi þjóðfélög loga ekki stafna á milli eins og oft er látið liggja að hér. Þau eru félagslega og efnahagslega sterk fjölbreytt og áhugaverð. Lífið þar gengur vel fyrir sig. Á vegum stjórnvalda er unnið gríðarlega mikið starf til þess að auðvelda fólki þátttöku í hinu nýja samfélagi. Bæði Noregur og Svíþjóð taka mjög alvarlega ábendingum Evrópuráðsins (ECRI). Reyna skipulega að taka þær inn. Takmark stjórnvalda í þessum ríkjum er það sama og Evrópuráðsins: Þjóðfélag án mismununar. Í báðum þessum ríkjum eru stjórnmálasamtök sem reyna að gera út á útlendingaandúð Demókratarnir í Svíþjóð og Framfaraflokkurinn í Noregi sem fékk 22% atkvæða í síðustu kosningum. Hvorugur flokkurinn er af öðrum flokkum talinn stjórntækur.
Dregið hefur úr fjölda flóttamanna sem hlotið hafa landvistarleyfi á undanförnum tveimur árum. Það má segja að þjóðirnar séu að pústa eftir að hafa staðið sig mjög vel undanfarinn áratug. Forystumenn þessara þjóða vilja þó áfram standa sína plikt í alþjóðasamfélaginu.
Mér finnst að blaðamenn mættu gera meira af því að tala við málsmetandi menn ytra um þessi mál. Þessar klisjur sem ég minntist á í upphafi sökkva of mikið inn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Einhvern veginn fæ ég á tilfinninguna að þú búir á Íslandi.
Magnús (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 09:56
Þetta er einmitt kjarni málsins. Til að það gangi upp að blanda saman ólíkum menningarheimum, þarf að gera það rétt.
Ég skora á þig að skoða Bristol á Englandi, og kynna þér nútíma ghettovæðingu.
Persónulega er mér alveg sama hvaðan fólk kemur og hvernig það er á litinn. Það þarf bara að gera þetta rétt.
Taktu 100 Íslendinga, og plantaðu þeim niður Damaskus, settu þá af stað í að vera Íslendingar á Sýrlandi, karlarnir fullir og hávaðasamir, kerlingarnar hálfberar dansandi upp á borðum, hámandi í sig beikon.............Vittu hvað gerist. Pólitísk "rétthugsun" er heimskulegt hugtak.
Nú vil ég ítreka að mér er skítsama hvaðn fólk kemur, hvernig það er á litinn og hvort það hneigir sig í austur eða vestur......það þarf að gera þetta rétt.
Björninn og greiðinn manstu......... FRIÐUR.(með öllum)
Haraldur Davíðsson, 20.5.2008 kl. 10:02
Ef thad er rétt ad 22% hafi kosid Framfaraflokkinn í Noregi maetti thad nú verda víti til varnadar. Ég trúi thessu nú taeplega. Hins vegar thekki ég vel til í Svíthjód og veit ad í sídustu skodanakönnun fengu Sverigedemokraterna 4% sem jafngildir thví ad flokkurinn fái thingsaeti. Og er thetta í fyrsta sinn sem fylgi theirra naegir til thess. Hinir gömlu og grónu stjórnarflokkur vita ekki hvernig á ad bregdast vid thar ed Sverigedemokraterna gaetu haft afgerandi thátt um stjórnarmyndun. 4% kjósenda myndu ad mínu viti vera ca 250 -300 thúsund ad höfdatölu.
Kassandra (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 10:05
Baldur þú ættir ef til vill að byrja að skoða þessi máli í Malmö en þar er helmingur barna í skólum nýbúar.
Sigurjón Þórðarson, 20.5.2008 kl. 10:15
Sammála Magnúsi 1 þú hlítur að hafað búið á Íslandi alla tíð, það er nefnilega svo að hatrinu er skipulega haldið niðri í Svíðjóð og þar eru sko ghetto, tökum til dæmis Rosengård í Malmö og Rynkeby í Stokkhólmi þar eru saman kominn vandamál innflitjendastefnunar í Svíþjóð en málið er að fólki er haldið niðri með félagslegri aðstoð og Svíar vilja ekki búa á þessum stöðum og að halda því fram að innflitjandastefna Svíja sé góð er rangt. Einnig má nefna að á sínum tíma, 97 minnir mig, voru sett lög í Svíðjóð um rasistma en þeim tókst nú ekki betur en svo að lögin giltu bara í aðra áttina þannig að ef innfæddur Svíji sagði stigðarorð um innflitjanda var það rasistahegðun en innflitjandi gat sagt hvað sem er um Svíjana og komist upp með það.
