Fjölmenningin takk fyrir!
21.5.2008 | 10:20
Í athugasemdarkerfinu mínu kemur greinilega í ljós að margir Íslendingar sem hafa verið búsettir erlendis hafa komið sér upp þeirri hugmynd að allt sé þar í miklum voða vegna útlendinga. Menn móðgast sjálfsagt voðalega við mig ef ég rek þetta til fábreytni í uppvexti hjá fólki sem hefur alist upp við það að þekkja alla í þorpinu sínu og deila með þeim litarhætti og trú.
Heimurinn er ekki einsleitur og hefur aldrei verið. Fjölmenningarsamfélögin í norðri eru ekki eins fjölbreytt og samfélögin sunnar í álfunni hafa alltaf verið. Skírskota ég þá til þess svæðis sem tilheyrði Ottóman heimsveldinu. Jafnvel eftir að þessar fáu konur með börnin sín koma til Akraness verður íslenskt samfélag tiltölulega fábreytt. Við þurfum að bæta úr því hið snarasta svo að ungt íslenskt fólk framtíðarinnar leggist ekki í örvæntingu og hugarvíl þegar það kemur til útlanda og sér þar fólk af ýmsu tagi, sumir með skruplur á höfðinu, aðrir jafnvel berfættir, sumir dökkir á hörund, aðrir ljósir og svo allt þar á milli.
Mönnum verður tíðrætt um Svíþjóð enda hafa margir Íslendingar verið þar sem útlendingar í vinnu. Margir af þeim sem gera athugasemdir geta varla andað vegna allra þeirrar samfélagslegu óreglu sem skapast að þeirra dómi af öðrum útlendingum. Í Svíþjóð sér maður fólk hvaðanæfa að. Fjöldamargir hafa komið til að vinna. Svíar hafa einnig verið duglegir að taka á móti flóttamönnum. Og þeir hafa gert það mjög vel. Samkvæmt athugunarkerfi Evrópusambandins (Norðmenn eru þar með ekki Íslendingar) standa þeir sig best ESB þjóða (og Norðmanna og Kanadamanna) í aðlögunarpólitík. Er þá tekið tillit til löggjafar á því sviði, réttinda flóttamanna, möguleika innflytjenda til að fá fjölskyldur sínar, möguleika þeirra til að taka þátt í pólitík o.s.frv.
Um 70% Svía telja þó að innflytjendur verði fyrir misrétti í landi þeirra og vilja bæta þar úr.
Eitt af því sem menn hafa áhyggjur af og mættu hafa áhyggjur af hér er Gettóvæðing þ.e. að segja að innflytjendur þjappist saman í hverfi. Þetta er eðlilegt fyrirbrigði. Fátækir hafa á öllum tímum lent í ákveðnum hverfum borga. Vitaskuld ber að sporna við því. Hver borgarhluti á í hinum besta heimi að gefa sem gleggsta mynd af hverri þjóð (Arnarnesið athugi það).
Um Gettóvandann skrifaði ég í gær og læt það fljóta hér með sem lokaorð:
Gettóvæðing: Fólk frá sama landi hefur tilhneigingu til að búa nálægt hvert öðru en aðalvandinn liggur í öðru. Fyrir það fyrsta liggur hann í því að flestir innflytjenda eru lágtekjufólk og leita því í sömu ódýru hverfin. ,,Innfæddir" þá tilhneigingu til að leita í burtu. Í öðru lagi er ,,sjáanlegum" útlendingum mismunað þ.e. fólk í ,,betri" hverfum vill ekki selja þeim eða leigja. Þá virðist litlu breyta þó að menn séu fæddir í ,,nýja" landinu, tali málið og hafi menntað sig vel. Gettóvæðingin er því flókið mál. Engum einum að kenna. Stjórnvöld leitast við að brjóta þetta upp með ýmsum ráðum t.d. með hönnun, borga og hverfa en einnig með því að gera það ólöglegt að mismuna fólki eftir uppruna eða litarhætti eða trú.
Fjölmenningarsamfélagið er komið til að vera. Hvort sem okkur líkar betur (mér) eða ver (sumir lesendur).
Þeir sem leggjast í það að böðlast á móti gera engum gagn. Menn verða að gera það upp við sig á hvaða vogarskálar þeir ætla að leggja krafta sína.
Heimurinn er ekki einsleitur og hefur aldrei verið. Fjölmenningarsamfélögin í norðri eru ekki eins fjölbreytt og samfélögin sunnar í álfunni hafa alltaf verið. Skírskota ég þá til þess svæðis sem tilheyrði Ottóman heimsveldinu. Jafnvel eftir að þessar fáu konur með börnin sín koma til Akraness verður íslenskt samfélag tiltölulega fábreytt. Við þurfum að bæta úr því hið snarasta svo að ungt íslenskt fólk framtíðarinnar leggist ekki í örvæntingu og hugarvíl þegar það kemur til útlanda og sér þar fólk af ýmsu tagi, sumir með skruplur á höfðinu, aðrir jafnvel berfættir, sumir dökkir á hörund, aðrir ljósir og svo allt þar á milli.
