,,Ekki auðvelt fyrir stóran og sterkan ref eins og mig."

Hingað til ég hef  ég haft kommentakerfið mitt galopið en mér finnst það of opið af hálfu Mbl. Þegar maður klikkar á heimasíðu koma ummælin upp jafnframt. Ég sé að margir fara þá leið að samþykkja athugasemdirnar fyrirfram. Hvernig er það,  er það vinnandi vegur að lesa allt þetta jafnóðum og vega og meta? Gera menn annað?  Þennan hátt á hafa jafn ólíkir menn og Svavar Alfreð Jónsson og Magnús Þór Hafsteinsson (sem sjálfur ræðst af offorsi inn á síður annarra)?

Mér hefur líkað best að hafa þetta opið.  Ég er nefnilega hlynntur tjáningarfrelsi.  En mér óar oft við orðbragðinu sem kemur inn. Bæði vegna þess að ég er í einhverjum skilningi ábyrgur fyrir því og er þess utan viðkvæma týpan sem er svolitla stund að ná sér eftir ummæli sem greinilega hafa þann dulda eða opna tilgang að særa pistlahöfund.

Skrápurinn er þó að þykkna. ,, En þetta er ekki auðvelt fyrir stóran og sterkan ref eins og mig."1)

Hvernig er það. Getur Mbl. hjálpað manni eitthvað í þessum efnum t.d. með því að hafa athugasemdirnar á sínum stað en þó ekki jafn flassandi og þær eru?

Hvað segja bloggarar um þetta efni?

 

1) Mikki refur í Dýrin í Hálsaskógi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ég er ekki viss um að það sé í þágu málfrelsis að birta hvað sem ég í athugasemdakerfinu. Sumar athugasemdirnar geta fælt fólk frá því að taka þátt í umræðunni.

Svavar Alfreð Jónsson, 26.5.2008 kl. 18:32

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Baldur og þakka þér skrifin þín.

Svavar Alfreð fjallar nokkuð vel um þetta reglulausa málfrelsi sem bloggið býður upp á í síðustu færslu sinni. Ég get ekki annað en tekið undir orð hans. Siðareglur bloggara eru greinilega ekki vel mótaðar enn, en mér finnst MBL menn standa sig nokkuð vel. Eins og ætíð verður maður að hafa það hugfast að "what goes around, comes around" :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.5.2008 kl. 18:46

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta er sárt en það venst  Svo nátturulega eru þeir sem leggja mest á mann yfirleitt í feluleik og oftar en ekki sami aðilinn aftur og aftur.  Ég hef fengið að kynnast þessu og úff hvað ég var sár fyrst og hvað ég tók þessu persónulega.  Fólk fattar ekki alltaf að það sem það skrifar getur verið jafn sárt og það sem það segir beint framan í fólk.  Þegar maður hefur mynd, fullt nafn og jafnvel fleirri upplýsingar eru leiðinleg comment ansi persónuleg.   En eins og Svanur sem yfirleitt veit best(ekki hæðni) þá kemur þetta allt til baka og svona comment dæma sig sjálf.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 26.5.2008 kl. 19:59

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heill og sæll Baldur

Gisti í Svínafelli síðustu nótt. Klárum hnjúkinn. - Ég hef farið þá leið að hafa allt opið, en hent út örfáum athugasemdum sem hafa einkennst af ókurteisi og leiðindum. Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 26.5.2008 kl. 20:05

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

..kláruðum Hnjúkinn..   :)

Gunnlaugur B Ólafsson, 26.5.2008 kl. 20:06

6 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þarf að koma með þér við tækifæri. Gæti boðið þér gistingu.

Þakka góðar athugasemdir Nönnu, Svans og Alfreðs.

Það liggur við að maður sakni djöflanna.  kv. B 

Baldur Kristjánsson, 26.5.2008 kl. 21:58

7 Smámynd: AK-72

Ég hef sjálfur haft það fyrir reglu að hleypa öllum kommentum í gegn, sumir dæma sig nefnilega svo sjálfir með ummælum sínum. Frekar vill ég fara þá leiðina að hæðast að slíkum óþverraathugasemdum ef þær bjóða upp á það.

Aftur á móti þá sé ég ekkert að því hvort nafn eður ei fylgi með, ef sá sem skrifar er með rök og og kemur fram af kurteisi. Því eiga skrif að dæmast af því að hvernig er skrifað en ekki hver skrifar. Aftir á móti var ég nafnlaus um hríð, aðallega út af því að ég vildi halda mínu nafni frá aðilum sem tjá sig af slíku hatri og óþverrahætti gagnvart þeim sem skrifa gegn fordómum gegn innflytjendum, múslimum o.fl. hópum að manni óar við og svo á meðan ég var að prófa blogg-formið sem tjáningarmiðil, það var jú auðveldara að láta sig hverfa ef þetta væri leiðinlegt.