Magnús M (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 10:43
Sæll Sigurjón! Hef einmitt gert það. Ég hef í umboði Evrópuráðsins rætt við marga tugi manna þar og verið þar. Þar er Sigurjón verið að vinna að mörgum spennandi verkefnum á vegum borgarinnar, ríkisins og einnig samtaka minnihlutahópa. Þakka þér fyrir að spyrja mig að þessu. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 20.5.2008 kl. 10:49
"Mér finnst að blaðamenn mættu gera meira af því að tala við málsmetandi menn ytra um þessi mál. Þessar klisjur sem ég minntist á í upphafi sökkva of mikið inn."
Já, nákvæmlega. Blöðin td á Íslandi eru oft að kópí peista eitthvað bull sem þeir sjá í erlendum blöðum án nokkrura skoðunnar eða aftékkunnar. Útlendingar þetta og múslimar hitt o.s.frv.
Svo stökkva sumir á það og sjúga inní sig og smátt og smátt fara þeir að trúa því að allt sé voða í td Svíþjóð ... sem mun koma flestum svíum mjög á óvart, því þeir hafa ekkert frétt af því. Eðilega, enda er allt í himnalagi í Svíaríki.
Fólk áttar sig ekkert á, að það er svo mikið rugl í gangi sem skrifað er um þessi mál. Heilu haturssíðunum úthaldið erlendis. Fólk sem virðist bara sérhæfa sig í að finna eitthvað neikvætt um erlenda eða sérstaklega þá muslima.
Fólk virðist ekki skilja að það er hægt að búa til hvaða flokk eða hóp sem er, fókusa aðeins á hið neikvæða. Minnast ALDREI á neitt jákvætt... og finna út að viðkomandi hópur sé stórvandamál.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.5.2008 kl. 11:04
Ómar, hvað með okkur sem höfum búið árum saman erlendis og ekki þurft að lesa neina fjölmiðla til að átta okkur á því sem er beint fyrir framan nefið á okkur?
Það er vissulega rétt að hér er mikil "copy / paste " fréttamennska, en þú ert að einblína á sama punkt og þeir sem sækja sína vitneskju eingöngu úr fjölmiðlum.
Ghettovæðing í borgum Evrópu allri er einfaldlega staðreynd. Sumstaðar er það svo, að það er komin önnur kynslóð innflytjenda sem tala ekki málið, m.ö.o börnin eru ekki að sækja þarlenda skóla.
Þú sérð hvað það þýðir, það þýðir landamæri innan landamæra.
Ég hef ekkert á móti fjölmenningarsamfélagi, og ég er sannfærður um að það getur ekki bara gengið vel, heldur er það æskilegt af mörgum ástæðum.
En......
Það verður að gera þetta rétt. Að láta tilfinningasemi og pólitíska rétthugsun ( fáránlegt hugtak ) ráða för væri ALGJÖRT GLAPRÆÐI.
Staðreyndin er nefnilega sú að það helst alltaf í hendur að innflytjendaghettóin eru fátækustu svæðin, með lélegustu löggæsluna, fæstu heilsugæslurnar, lélegasta húsnæðið og allar aðstæður mun verri en annarsstaðar.
Og það er ekki innflytjendunum að kenna. Bjarnargeriði er enginn greiði!
ÞAÐ ÞARF AÐ GERA ÞETTA RÉTT! FRIÐUR (fyrir alla).
Haraldur Davíðsson, 20.5.2008 kl. 11:41
Haraldur Davíðssonreit; "Ég skora á þig að skoða Bristól á Englandi, og kynna þér nútíma ghettovæðingu."
Það vill þannig til að ég bý 8 km. frá Bristól og sæki þangað vinnu. Bristól borg á sér langa sögu af samskiptum blandaðra kynþátta allt frá því að borgin var miðstöð þrælasölu á 15 0g 16 öld (Þar mátti m.a. finna íslensk börn rænt hafði verið frá Íslandi) og fram á miðbik síðustu aldar þegar fjöldi fólks frá Karabíueyjum fluttist þangað. Múslímar frá Afríku og miðausturlöndum, Síkar frá Indlandi og Asíubúar byggja borgina ásamt hvítum Bretum auðvitað án teljandi vandamála. Glæpatíðni er þar ekki hærri en t.d. í Manchester og félagsleg vandmál vel undir meðallagi miðað við allt Bretland. Nýleg uppbygging á hafnasvæðinu og endurnýjun gamalla borgarhluta hefur hvergi heppnast betur og fór fram í fullri sátt við borgarbúa. Þessi Ghetto væðing sem þú talar um í borginni er því einhver misskilningur.
Svanur Gísli Þorkelsson, 20.5.2008 kl. 12:35
Ómar Bjarki hittir naglann á höfuðið og Svanur Gísli er með ómetanlegar upplýsingar.
Ég segi það enn og aftur. þessar þjóðir t.d. Bretar og Svíar hafa verið að ganga í gegnum mikil breytingarskeið eftir að fólk fór að flytja þangað í stað þess að flytja þaðan (nýlendutímabilið). Fólk heldur saman frá sömu þjóð. það er eðlilegt. Fólk heldur í sína siði og sína trú. það er eðlilegt. Fólk tekur smátt og smátt upp siði nýja landsins. það er eðlilegt. Svokölluð vandamál skjóta upp kollinum. það er eðlilegt. Ég hygg að ,,vandamálin" hafi í raun veru miklu meiri þegar bara var svínað á ,,innlendri" lágstétt.
Það sem óeðlilegt í þessu er útlendingafóbían og óumburðarlyndið sem við verðum vitni að hérlendis. Ábyrgð fullorðinna manna sem kynda þar undir er gríðarleg. Svo þurfum við greinlega að kenna betur mannréttindi í skólum. kv. B
Baldur Kristjánsson, 20.5.2008 kl. 12:54
Svanur ekki veit ég í hvaða hverfi þú sækir vinnu í Bristol, en þú hefur greinilega ekki skoðað hverfin St. Pauls og Montpellier. Eða gengið götur "Frontline" hverfisins eins og það er kallað.
Hvað varðar glæpa tíðni, þá get ég lofað þér því að þú sérð hvergi óeirðalögreglu með stöðuga viðveru nema í þessum hverfum, og það er gaman að rökstuðningi þínum, því Manchester og Birmingham eru með hæstu tíðni glæpa á Englandi.
Hvað varðar félagslegu vandamálin þá ítreka ég að þessi hverfi spegla sjálf sig ekki Bristol, og vísa þar í það sem ég sagði fyrr, um aðstæður í þessum hverfum.
Það má svo bæta því við að Heróínneysla og crackneysla hefur stóraukist undanfarin ár, með tilheyrandi fylgifiskum. Taktu þér bíltúr til Yate t.d og sjáðu hvað er að gerast þar í 40.000 manna bæ.
Ég held Svanur, að þú þurfir að líta aðeins upp, á ferðum þínum til Bristol.
Haraldur Davíðsson, 20.5.2008 kl. 14:15
Alveg er þetta hroðaleg meðferð á sannleikanum hjá þér Baldur. Greinilegt að þú hefur þína þekkingu á þessum málum í Svíþjóð eins og þú sagðir "í umboði Evrópuráðsins rætt við marga tugi manna þar og verið þar".öl Hverfið Rosengård í Malmö er skólabókardæmi um hvernig svíum hefur nánast misheppnast 100% í innflytjendamálum sínum. Þeir eru teljandi á annari hendi íbúar þess hverfis sem ekki eru upprunnir í öðru landi, innfæddir svíar reyna ma að forðast það að þurfa að keyra í gegnum hverfið, hvort sem er á nóttu eða degi. Það er varla hægt að segja að þar sé töluð sænska yfirhöfuð. Glæpatíðnin er hrikaleg, risastór hluti íbúanna er á sósíalnum, þe á félagslegum bótum, vegna þess að þeir hvorki fá vinnu né bera sig eftir henni. Sama er uppá tengingnum í öðrum borgum Svíþjóðar, Stockholm og Göteborg. Rinkeby er "útlenskt" hverfi sem á við sömu vandamál að stríða og Rosengård, atvinnuleysi, félagslega einangrun, gríðarleg félagsleg vandamál, háa glæpatíðni, unglingagengi og svona má lengi lengi telja.
Svíum misheppnaðist fyrir langa löngu að taka á sínum innflytjendamálum. Fyrst og fremst vegna þess að í gleði sinni yfir að geta rétt hjálparhönd hleyptu þeir hverjum sem var inní landið, nánast í ótakmörkuðum straumi sem ekki var reynt að hemja að neinu viti fyrr en við lok síðasta áratugar. Þar er sama uppá teningnum og hér á landi, ef einhver vogar sér að ætla að ræða þessi mál með öðrum formerkjum en þykir "rétt" er sá sami úthrópaður rasisti, útlendingahatar og fleira fallegt. Sjáið bara hvað gerðist á Akranesi. Ég fullyrði að þeir skagamenn, Gísli og Karen þar fremst í flokki eiga eftir að naga sig innað beini á handarbökunum áður en kjörtímabilið er úti. En eú hafa þeir frændur okkar, svíar, vaknað upp við að félagslegur vandi innflytjenda er algerlega óyfirstíganlegur, einangrun þeirra í þjóðfélaginu er fullkomin og alltof seint að reyna að snúa þróuninni við. Ég hef búið í Svíþjóð (ma í Malmö og rétt fyrir utan Malmö) og elska land og þjóð, en félagsleg vandamál þar eru svo risavaxin, glæpatíðnin svo há (fyrir ekki stærra land), að ég tók mig upp og flutti aftur heim til Íslands. Auðvitað eru þessi vandamál ekki öll tilkomin vegna innflytjenda, enginn heldur því einu sinni fram. Sænski svíar fremja enn glæpi og eiga við félagsleg vandamál að stríða.
Ég skora á þig að kynna þér þessi mál betur, 6 mánuðir í Malmö væri flott hugmynd.
Taxi Driver, 20.5.2008 kl. 16:05
Það er rétt hjá þér leigubílstjóri að mikið af útlendingum hefur safnast saman í Mámey og það er margt sem þarf að gera þar t.d. að minnka atvinnuleysi meðal innflytjenda og draga úr húsnæðismisrétti. Ég get fullvissað þig um að bæjaryfirvöld vinna vel í þessum málum og yfir höfuð eru Svíar til fyrirmyndar í ,,aðlögunarmálum". Meira um það síðar. Þó þú hafir sitthvað til þíns máls málar þú skrattann á vegginn og yfirfærsla þín á Skagann er gjörsamlega út í hött. kv. B
Baldur Kristjánsson, 20.5.2008 kl. 16:17
Ég get hins vegar fullvissað þig um að borgaryfirvöld í Malmö eru ráðþrota gegn þessum vanda og aðgerðalaus. Yfirfærslan á Skagan var meira svona ábending um hvað gerist þegar einhver gengur gegn hinni "réttu" stefnu eins og formaður félagsmálaráðs þar gerði. Hann var úthrópaður rasisti (þó með öðru orðavali) og bæjarstjórnarmeirihlutanum slátrað. Ég þekki ekki til á skaganum en get þó ímyndað mér að þar eins og annarsstaðar á landinu séu íslendingar sem bíða eftir félagslegri aðstoð, húsnæði, leikskólaplássi og fleiru. Snjallt væri nú ef þessi vandamál yrðu leyst áður en bætt verður á, hætt er við að flóttmennirnir verði látnir ganga fyrir þegar þeir koma.
Yfirvöld í Svíþjóð hafa ekki staðið sig "frábærlega", nema þá í þeim fjölda flóttamanna sem þeir hafa tekið á móti, og landið er síður en svo félagslega sterkt. Hrikalegur fjöldi þjóðarinnar þiggur bætur úr hendi hins opinbera, jafnvel alla ævi. Upp eru komnar önnur og jafnvel þriðja kynslóð innflytjenda sem hafa aldrei unnið vinnudag á sænskum vinnumarkaði, pabbi var á sósíalnum og jafnvel afi líka. Hvers vegna ætti ég að vinna?? Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að sitja 6 vikna námskeið í sænsku fyrir innflytjendur í Karlstad árið 1994. Ég var eini vestur-evrópu búinn á því námskeiði. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem voru þar með mér voru frá balkanskaga, íran og írak. Einn og einn eþíópíubúi. Flest sóttu þau námskeiðið vegna þess að þau þurftu þess til að fá bæturnar, ekki vegna áhuga á sænskri tungu eða löngun til að komast útá vinnumarkaðinn. Eftir námskeiðið voru þau jafn ótalandi á sænsku og fyrir það. Enginn fylgdist með því að námskeiðið gerði þeim gagn eða að þau tækju virkan þátt í því. Stimpill á blað, hej då!!
Taxi Driver, 20.5.2008 kl. 16:47
Sæll taxi! Þú dregur skelfilega einhliða ályktun af reynslu þinni. Þú dæmir fólk
svolítið....þau voru bara þarna til að fá bæturnar.....o.s.frv. Magnús á fáar eða engar málsbætur...lestu færslu Ómars Ragnarssonar. þú færð færslu um Svía á morgun. kv. B
Baldur Kristjánsson, 20.5.2008 kl. 17:03
Sæll Baldur,
Þú virðist vera mjög sannfærður um málstað þinn. Ég spyr þá er ekki kominn tími til að brjóta "tabooið" sem einkennir þessar umræður og afnema lög sem hefta tjáningarfrelsi á Íslandi?
Menn sem eru trúir sínum málstað þurfa varla skoðanakúganir og lagasetningar til að verja réttmæti málstaðar síns?
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 18:02
Oftast er góð klisja of sjaldan kveðin.
Ég hef nú ekki enn gefið mér tíma til að lesa skýrslu Evrópuráðsins (ECRI). En ég hef þó áhyggjur af eftirfarandi hvað varðar aðlögun múslima og virðingu þeirra fyrir kvenréttindum:
Hvað varðar eftirfarandi atriði virðast múslimir standa sig vel:
Þú stendur í ströngu Baldur, að þurfa að svara öllum þessu "sem sekkur inn".
Sigurður Rósant, 20.5.2008 kl. 19:01
Johnny: Ég veit ekki um aðrar hömlur á tjáningarfrelsi en þær að eftirá má lögsækja menn fyrir að úthúða öðrum sérstaklega ef ráðist er á menn eða hópa vegna uppruna, litarháttar og annars slíks. Siðaðar þjóðir draga þarna mörkin við málflutning sem er líklegur til að framkalla ofbeldi. Annars sést afstaða mín til tjáninhgafrelsis í því að ég hef opið hér fyrir öll komment en loka ekki fyrir óþægilegar athugasemdir eins og sumir mektarmenn.
Sigurður: Ég sé ekkert að því að konur sem það vilja kæðist síðum kjólum eða hálsklútum við embættisstörf. Hvað sérð þú að því góðurinn?
Ég hef ekki við höndina tölur um umskurð ungra múslimskra stúlkna í heiminum en í Skandinavíu hefur þeim fækkað. Samvinna lögregluyfirvalda og múslimskra samtaka hefur þar borið árangur t.d. að koma í veg fyrir að farið sé með ungar Norskar stúlkur til Sómalíu til umskurðar.
Heiðursmorðum hefur fækkað. Nokkur ákaflega sorgleg dæmi frá undanförnum misserum en þarna hefur samvinna lögregu, félagsmálayfirvalda og samtaka múslima borið árangur.
Gettói. Fólk frá sama landi hefur tilhneigingu til að búa nálægt hvert öðru en aðalvandinn liggur í öðru. Fyrir það fyrsta er að flestir innflytjenda eru lágtekjufólk og leitar því í sömu ódýru hverfin. ,,Innfæddir" hafa þá tilhneigingu til að leita í burtu. Í öðru lagi er ,,sjáanlegum" útlendingum mismunað þ.e. fólk í ,,betri" hverfum vill ekki selja þeim eða leigja. Þá virðist litlu breyta þó að menn séu fæddir í ,,nýja" landinu, tali málið og hafi menntað sig vel. Gettóvæðingin er því flókið mál. Engum einum að kenna. Stjórnvöld leitast við að brjóta þetta upp með ýmsum ráðum t.d. með hönnun, borga og hverfa en einnig með því að gera þða ólöglegt að mismuna fólki eftir uppruna eða litarhætti eða trú.
varðandi Ghettó væðingu ber að hafa það í huga að fyrrum bjuggu fátækir í sér hverfum.
Þú sérð að þetta er margslungið mál Sigurður. En kjarni málsins er sá að við búum í fjölmenningarsamfélögum og komumst ekkert frá því hvort sem okkur líkar betur(mér) eða ver(þér). Þeir sem eyða lífi sínu í niðurrif eða múður verða hins vegar ekki til nokkurs gagns aðeins ógagns. Þeir verða hluti af vandanum.
þakka fyrir spurningarnar.
Baldur Kristjánsson, 20.5.2008 kl. 19:44
En nú er vitað mál að jafnaðarmenn beita oft ofbeldi líka. Sá áróður að allir séu jafnir getur skapað ofsareiði hjá þeim sem aðhyllast þessa stefnu og hefur oft valdið árásum að þeirra hálfu. Eins er auðvitað farið með þjóðernishyggju og allar aðrar stefnur og málflutning. Ofbeldismenn finnast allsstaðar.
Ef menn ráðast með orðum á aðra vegna uppruna, litarháttar og annars slíks tel ég andstæðinga þeirrar stefnu einfaldlega þurfa að svara fyrir það. Það er mjög hættulegt að leiða í lög hömlur á tjáningarfrelsi sama undir hvaða yfirskini það er gert þar sem það hefur allsstaðar kallað yfir kúgun á mönnum með ólíkar stjórnmálaskoðanir. Ef þú átt við ofbeldi sjálft sem slíkt er ég auðvitað sammála að það á að vera ólöglegt en sitt sýnist hverjum hvað flokkast sem hvatning til ofbeldis.
Lög margra þjóða í þessum efnum ganga langt út fyrir heilbrigða skynsemi eins og t.d. Þýskalands þar sem 10 stofnanir á vegum lögreglu stjórnarskráarinnar fara yfir allt sem menn segja. Þar í landi er bannað að sýna viss merki, bannað að gefa vissar kveðjur, bannað að hlusta á vissa tónlist, bannað að lesa vissar bækur og ýmislegt fleira og allt þetta er gert undir því yfirskini að koma í veg fyrir að menn sem muni kúga skoðanir annara komist til valda!
Það voru yfir 17.000 dómar þar sem féllu í fyrra vegna einhverra manna sem nýttu sér tjáningarfrelsi sitt of óheflað að mati Þýskra stjórnvalda. Ég hef heyrt að þetta kosti Þýskaland 2 milljarða evra á ári hverju að passa skoðanir fólks.
Bandaríkin er eina landið í heiminum þar sem á engan hátt er hægt að lögsækja menn fyrir skoðanir sínar og ég tel að við ættum að fylgja því fordæmi.
Það er mín persónulega skoðun að ef mönnum er bannað að tjá sig þá fremji þeir ofbeldisverk því þeir hafa enga aðra leið til að koma skoðunum sínum á framfæri. En annars er gott hjá þér að hafa opnar athugasemdir hér og svara fólki. Ég tek ofan fyrir því framtaki.
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 20:15
Ég sé enga ástæðu til andsvars við þessu. Opið athugasemdakerfi hefur þann kost að þar fá skoðanir að viðra sig. kv. B
Baldur Kristjánsson, 20.5.2008 kl. 20:28
Baldur - "Sigurður: Ég sé ekkert að því að konur sem það vilja kæðist síðum kjólum eða hálsklútum við embættisstörf. Hvað sérð þú að því góðurinn?"
Múslímskar konur segja sumar að þeim finnist þær loks "vera orðnar þær sjálfar" þegar þær klæðast á þennan hátt. Aðrar viðurkenna að þetta sé "symbol" þeirra trúar.
Ég lít á þennan klæðnað sem trúartákn og þess vegna ætti fólk, hvort sem það er kristið, Gyðingar, múslimar, búddistar eða hverrar trúar sem er, ekki að "flassa" sinni trú á almannafæri né við opinber störf í þágu þjóðar eða samfélags. Tyrkir hafa einir Evrópuþjóða bannað þetta, svo ég viti.
Ég vil t.d. ekki sjá múslímska konu sem kennara, hjúkrunarfræðing, lækni, lögreglu, þingmann eða dómara. Mjög erfitt á ég með að sjá fyrir mér múslímska konu við sundkennslu eða við slökkvistörf í slíkum klæðnaði.
Annars hef ég grun um að stjórnvöld á Vesturlöndum sjái þarna möguleika á að ná í ódýrara vinnuafl og brjóta upp kröfur vinnandi stétta um hærri laun og betra vinnufyrirkomulag. Þeir geta ekki svo mikið tjáð sig "háfmállausir".
Ég sé fyrir mér næsta "Holocost". Því miður verða þar trúaðir kristnir í fararbroddi. Við trúleysingjar styðjum þá. Múslimir ljá aldrei máls á að ræða við okkur um lausn á ósamrýmanlegum sjónarmiðum. Kristnir halda fast í sín gildi á móti.
Sigurður Rósant, 20.5.2008 kl. 21:24
Fólk á ekkert að vera að fela hvað það er. Þessi lög sem þú vitnar í og voru upphaflega sett á í Frakklandi setja hömlur á tjáningarfrelsi fólks og ætti því að afnema. Trúin mótar líf flestra manna en ég myndi líka flokka skoðanir sem trú ef menn trúa heitt á þær. Þú tekur því í raun burt það sem fólki er heilagt með svona lögum.
Sum sjónarmið eru einfaldlega ósamrýmanleg og enginn tilgangur í að samræma eitthvað sem er ekki hægt. Þessi aðlögunarstefna t.d. er það fáránlegasta sem ég hef heyrt um og gengur einfaldlega ekki upp þrátt fyrir að ítrekaðar tilraunir hafi verið gerðar með hana út um alla evrópu.
Það er síðan bull og vitleysa nú til dag að tala um einhver átök í evrópu á milli kristinna og múslima. Ég veit allavega til þess hér á landi að menn sem flokkast sem kristnir þ.a.s. trúa á biblíuna eru vel undir 10%. Ég hallast að því að menn séu hræddir við að segja þetta bara beint út "átök á milli hvítra manna og múslima".
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 21:42
Áfram Baldur: Trúi því statt og stöðugt að það hafi tilgang að andæfa fordómum og haturstengdum viðhorfum með rökum og hófstillingu - - og góðviljaðri orðræðu. Mættum við fleiri leggja að mörkum í þetta púkk. Sjálfur bjó ég um stutt skeið í Vancouver í Canada - þar sem meirihluti íbúa og barna í háskólanágrenninu var innflytjendur . . . og heimsótti m.a. skóla þar sem 52 tungumál voru töluð. Það er ekki einfalt samfélag . . . . . en ekki bara fullt af hatri og aðgreiningarhyggju
Benedikt Sigurðarson, 20.5.2008 kl. 21:58
Haraldur Dasvíðsson reit;"..ekki veit ég í hvaða hverfi þú sækir vinnu í Bristol, en þú hefur greinilega ekki skoðað hverfin St. Pauls og Montpellier. Eða gengið götur "Frontline" hverfisins eins og það er kallað."
Þú talar eins og þú þekkir Brostol. Ég skal sýna þér sögufrægar byggingar á Montpellier og hvernig fyrrum fátækrahverfið við St. Paul er óðum að sigrast á erfiðleikum sínum.
Bretland er fjölskrúðugt land með miklu fjölbreyttara mannnlífi en til er á Íslandi. Þú ert greinilega að horfa á Bristol með augum íslrnskrar fámenningar.
En komdu og hittu mig t.d. á Bells Diner, 1-3 York Road, Montpellier, og þá getur þú sýnt mér öll þessi fjölmenningarvandamál sem þú talar um út um gluggann. Ég vara þig við, þrátt fyrir að veitingastaðurinn sé gamalgróinn er hann í eigu blökkumanns.
Svanur Gísli Þorkelsson, 20.5.2008 kl. 22:01
Svanur mér líkar ekki aðdróttun þín í þá veru að ég sé með einhver kynþáttahyggjusjónarmið, en kannski er eðlilegt að þú farir þá leið.
Haraldur Davíðsson, 21.5.2008 kl. 15:38
Haraldurengin aðdróttun meint. Ef þú vissir eitthvað um Montpellier götu mundirðu hafa kveikt á því.
Svanur Gísli Þorkelsson, 21.5.2008 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.