Mönnum verður tíðrætt um Svíþjóð enda hafa margir Íslendingar verið þar sem útlendingar í vinnu. Margir af þeim sem gera athugasemdir geta varla andað vegna allra þeirrar samfélagslegu óreglu sem skapast að þeirra dómi af öðrum útlendingum. Í Svíþjóð sér maður fólk hvaðanæfa að. Fjöldamargir hafa komið til að vinna. Svíar hafa einnig verið duglegir að taka á móti flóttamönnum. Og þeir hafa gert það mjög vel. Samkvæmt athugunarkerfi Evrópusambandins (Norðmenn eru þar með ekki Íslendingar) standa þeir sig best ESB þjóða (og Norðmanna og Kanadamanna) í aðlögunarpólitík. Er þá tekið tillit til löggjafar á því sviði, réttinda flóttamanna, möguleika innflytjenda til að fá fjölskyldur sínar, möguleika þeirra til að taka þátt í pólitík o.s.frv.
Um 70% Svía telja þó að innflytjendur verði fyrir misrétti í landi þeirra og vilja bæta þar úr.
Eitt af því sem menn hafa áhyggjur af og mættu hafa áhyggjur af hér er Gettóvæðing þ.e. að segja að innflytjendur þjappist saman í hverfi. Þetta er eðlilegt fyrirbrigði. Fátækir hafa á öllum tímum lent í ákveðnum hverfum borga. Vitaskuld ber að sporna við því. Hver borgarhluti á í hinum besta heimi að gefa sem gleggsta mynd af hverri þjóð (Arnarnesið athugi það).
Um Gettóvandann skrifaði ég í gær og læt það fljóta hér með sem lokaorð:
Gettóvæðing: Fólk frá sama landi hefur tilhneigingu til að búa nálægt hvert öðru en aðalvandinn liggur í öðru. Fyrir það fyrsta liggur hann í því að flestir innflytjenda eru lágtekjufólk og leita því í sömu ódýru hverfin. ,,Innfæddir" þá tilhneigingu til að leita í burtu. Í öðru lagi er ,,sjáanlegum" útlendingum mismunað þ.e. fólk í ,,betri" hverfum vill ekki selja þeim eða leigja. Þá virðist litlu breyta þó að menn séu fæddir í ,,nýja" landinu, tali málið og hafi menntað sig vel. Gettóvæðingin er því flókið mál. Engum einum að kenna. Stjórnvöld leitast við að brjóta þetta upp með ýmsum ráðum t.d. með hönnun, borga og hverfa en einnig með því að gera það ólöglegt að mismuna fólki eftir uppruna eða litarhætti eða trú.
Fjölmenningarsamfélagið er komið til að vera. Hvort sem okkur líkar betur (mér) eða ver (sumir lesendur).
Þeir sem leggjast í það að böðlast á móti gera engum gagn. Menn verða að gera það upp við sig á hvaða vogarskálar þeir ætla að leggja krafta sína.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það eru ekki bara Íslendingar sem láta svona. Ég hitti Breta um daginn sem hafði flúið frá Bretlandi til Íslands vegna þess að heimalandið er "being overrun by foreigners". Ég sagði ekkert af því sem mig langaði til að segja við hann. Brosti bara í kampinn og fann mér einhvern annann til að tala við.
Grímur (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 11:09
Hvad segir thú um thetta, Baldur? Eru menn vidbúnir vandanum á Akranesi med börn sem giftast í sumarleyfinu í heimalöndum sínum. Thessi fyrirsögn var i Kvällsposten í gaer.
Tolvåriga flickor tvingas gifta sig MALMÖ. Efter sommarlovet kommer någraminderåriga flickor i Sydsverige att återvända till skolan - som gifta.
Utan att samhället kan göra något. - Jag vill att det ska vara straffbart
för föräldrar att tillåta äktenskap för minderåriga barn, säger Malmö-
juristen Monica Nebelius som utrett frågan åt regeringen.
Kassandra (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 12:06
Ég held að við Íslendingar náum því aldrei að kallast fjölmenningarsamfélag. Múslimir t.d. eru innan við 400 hér á landi eða minna en 0.5% þjóðarinnar. Þeir eru þeir örfáu sem koma til með að einangra sig í "gettóum", vegna kúgunargleði þeirra gagnvart sínum konum.