AK-72, 26.5.2008 kl. 23:19

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég hef áður sagt og segi aftur, að stjórnendur blog.is eiga ekki að leyfa nafnlausa bloggara. Punktur.

Það er lágmarks kurteisi að kynna sig og afskaplega leiðinlegt að ræða við drauga.

Það sannaðist þegar einhver stældi bloggið hans Stefáns Fr. (sem mér þótti reyndar ágætis grín) og var meira að segja með mynd af Stefáni við bloggið, að hver sem er gæti komið fram undir hvaða nafni sem er.

Hver sem er getur komið fram undir nafni Ólafs Ragnars Grímssonar og ausið skít og skömmum yfir allt og alla.

Það er ekki nógu gott.

Theódór Norðkvist, 27.5.2008 kl. 01:11

9 identicon

Þeir sem koma núna fram undir dulnefnum myndu þá víxla til og koma næst fram undir röngum mannanöfnum.

Þótt þú segist heita Theódór Norðkvist og hefur uppi mynd af manni þá hef ég enga tryggingu fyrir að þetta sé raunverulega þú frekar en þeir sem ekki þekkja þig persónulega.

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 01:33

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Varðandi athugasemd uppreisnarseggsins, þá er vel hægt að taka upp einhver rafræn auðkenni, eins og í netbönkum, þannig að menn verða að sanna hverjir þeir eru.

Ég ætla að láta kerfi.blog.is vita af þessari umræðu.

Theódór Norðkvist, 27.5.2008 kl. 01:42

11 identicon

Það myndi drepa niður frjálsa umræðu á netinu og verða hið fullkomna verkfæri stjórnvalda til að kúga borgara sína.

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 01:47

12 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Svavar Alfreð kýs að fylgja fordæmi trúbróðurs síns JVJ og loka fyrir allar athugasemdir frá mér.  Hann velur einnig að svara ekki tölvupósti þegar ég spyr hann út í málið og bið hann að senda mér athugasemd sem hann ritskoðar.

Þetta heitir víst Málfrelsi og umburðarlyndi.  Eflaust fellur þetta líka undir kristilegt siðgæði.

Blessaður vertu Baldur, lokaðu bara alfarið fyrir athugasemdir ef þú kýst að hafa það svo - eða þú getur farið að fordæmi kollega þíns og lokað á þá sem þér líkar illa við.

Svo er líka hægt að sleppa því að tjá sig opinberlega á mikið lesnum vettvangi - ef það fer í taugarnar á fólk að til séu aðilar sem hafa eitthvað út á skrifin að setja. 

Matthías Ásgeirsson, 27.5.2008 kl. 10:54

13 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Nei, ég hef ekki tekið ákvörðun um nokkurt slíkt. Kann ekkert illa við þetta system. Það er aðhald í þessu og oft lærir maður eitthvað nýtt. En nafnlausir dónar fara í taugarnar á mér og líka menn sem geysast inn á bloggsíðir með heilu ritverkin en hafa hemil á sínu eigin athugasemdakerfi.  það er líka spurning með þína aðferð Matthías - að stofna abloggsíðu bara til að gera athugasemdir hjá öðrum. því má líkja við mann sem lítur á það sem hlutverk sitt í lífinu að hjóla í aðra en lifir ekki sjálfur.  Hvað segir þú um þetta? kv. B

Baldur Kristjánsson, 27.5.2008 kl. 11:45

14 Smámynd: Sigurður Rósant

Ja, að loka athugasemdakerfinu virkar á mig eins og þú ætlir að fara upp í predikunarstólinn, eins og Snorri í Betel og nokkrir aðrir gera.

Ég get svo sem skilið að sumir verði að gera þetta eins og Anna lýsir hér að ofan og jafnvel Snorri sem liggur sérstaklega vel undir höggi vegna starfs síns.

En þú myndir örugglega missa nokkra bloggara inn til að tjá sig hjá þér, sem þú myndir kannski sakna. Ég nenni t.d. ekki að leggja inn hjá "ritskoðurum" sem birta færsluna eftir 3 - 4 daga. Ekkert gaman að slíku. Ég er örugglega ekki einn um að hafa þá tilfinningu.

Svo eru sumir sem lýsa því yfir að þeir séu með sína bloggsíðu til að leggja inn eigin hugleiðingar en ætla sér ekki endilega að ræða þær við einn eða neinn. Svo leggja menn inn athugasemdir og átta sig á því að þeir eru bara að tala við vegginn.

Nei, mér finnst þetta koma vel út hjá þér, Baldur. Hæfilega mikið karp.

Með kveðju

Sigurður Rósant, 27.5.2008 kl. 13:11

15 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Maður á bara að gera það sem hentar manni best og öðrum kemur ekkert við afhverju og hvort maður gerir það við sína blogsíðu.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 27.5.2008 kl. 13:18

16 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

það er líka spurning með þína aðferð Matthías - að stofna abloggsíðu bara til að gera athugasemdir hjá öðrum. því má líkja við mann sem lítur á það sem hlutverk sitt í lífinu að hjóla í aðra en lifir ekki sjálfur.  Hvað segir þú um þetta?

Baldur, þetta er óskaplega kjánalegt.  Síðu mína á moggabloggi stofnaði ég til að geta gert athugasemdir hjá sumum moggabloggurum sem einungis leyfa innvígðum að kommenta - moggabloggheimur er nefnilega að hluta lokaður heimur.   Sjálfur er ég með bloggsíðu sem ég skrifa mikið á og allir geta kommentað við.  Um daginn vildir þú gera mig að kennara, nú er ég ekki lengur með bloggsíðu.  Óskapleg leti er þetta Baldur. 

Matthías Ásgeirsson, 27.5.2008 kl. 14:09

17 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég hef farið inn á Örvitann. Fyrirgefðu. Þú færð aflausn. (Þó þú takir tvær veraldir í einu, starfar og hjólar í annarri, hjólar í hinni. Ég tek eina veröld í einu.).

 það e rétt hjá þér Sigurður. karpið er hæfilegt og sennilega myndi ég sakna þess. það er svo aftur rétt hjá Nönnu.  Menn eiga að hafa þetta eins og þeir vilja því að svo er margt sinnið sem skinnið. Sammála Theodór með nafnleysið og til hamingju með að hafa komist á hnjúkinn Gunnlaugur. Takk fyrir hjálpina.  kv. B

Baldur Kristjánsson, 27.5.2008 kl. 15:06

18 Smámynd: kiza

Mér finnst nú að fólk sem er endilega ekki skráð á blog.is ætti líka að geta tjáð sig í kommentakerfinu hér (margir eru skráðir á blogger.com, blogspot.com, visir.is eða álíka þar sem það kerfi hentar þeim betur). 

Hinsvegar virðast margir ekki alveg vera að skilja hvað málfrelsi er; og þá staðreynd að málfrelsi =|= níðingsháttur og persónulegar árásir undir nafnleysi.  Ég blogga undir gælunafninu kiza en nafn mitt birtist á blogginu mínu og auðvitað gef ég það upp ef einhver biður. 

Sammála þeim ræðumanni sem sagði að ummælin dæmi sig sjálf, sérstaklega þar sem þeir sem kommenta hafa ekki leyfi til að eyða út ummælunum sínum (einsog t.d. á livejournal.com) eða edit-a þau eftir hentisemi.  Betra að láta þau standa á síðunni, og leyfa svo öðrum notendum að skjóta þau niður.  

Finnst að fólk eins og t.d. Jón Valur geti ekki mögulega haldið því fram að á síðu hans séu málefnalegar umræður þar sem hann eyðir út öllu sem er honum ekki að skapi eða flokkast undir hans skilgreiningu á 'guðlasti'.  Það er ekkert mark takandi á umræðum þar inni þar sem hann stjórnar þeim gjörsamlega.

kiza, 27.5.2008 kl. 16:11

19 identicon

Ég hafði mína síðu opna öllum sem skráðir voru á blogg.is

Svo fór að verða karp og ómálefnaleg umræða sem ég svaraði og þetta var komið í einu tilfelli út í móa, ef svo má að orði komast.

Núna mega allir gera athugsemdir, hvort sem þeir eru skráðir moggabloggarar eða ekki. En ég vil lesa það sem er skrifað og samþykkja eða hafna. Bara varúðarráðstöfum.