Pólverjar eru orðnir all margir en haga sér ekki eins og múslimar. Pólverjar aðlagast.
Múslimar eru orðnir 35% Malmöbúa, slíkt verður aldrei í Kópavogi, Hafnarfirði né á Akranesi.
Sigurður Rósant, 21.5.2008 kl. 12:10
Já, já Kassandra mín. Ég held að við ráðum við þennan vanda. Þú hlýtur nú að hafa heyrt annað eins.
Sigurður Rósant: Rétt hjá þér. Það er engin ástæða til að skelfast. kv. B
Baldur Kristjánsson, 21.5.2008 kl. 12:23
"Múslimar eru orðnir 35% Malmöbúa"
Source.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.5.2008 kl. 12:49
Ómar - afsakið, þeir eru orðnir 36% muslimir í Malmö.
Sigurður Rósant, 21.5.2008 kl. 13:14
Neibb. Þetta er rangt.
þetta eru íbúar Malmö fæddir erlendis eða börn með báða foreldra fædda erlendis.
Það er ekkert sem segir að allir þurfa að vera muslimar. (og reyndar augljóst að so er ekki)
Sem dæmi er annar stærsti hópur innflytjenda í Malmö... frá Danmörku.
Talið er að um 20-25% íbúar Malmö séu múslimar og talið er að um 5% taki trú sína alvarlega í þeim skilningi að þeir mæti í föstudagsbænir og biðji 5 sinnum á dag.
Það er nefnilega ekkert öðruvísi með muslima og kristana að trú manna er ekkert eins. Islam er ekkert eitthvað eitt.
Auðvitað hefur sænska hefðin, þar sem litið er á trú sem ekki stóran þátt í daglegu lífi, áhrif á muslima. Auðvitað.
Sem dæmi um þróun í Svíþjóð er vaxandi fylgi við Sufisma meðal ungra muslima.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.5.2008 kl. 13:24
Það væri gaman að safna saman tölum um það hvað við íslendingar gerum þegar við flytjum til annarra landa! Mín reynsla héðan úr Danmörku er að við séum ekkert skárri heldur en aðrar þjóðir hvað samþjöppun varðar. Horsens er t.d. þekkt fyrir stórt fangelsi og stórt íslendingahverfi!
Skúli Freyr Br., 21.5.2008 kl. 13:25
Margt er merkilegt við súfisma, en ekki bara jákvætt.
Jón Valur Jensson, 21.5.2008 kl. 13:48
Júbb. Þetta er staðfest hér líka. Kominn niður í 35% eins og fyrra comment mitt segir. Ertu með betri heimildir, Ómar?
Sigurður Rósant, 21.5.2008 kl. 13:57
Þetta er rangt. Hvað heimildir gefur wiki fyrir þessu ?
Þetta er dæmi um endurtekningu á sama hlut nógu oft... þá verður hann staðreynd.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eg reyni að leiðrétta þennan hlut. Það bara virðist ekki þýða.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.5.2008 kl. 14:17
Það er 100% trúfrelsi í Svíþjóð. Eitt merkilegt frá heimsóknum mínum. Talsmenn Múslima ( ef hægt er að tala um slíka) hafa í mín eyru kvartað yfir ,,sekularseringu" samfélagsins. Skilningur á þörfum okkar sem trúmanna fer minnkandi eftir því sem ráðamenn hafa minni trúmálum yfirleitt segja þeir efnislega. Sem sagt ,,vel kristnir" ráðamenn skildu þarfir okkar betur heldur en þessir eftirkristnu nútímamenn.
Jón Valur: þú mátt fræða okkur um súfisma ef þú hefur tíma. kv. B
Baldur Kristjánsson, 21.5.2008 kl. 14:55
Þú gætir haldið áfram og fullyrt; "Það eru 100% kvenréttindi í Svíþjóð". "Börn hafa 100% rétt til að ákveða hvort þau verði skírð, umskorin eða heilaþvegin í æsku."
"Talsmenn Múslima ( ef hægt er að tala um slíka) hafa í mín eyru kvartað yfir ,,sekularseringu" samfélagsins"
Þetta kemur mér ekki á óvart. Ég hef heyrt að múslímar sem foreldrar, sendi börn sín frekar í sérskóla hjá kristnum heldur en í "sekular" ríkisskóla.
Enda erum við trúleysingjar helsta ógnunin við múslimi. Kristnir temja sér "naivisma" í samskiptum við þá.
Sigurður Rósant, 21.5.2008 kl. 19:41
Sæll Sigurður! Ég setti þetta með 100% inn í hálfkæringi. Þið voruð að festast í prósentutölum. Annað sem þú segir athygli vert. Þú segir það sama og ég bara með öðrum hætti. kv. B
Baldur Kristjánsson, 21.5.2008 kl. 20:42
Ómar Bjarki - Það er að öllum líkindum rétt hjá þér að múslimir eru ekki alveg 35 eða 36% eins og kemur fram í Wikipediu.