Ég hef aldrei hafnað neinni athugasemd, og ekki líður nema mesta lagi hálfur sólarhringur áður en ég opna póstinn minn og les og samþykki.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 19:09

20 identicon

Fáránlegt að ritskoða.. skamm skamm skamm í hattinn fyrir þá sem það vilja.
Flestir sem slíkt gera eru kristnir sem er ekki tilviljun.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 21:29

21 identicon

Kæri Micha: Þú verður bara að sætta þig við það að á Íslandi er ekki í gangi sama skoðanakúgunin og í Þýskalandi. Langflestir Íslendingar vilja hafa hér málfrelsi og margir vilja afnema lögin sem takmarkar það upp að vissu marki.

Það er nefnilega jafn mikið málfrelsi þegar ég tjái mig eins og þegar þú tjáir þig.  Skoðanir þínar koma mér samt ekki á óvart enda hefur heilaþvotturinn í Þýskalandi undanfarin 63 ár verið gífurlegur. Frjálsar umræður þar um viss málefni eru engar.

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 22:51

22 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Mín reynsla af rekstri vefsíðna og spjallborða er að miklu betra er að eyða út athugasemd eða hluta hennar eftirá heldur en að skoða allar áður en þær fara á vefinn.

Þegar athugasemdir eru ritskoðaðar áður en þær birtast skemmir það alla umræður því þeir sem gera athugasemd sjá að sjálfsögðu ekki þær sem bíða birtingar.  Þetta getur gert það að verkum að umræðan verður stundum óskiljanleg. 

Matthías Ásgeirsson, 28.5.2008 kl. 09:12

23 identicon

Þetta er rétt að hluta til. Því ef maður finnur þörf til að eyða athugasemd eftirá, þá er komið gat í umræðuna.

Betra er að krossa í "Vakta athugasemdir við þessa færslu" og fylgjast svo með. 

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 15:23

24 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Johnny Rebel.  Ég er nokkuð viss um að þú getir ekki talað fyrir hönd lang flestra íslendinga.  Flestir þeirra hafa lokað á þig vegna öfgaskoðana eða beðið þig um að vera annars staðar.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 28.5.2008 kl. 15:26

25 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sumar athugasemdir geta verið mjög særandi og niðurlægjandi fyrir viðkomandi bloggara þó þær séu ekki beinlínis meiðyrði. Hranaskapur í athugasemdmr er yfirgænfandi oft og tíðum. Það er nákvæmlega þetta sem hefur látið mig draga mig annað slagið í hlé í blogginu. Ég er svo lengi að jafna mig eftir einhver andstyggilegheit. En ekki vil ég loka á athugasemdir af því þær gera bloggið miklu skemmtilegra ef þær koma frá sæmilegu fólki. Þegar ég tala um hörku og hranaskap á ég ekki við að menn megi ekki skrifa- fyrir alla muni - hressilega pistla og vera ómyrkir í máli um almenn mál, ég á við andstyggilegar athugasemdir sem beinlínis er ætlað að hitta persónuna fyrir sem heldur úti bloggsíðunni.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.5.2008 kl. 16:35

26 identicon

Nanna: Eru 2 flestir? Tveir útlendingar á Íslandi sem hafa móðgast vegna mín Ef fólk hrekur mig í burtu styrkir það mig aðeins því það fólk sem vill mig burt getur ekki svarað fyrir sig.

Annars þá hef ég talað við ógrynni af fólki um málefni sem snúa að málfrelsi og jafnvel hörðustu jafnaðarmenn sem ég þekki vilja ekki ganga jafn langt og í Þýskalandi og finnst þau lög fáránleg. Aðrir vilja afnema ákvæði 233 a. Ég hef aldrei sagst tala fyrir hönd flestra íslendinga með mínum skoðunum. Segjum frekar að ég tali fyrir hönd skynsamra Íslendinga

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 17:21

27 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þú notaðir langflestir.  Ég efast um að það sé rétt og ekki ertu skynsamur og alls ekki hugrakkur.  Annars myndiru ekki fela þig eins og maður sem hefur eitthvað að fela.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 28.5.2008 kl. 22:49

28 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Langflestar þjóðir Evópu hafa viðurlög við því að traðkað sé á fólki í opinberri orðræðu eða hvatt til þess. Evrópuráðið sem er vagga mannréttinda í Evrópu er skilyrðislaust á þeirri línu. Ekki spurning. Sama gildir um mig. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 28.5.2008 kl. 23:03

29 identicon

Já ég tel langflesta Íslendinga styðja málfrelsi og stend við það. Ekki sýnist mér undirskriftasöfnun vinar þíns í anti-rasistafélaginu gegn málfrelsinu ganga vel og það þykir mjög óvinsælt að loka á skoðanir manna hér á landi nema af vissum aðilum. Það er t.d. mjög mikil óánægja með lokanir á vissa bloggara en lítill stuðningur við lokunina á þeim.