En "statistic" virðist ekki liggja á glámbekk hjá Svíum. Þeir tíunda heldur ekki fjölda eftir trúarbrögðum á heimasíðu Malmö. Þar fann ég þó vísun í Excel skjal þar sem kemur fram að heildartala íbúa af erlendu bergi eru um 36% árið 2007. Þeir "Danir" sem hafa flutt til Malmö eru sennilega flestir af erlendu bergi brotnir (múslimir).
Þakka þér ábendinguna.
Baldur, áttu einhverja "statistic" um skiptingu íbúa í Malmö eftir trúarbrögðum?
Sigurður Rósant, 21.5.2008 kl. 22:11
Vitna má í færslu 8. febr. sl. hjá mínum ágæta bloggvini Guðmundi Jónasi Kristjánssyni, þar sem segir m.a.:
verði bráðlega fyrsta borgin á Norðulöndum þar sem mús-
limar verði fleiri en kristnir. Af 280.000 íbúum Malmö eru
rúm 60.000 íslamstrúar og fjölgar mjög hratt, þannig að
eftir 2-3 áratugi verða þeir komnir í meirihluta. Þar er
elsta moska Norðurlanda, 24 ára gömul. ...
20 aðrar, og fari fjölgandi ..." (Nánar þar!)
Jón Valur Jensson, 21.5.2008 kl. 22:50
Það sér svosem hver með sínu auga, en afhverju viltu meina að við öll sem höfum búið erlendis séum að misskilja það sem við sjáum. Nú er svo komið að maður má ekki opna munninn og efast um að það sé rétt að opna hér allar gáttir, öðruvísi en að vera sakaður um kynþáttahyggju. Hvað er að ykkur pólitískt rétthugsandi gjammarar. Það er ekki kynþáttahyggja eða útlendingahatur í gangi hjá okkur öllum.
Ég persónulega vil bara að við förum varlega, allra vegna . Ekki síst þeirra sem hingað vilja koma, allskyns óværa getur sprottið upp ef við ekki gerum þetta rétt. Hægriofstækismenn fá vopn í hendur, fátæktargildrur, nútíma þrælahald,sbr starfsmannaleigur, gettómenning (sem er margskonar ) og svo má benda á að ríki og kirkja eru eitt, það tengist í skólana og það er bara eitt af mörgu sem þarf að breyta við löggjöfina okkar m. a. til að tryggja hag innflytjenda. Ég er stórlega efins um að við séum tilbúin í fjölmenningarsamfélagið. Það er á okkar ábyrgð að þetta gangi, ekki innflytjenda. BJARNARGREIÐI ER ENGINN GREIÐI!
P.S Ég er ekki bara hlynntur fjölmenningarsamfélagi, mér finnst það æskilegt.
Líklega af því að ég er rasisti.
Haraldur Davíðsson, 22.5.2008 kl. 03:21
P.P.S. Hvað meinarðu líka þegar þú segist rekja þetta sjónarmið okkar sem höfum BÚIÐ ERLENDIS, til " ...fábreytni í uppvexti hjá fólki sem hefur alist upp við að þekkja alla í þorpinu sínu og deilt með þeim litarhætti og trú ". Sérðu ekki mótsögnina? Ég þekki til á Englandi, í Danmörku, í Þýskalandi, í Hollandi, í Frakklandi og á Íslandi og er síður en svo fastur í " þorpinu " mínu. Ef þetta eru ekki fordómar þá veit ég ekki......
Haraldur Davíðsson, 22.5.2008 kl. 03:33
mér finnst útlendingar á íslandi nú bara upptilhópa nákvæmlega eins og íslendingar mér finnst íslensk menning góð, betri en aðrar jafnvel og vil ekki að við hróflum við því. Það tengist ekkert því hvort að hingað flytji útlendingar með aðra siði eða ekki, ég hef ekkert á móti þeim. Finnst bara óþarfi að gera lítið úr íslenskri menningu með tali um að henni þurfi að breyta. Flestir íslendingar sem ég þekki hafa notið sín vel í útlöndum, ferðast mikið, fróðir, eiga vini um allan heim og þeir hafa hingað til ekki verið hræddir við það sem þeir sjá í útlöndum. Held að þú getir alveg slakað á með þann ótta en jámm, það er ömurlegt að verða var við þetta útlendingahaturstal hjá sumu ungu fólki, skelfilegt alveg það er komin svo mikil heift.
halkatla, 22.5.2008 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.