Talandi um að vera skynsamur, þá er ég skynsamur. Ég læt ekki gyðinga heilaþvo mig og þegar ég lít í spegil þá hugsa ég ekki "andskotinn ég er hvítur" eins og þú og fleiri félagar þinir virðast gera. Betra væri að hafa alla kaffibrúna vegna bullandi minnimáttarkenndar ykkar gagnvart eigin kynstofni og þjóðerni.

Til hvers viltu vita hver ég er? Til að grýta eggjum í húsið mitt og kæra mig til lögreglu eins og félagar þínir hafa gert við Viðar? Ég fel mig aldrei en ég lifi ekki á internetinu sem ég lít á sem einfalda skemmtun og því er fyrir mig algjör óþarfi að skrifa undir nafni hér. 

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 23:07

30 identicon

Þá aðhyllist þið ekki málfrelsi Baldur svo einfalt er það. Málfrelsi snýst ekki um að þóknast vissum aðilum í ræðum og riti heldur skýlausan rétt manna til opinnar umræðu.

Þið eruð auðvitað að traðka sjálfir á vissum aðilum með lögum sem þessum. 

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 23:11

31 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Jón Byltingarmaður, kröfur þínar um tjáningarfrelsi væru mun sterkari ef þú skrifðaðir ekki undir dulnefni.  Dulnefnið er frekar sterk vísbending um að þú vitir að það sem þú hefur fram að færa sé ekki boðlegt - að þú skammist þín í raun fyrir skoðanir þínar.

Matthías Ásgeirsson, 29.5.2008 kl. 09:00

32 identicon

Hvað meinar þú Matthías, flesti í netheimum nota dulnefni... faktískt er það ráðlagt að gera slíkt og þá sér í lagi ef menn eru að gagnrýna trúarbrögð.
Ég hef verið á netinu frá upphafi þess og aldrei hefur komið krafa erlendis um að vera undir nafni... ég hef bara séð það hér á klakanum.. fyrir utan að hafa lesið um kröfur ofurkrissa erlendis um að fara fram á nafn + kennitölu.
Ég er hálf hissa á þér vinur minn

DoctorE (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 11:49

33 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég er ekki að styðja ritskoðun eða banna fólki að tjá sig undir dulnefni - ég styð það í mörgum tilvikum - en ég tel að í þessari tilteknu umræðu væri mun árangursríkara að koma fram undir nafni.

Matthías Ásgeirsson, 29.5.2008 kl. 13:05

34 identicon

Ég skammast mín á engan hátt fyrir skoðanir mínar. Ég get hitt þá sem vilja og rætt málin frá augliti til auglits og gefið upp fullt nafn og allt. Hins vegar stríðir það gegn minni sannfæringu að gefa upp nafn mitt á blaðurmiðli eins og internetinu þar sem hinir mestu sófapúkar geta tjáð sig og reynt að láta taka sig alvarlega. Ég tel internetið varla meira en hálf marktækt því það segir mér nákvæmlega ekkert að þú heitir Matthías Ásgeirsson á netinu. Hvernig á ég að vita hvort það er rétt eða ekki?

Ásakanir um ómarktækni vegna nafnleysis finnst mér því vera ósköp lélegar. Ráðist frekar á það sem ég er að segja ef þið viljið vera á móti mér. 

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 17:09

35 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

því það segir mér nákvæmlega ekkert að þú heitir Matthías Ásgeirsson á netinu. Hvernig á ég að vita hvort það er rétt eða ekki?
Þú smellir á nafn mitt, lendir á moggaboggsíðu sem vísar á bloggsíðu mína.  Finnur þar allar upplýsingar um mig.  Flóknara er það ekki. 

Matthías Ásgeirsson, 1.6.2008 kl. 18:51

36 Smámynd: Baldur Kristjánsson

þakka umræðuna.  þessi umræða var fín.  Ég gat ekki tekið nægan þátt í henni vegna krankleika.  En ég bið þá sem ryðjast inn á síður með hálfgerðum dólgshætti að gæta sín.   Sjálfur fer ég aldrei inn á síður annarra  til annars en að hrósa eða þá að vera með mjög málefnlegt andsvar/innlegg. Margir af þeim sem móðga mig eru hins vegar snubbóttir í gerð sinni og það er auðvelt að fyrirgefa þeim.  En hinum.....tæplega!

Baldur Kristjánsson, 4.6.2008 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband