,,Kristin arfleifð íslenskrar menningar"
29.5.2008 | 10:11
Ég get ekkert séð að því þó að í drögum um leik- og grunnskóla skuli kveðið á um að starf þeirra skuli byggjast með öðru á ,,kristinni arfleifð íslenskrar menningar. Þarna er ekki gengið langt. Viðurkennt að menning okkar byggi á kristnum hugmyndum og kristnu hugsanaferli en ekki farið út í neina sérstaka tilvísun í samtímann. Mikilvægast er að uppfrætt sé í skólum landsins um trúarbrögð, trú og siðfræði í námskeiðum sem eru skyldunámsgreinar en þess um leið gætt að skoðað sé út í hvert horn og að iðkun trúar blandist ekki saman við fræðslu um trú.
Hitt þykir mér miður að ekki var tekin upp bein tilvísun í mannréttindi. Mannréttindahugsun sem er sú hugsun að bera virðingu fyrir rétti einstaklingsins til að hugsa og ígrunda eigin líf og eigin stöðu og bera virðingu fyrir öðrum og rétti annarra að þessu leyti þar með afneitun á staðalímyndum og flokkun fólks eftir uppruna eða trúarbrögðum er á mjög lágu plani hérlendis. Þekking manna á mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindayfirlýsingu Evrópuráðsins er nánast engin. Ég held að þeir sem mótuðu skólakerfið íslenska á fyrri hluta sjálfstæðistímans hafi gegnumsneitt verið meira uppteknir af íslenskri sögu og íslenskri málfræði en sögu mannsandans og mannréttindahugsun seinni tíma og nútíðar. Þetta var eðlilegt í nýfrjálsu ríki en þessu má alveg breyta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Að sjálfsögðu sérð því ekkert að því, en getur þú skilið að aðrir sjái eitthvað að því?
Segðu mér svo endilega hvað það þýðir að skólastarf skuli byggja á ,,kristinni arfleifð íslenskrar menningar”.
Hvaða merkingu hefur þetta.
Mikilvægast er að uppfrætt sé í skólum landsins um trúarbrögð, trú og siðfræði í námskeiðum sem eru skyldunámsgreinar en þess um leið gætt að skoðað sé út í hvert horn og að iðkun trúar blandist ekki saman við fræðslu um trú.
Þessu hefur enginn andmælt, þetta er nákvæmlega það sem umræðan hefur snúist um. Jafnvel "hatrammir" trúleysingjar hafa ítrekað sagt að trúarbragðafræðsla eigi að fá aukið vægi og þar skuli sérstaklega leggja áherslu á kristni, sökum kristilegrar arfleifðar íslenskrar menningar.
En skólastarf er allt annað, þar er ekki verið að fjalla um kennslu í kristinfræði. Enda lögðu Höskuldur Þórhallsson og Jón Magnússon fram breytingartillögu þar sem þeir vildu fá vísun í kristinfræðikennslu inn í grunnskólalög. Sú tilllaga var felld.
Þessi nýja klausa í 2. grein laga um leik- og grunnskóla verður notuð nákvæmlega eins og "kristilegt siðgæði" þar á undan, til að réttlæta trúboð í skólum. Það sést líka best á því hverjir börðust fyrir því að fá klausuna inn og hvaða meðölum var beitt (ósannindum).
Matthías Ásgeirsson, 29.5.2008 kl. 10:21
Sæll Matthías! Ég hef verið að reyna að átta mig á því hvað þessi klausa þýði en ákvað að blogga ekki um það. Ég er svo sem ekki að færa neitt nýtt fram en veit það helst að Norðmenn taka skilaboð mannréttindadómstólsins mjög alvarlega að greina á milli iðkunar og fræðslu. Ég trúi ekki öðru en að viljinn sé sami hér á landi. Vegna almennra sjónarmiða um uppbyggingu samfélags. Ég deili hiuns vegar ekki með þér að ekki megi nefna kristinn arf því að sannarlega höfum við hlotið hann frá forfeðrum okkar. kv. B
Baldur Kristjánsson, 29.5.2008 kl. 11:34
Mér finnst alveg mega "nefna hann", en ég sé ekki annan tilgang með því að nefna hann í þessari klausu um skólastarf en að opna fyrir trúboð í skólum (bænastundir, heimsóknir presta, kirkjuheimsóknir með bænahaldi). Ég horfði á 2. umræður á Alþingi og ræður þingmanna sem mæltu fyrir þessu styrktu þá skoðun mína.
Mér finnst umræðan frekar gagnlítil ef ekki er fyrst komið á hreint hvað þetta þýðir. Er fólk ekki að tala í kross ef það liggur ekki fyrir?
Ég tek undir með þér varðandi mannréttindin. Þegar tillaga Kolbrúnar Halldórs var felld var það meðal annars gert vegna þess að vísun í mannréttindi væri óljós! Gildir það ekki hundraðfalt um kristna arfleifð?
Matthías Ásgeirsson, 29.5.2008 kl. 11:43
Tja, okkar ,,kristni arfur" skiptist nú í tvennt, annars vegar lútherskan sið og hins vegar kaþólskan. Auk þess var hér heiðni áður en kaþólska var tekin upp.
Um hvorn kristna siðinn ertu að tala þegar þú ert að tala um hina kristnu arfleifð?
Viltu að kaþólskum prestum sé veittur aðgangur að börnum þínum, nú eða barnabörnum á leikskólaaldri, til að stunda trúboð? Finnst þér eðlilegt að Hilmar allsherjargoði fái tækifæri til þess sama?
Í hverju felst þessi kristna arfleifð? Mér leikur mjög hugur á að vita hvað það er í þessari arfleifð sem er svo mikilvægt, að prestar eigi fá að mæta í leikskóla og kenna börnum að biðja bænir.
Mér finnst þessi klausa út í hött, ef satt best skal segja. Auðvitað er arfleifð okkar á margan hátt kristin, en hún er að mestu leyti íslensk. Íslendingar hafa í árhundruð sinnt sínu trúarlífi með mátulegu kæruleysi, sbr. hversu auðveldlega var skipt um siði hér annars vegar fyrir +1000 árum og hins vegar tæpum 500 árum. Auðveldlega segi ég, því hér voru ekki háð stríð eða menn stráfelldir af þessum sökum (og já, ég veit af Jóni Arasyni og sonum).
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson, 29.5.2008 kl. 13:51
Breytingartillaga við frv. til l. um grunnskóla frá Steingrími J. Sigfússyni, Árna Þór Sigurðssyni og Álheiði Ingadóttur.
Að sjálfsögðu var þessi tillaga felld og lögin samþykkt með kristinn arfleifð.
Hag hverra eru þingmenn þjóðarinnar að gæta? Ríkiskirkjunnar eða almennings?
A.m.k. er ekki verið að hugsa mikið um mannréttindi.
Matthías Ásgeirsson, 29.5.2008 kl. 21:40
Trúfrelsi er í gildi samkvæmt stjórnarskrá, það gildir jafnt til trúar og vantrúar og því engin þörf á slíku ákvæði í grunnskólalögum. Ákvæðið um ,,kristna arfleifð íslenskrar menningar” er eðlilegt og sjálfsagt, ekki sízt þegar að þessari arfleifð er sótt, bæði í fjölmiðlum og jafnvel þar sem sízt skyldi.
Jón Valur Jensson, 31.5.2008 kl. 12:50
Þarf ég að rökstyðja mál mitt frekar ef Jón Valur Jensson er á öndverðri skoðun?
Í sömu stjórnarskrá er grein sem stangast á við trúfrelsi.
Jón Valur mætti endilega fræða okkur um það hvaða merkingu þetta ákvæði hefur, þar sem það er í annarri grein leik- og grunnskólalaga og fjallar um starfssemi (en ekki námsefni) skólanna.
Þess má geta að líkt og Svavar Alfreð lokar Jón Valur á allar mínar athugasemdir.
Matthías Ásgeirsson, 31.5.2008 kl. 20:29
Það er nú eitt af eðlilegustu málum í heimi. En kannski Matthías fari smám saman að kunna sig svo vel á umræðuvettvangi, að menn hætti að loka á hann.
Jón Valur Jensson, 31.5.2008 kl. 22:44
Þú hefur aldrei getað bent á nokkra góða ástæðu til að loka á mig Jón Valur. Ekki frekar en Svavar.
Ég held að þessi ritskoðun ykkar hljóti að falla undir kristna arfleifð íslenskrar menningar, kannski það sé merking klausunnar. Kennum börnunum að þagga í þeim sem andæla.
A.m.k. gat JVJ ekki frætt okkur um nokkurn skapaðan hlut frekar en fyrri daginn.
Matthías Ásgeirsson, 1.6.2008 kl. 00:56
Ég hef marga reynt að illmælgi á netinu, en fáa sem Matthías. Það er verst að þetta var ekki bara í nösunum á honum. Svo ætti hann ekki að láta sem við Svavar séum þeir einu sem þurft hafa að útiloka athugasemdir hans – þeir eru mun fleiri.
Jón Valur Jensson, 1.6.2008 kl. 04:57
Enn kemur ekki svar um nýju klausuna frá JVJ en meira um dylgjur. Ég skora á JVJ að birta þær athugasemdir sem ollu því að hann lokaði á mig. Ég hvet séra Svavar til að gera það sama.
Ég kannast ekki við að fleiri hafi lokað á mig, séra Örn Bárður gerði það á tímabili en eins og þið gat hann ekki vísað á neitt. Hann rámaði í að ég hefði verið dónalegur, en það var einfaldlega rangt hjá honum. Hann gat ekki vísað í neitt.
Matthías Ásgeirsson, 1.6.2008 kl. 09:56
Ég nefni sem dæmi, auk okkar Svavars: Stefán Einar Stefánsson, Lindu Einarsdóttur og Rósu Aðalsteinsdóttur – hygg þau séu öll með lokað á Matta, en hef ekki gert neina almenna athugun á þessu meðal bloggara. Viljandi sleppi ég frekara þrasi við M.Á., hann er ekki sá skemmtilegasti að eiga við.
Jón Valur Jensson, 1.6.2008 kl. 12:46
Það er forvitnilegt að þau loka á mig, ekki geri ég athugasemdir á síður þeirra. Er ekki forskilirði að ég geri athugasemdir á síður þeirra?
Síðast þegar ég vissi hafði ég gert fjölmargar athugasemdir á síðu Stefáns, svo hætti ég því enda var hann orðinn afar dónalegur og ómálefnalegur í minn garð - dylgjaði um hæfi mitt sem foreldri svo dæmi sé tekið. Síður Lindur og Rósu skoða ég aldrei.
Auðvitað sleppir JVJ þrasi enda hefur hann ekki svarað spurningu minni sem var svona:
Matthías Ásgeirsson, 1.6.2008 kl. 14:58
Hefurðu hugleitt, Baldur, hvers vegna að þekking manna á mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindayfirlýsingu Evrópuráðsins er nánast engin, eins og þú segir? Jú ástæðan er augljóslega sú að þessar ályktanir voru ekki samdar fyrir íbúa réttarríkjanna, heldur fyrir alla hina. Sannleikurinn er auðvitað sá að í hinum klassísku réttarríkjum er enginn skortur á mannréttindum, þótt sósíalistar og kommúnistar af alls konar sort haldi fram hinum gagnstæða. Okkur ber að varast að gengisfella hugtök á borð við mannréttindi og frelsi. Það er enginn handhafi þeirra, nema einstaklingar.
Gústaf Níelsson, 1.6.2008 kl. 15:53
Matthíasi fannst ósköp eðlilegt að kalla mig "sendiboða djöfulsins," og þá er skiljanlegt, að hann hafi ekki tekið eftir neinum dónaskap af sinni hálfu í garð Stefáns Einars eða Arnar Bárðar.
Ákvæðið í leik- og grunnskólalögum, að starf þeirra skuli m.a. byggjast á ,,kristinni arfleifð íslenskrar menningar,” felur t.d. í sér, að menn eiga ekki í krafti einhverrar útjöfnunar- og fjölmenningarhyggju og meints 'hlutleysis' að geta krafizt þess og fengið því framgengt:
Jón Valur Jensson, 1.6.2008 kl. 16:13
Jón Valur, þú átt nú dálítið bágt.
Svar JVJ við spurningu minni er ákaflega merkilegt. Annars vegar byggist það á útúrsnúningum í lið 5,6, 7 og 8. þ.e.a.s. þeim ósannindum að einhverjir séu á móti því að börn læri um kristna arfleifð og menningu þjóðarinnar. Eins og Baldur veit vel er þetta lygi - sem þó hefur verið endurtekin undarlega oft af fulltrúum ríkiskirkjunnar.
Að öðru leyti er svar JVJ afar fróðlegt og vonandi að Baldur sjái nú af hverju við trúleysingjar erum á móti þessari klausu. Hún er nefnilega líklegt til að ofsatrúfólk eins og JVJ telji sig nú hafa rétt til að iðka trúboð í leik- og grunnskólum. Þetta er það sem við vöruðum við og þetta er það sem virðist ætla að gerast.
Það sýnir vel hve fulltrúar kristinnar hanga lengi í lyginni að JVJ dregur hér fram litlu jólin þó ítrekað hafi komið fram að umfjöllun um þau í desember byggðu á ósannindum.
Baldur, nú þætti mér vænt um hvort þú segðir mér og öðrum lesendum þínum hvort þú hafir skilning á þeim áhyggjum okkar trúleysingja sem ég nefni hér á undan. Eru skrif JVJ ekki nægilega sterk rök fyrir máli mínu?
Matthías Ásgeirsson, 1.6.2008 kl. 17:08
Svo Jón Valur haldi sig við efnið svara ég þessu í sér athugasemd. Ég er oft dónalegur, það játa ég. Það ert þú líka Jón Valur, þú ert afskaplega hoft hrokafullur og sýnir viðmælendum þínum hreinan og kláran dónaskap. Samt ritskoða ég þig ekki, hvorki á minni síðu né á vantrú.is
Varðandi dónaskap í garð Stefáns Einars og Arnar Bárðar er tvennt sem ég hef að segja. Annars vegar að Stefán Einar hefur verið mun rætnari og dónalegri í minn garð en ég í hans og hins vegar að ég kannast ekki við að hafa verið dónalegur í garð Arnar Bárðar. Ef þú ætlar að fullyrða annað skaltu sanna mál þitt með vísunum í mín skrif. Ef þú getur það ekki bið ég þig að draga þessar fullyrðingar þínar til baka.
Matthías Ásgeirsson, 1.6.2008 kl. 17:20
Það er EKKI trúboð að leyfa skólabörnum að teikna trúarstefs-myndir, lesa trúarljóð skálda eða fá að syngja trúarsöngva í leikskólum. Það er einfaldlega, í síðarnefnda tilvikinu, verið að taka fyrir það, að börn kristinna foreldra verði svipt næringu og tjáningu trúar sinnar. Aðrir, börn vantrúaðra og annarrar trúar fólks, geta fengið sína andlegu næringu í annarri stofu eða á öðrum tíma, en alltjent umhyggju, gæzlu og stund við föndur, leik eða ferð út í bæ, á meðan flest hin (þau kristnu) fá að syngja sín lög eða hafa sín litlujól. Matthías lætur sem Vantrúar- og Siðmenntarmenn hafi ekki sótt að skólanum, en það hafa þeir einmitt gert: sótt þar að frelsi barna og foreldra til að fá að lifa sína kristnu trú.
En nýja ákvæðið í leik- og grunnskólalögum réttlætir ekki yfirganginn og löghelgar ekki trúarlega afstæðis- og tómhyggju í skólakerfinu.
Jón Valur Jensson, 1.6.2008 kl. 17:21
Þar sem Baldur tekur ekki þátt í umræðunni ákvað ég að svara JVJ á bloggsíðu minni. Síðasta athugasemd JVJ sýnir aftur að hann misskilur og mistúlkar þetta allt saman.
Matthías Ásgeirsson, 1.6.2008 kl. 17:50
Það er ekki orðum eyðandi að því sem MÁ slettir þarna frá sér um dónaskap, enda ekkin stutt neinum tilvitnunum. Við kristnu bloggararnir komumst aldrei með tærnar þar sem þeir vantrúuðu sumir hverjir hafa hælana í óháttvísinni – að ég tali nú ekki um guðlastið! – Um skólamálin og kristnu arfleifðina mun ég ræða síðar á eigin slóðum.
Jón Valur Jensson, 2.6.2008 kl. 02:25
Alveg er þetta dæmigert. Í stað þess að rökstyðja dylgjur sínar eða draga orð sín til baka heldur JVJ áfram.
Það er lítið gagn í umræðum á þinni eigin slóð Jón Valur, þú ritskoðar þar allar athugasemdir. Þér er aftur á móti gvuðvelkomið að gera athugasemdir á minni síðu.
Matthías Ásgeirsson, 2.6.2008 kl. 09:11
Skoðanaleysi Baldurs finnst mér dálítið bagalegt.
Matthías Ásgeirsson, 2.6.2008 kl. 09:11
Ég hef verið upptekin við annað en fagna umræðunni og sé ekki ástæðu til að loka á einn eða neinn. Þetta sem Jón Valur fjallar um í lið 1-8 í athugasemd 15 (undanskil formála hans)er með jákvæðum formerkum eðlilegur og sjálfsagður þáttur íslenskrar menningarmótunar. Þessi áhersla á hið kristna í íslenskri menningararfleifð á þó hvorki að vera meira né minna en tilefni er til og dómarar í þeim efnum eiga auðvitað að vera faglega menntaðir kennarar.
Þó er ég ekki endilega sammála Jóni í öllu (frekar en fyrri daginn og er alls ekki að leggja blessun mína yfir framsetningu hans sem er til þess fallin eins og MÁ bendir að láta okkur halda það að andstæðingar þarna úti vilji banna þetta allt saman. JVJ er eins og höfundur Jóhannesarguðspjalls - greinilega umkringdur óvinum). Ég sé t.d. ekki sérstakt tilefni til að fjalla ítarlegar um kristna trú í mannkynssögu en útbreiðsla hennar gefur tilefni til - ef eitthvað er þá þyrftum við að læra mikið til skilnings á heiminum um fjarlæg trúarbrögð. Ef prestum er boðið í leikskóla á það að vera á forsendum skólans og ganga jafnt yfir alla.
Útaf fyrir sig held ég að hugtakið erfðagóss (arfleifð) íslenskrar menningar hefði alveg nægt en. Tel að þrátt fyrir þetta innskot með kristnina enga ástæðu til að óttast það að íslenskir skólar verði e.k. trúboðsstöðvar enda engin ástæða til þess. Við erum með kirkjur og safnaðarstarf, presta á hverju strái og fylgjendum annarra trúarbragða verður vonandi leyft að reisa sínar trúboðsstöðvar. En ekkert trúboð í skólum takk og enga fordóma gagnvart öðrum. Ég er oft hugsi yfir því að flest af því sem börnin mín innbyrða kemur frá öðrum en mér - frá kennurum, skólafélögum og vinum- og sumar kristnar útgáfur af veröldinni eru alls ekki að mínu skapi eins og alkunnugt er.
Baldur Kristjánsson, 2.6.2008 kl. 10:41
Ekkert finnst mér að því að líkjast í einhverju nafna mínum, höfundi Jóhannesarguðspjalls, og finnst að við Baldur ættum að reyna það báðir í stað þess að hann sproksetji báða, Jóhannes og arman mig.
En Matthías fer sem fyrri daginn með endemis þvælu, þegar hann segir að ég ritskoði allar athugasemdir á mínum Moggavef. Í miklum meirihluta vefgrfeina minna þarf ég ekki að ritskoða eina einustu athugasemd. Hins vegar hef ég fyrir fram áskilið mér rétt til að úthýsa þeim, sem fara yfir viss mörk, og þá ekki nema sanngjarnt, að ég framfylgi þeim reglum, og það sama gera margir aðrir; sumir eru hins vegar með skoðunarkerfi, þannig að þeir þurfi að hleypa athugasemdum í gegn með ákveðinni aðgerð, til þess að þær birtist (en hjá mér birtast athugasemdir sjálfkrafa), og eru vefir séra Svavars og Stebba Friðriks dæmi um það (í fyrra tilefninu sennilega vegna leiðinda trúleysingja); enn aðrir hafa bara lokað á allar athugasemdir (dæmi: Eiríkur Bergmann Einarsson). Hjá mér er þó umræða og alls ekki milli jábræðra einna saman.
Jón Valur Jensson, 2.6.2008 kl. 20:17
Ég þakka svarið Baldur.
Jón Valur getur ekki rökstutt með vísun í athugasemdir frá mér af hverju ég fæ ekki að gera neinar athugasemdir á hans síðu (það er alveg lokað á mig). Það getur séra Svavar ekki heldur gert og kýs hann frekar að hundsa tölvupósta þess efnis frá mér.
Matthías Ásgeirsson, 3.6.2008 kl. 10:17
Baldur - "Viðurkennt að menning okkar byggi á kristnum hugmyndum og kristnu hugsanaferli....."
Menning okkar er ekki byggð heldur menguð af kristnu hugarfari, Baldur.
Menning okkar er byggð á Samnorrænum átrúnaði sem nefnist Ásatrú og Grísk- Rómverskum gildum. Það er best hægt að sjá á heitum daganna sem enn eru óbreyttir í Noregi og t.d. Danmörku. Tirsdag (Týrsdagur), Onsdag (Óðinsdagur), Torsdag (Þórsdagur) og Fredag (Freyjudagur eða Frjádagur).
Einungis ruddar kristinna á Íslandi vildu eyða arfleifð Ásatrúar með því að breyta yfir í ómerkilega þriðju-, miðviku-, fim- og föstudaga. Arfleifð mánaðanna úr grískri hefð hefur þó haldist óbreytt, Jan, Feb, Mars, Apr o.s.frv. Eins gott að þeir heita ekki Matt, Mark, Lúk, Jóh o.s.frv.
Svo hafa ruddar kristinna á Íslandi vogað sér að breyta fyrri part nafna t.d. Þórmundur yfir í Guðmundur, Þorbjörg yfir í Guðbjörg, Þorbjörn yfir í Guðbjörn, Kristinn í staðinn fyrir Heiðinn o.s.frv.
Nei, það er margt ógert ennþá í að hreinsa okkar gömlu menningararfleifð af áhrifum kristiniþröngvunarinnar fyrir þúsund árum.
Að sjálfsögðu ætti að vernda börn og ungmenni gegn hvers kyns trúarinnrætingu á sama hátt og þau eru vernduð gegn hvers kyns pólitískri innrætingu.
Ekki viljum við taka upp sérstaka Sjálfstæðisflokksfræðitíma vegna glæstrar sögu þess stjórnmálaflokks á síðustu öld.
En segðu mér Baldur, er þessi nefnd ECRI sem þú ert í að reyna að hafa áhrif á stjórnvöld og sveitarstjórnir á þá vegu að þær birta ekki tölur um fjölda fólks eftir trúar-, litar-, þjóðernis- eða stjórmálaviðhorfum?
Mér gengur mjög erfiðlega að nálgast upplýsingar um t.d. fjölda múslima í Malmö, en Wikipedia segir þá vera um 35% íbúa.
Er það ekki aðför að tjáningarfrelsi manna að fá ekki aðgang að þessum tölum?
Sigurður Rósant, 3.6.2008 kl. 20:21
Sæll Sigurður! þetta með Sjálfstæðisflokksfræðitíma er góð hugmynd!!!
ECRI hefur mælt með því að stjórnvöld safni upplýsingum á borð við þær sem þú nefnir þ.e. um uppruna og þess háttar og þá í framhaldi af því statistikk um glæpatíðni, hverjir detta úr skólum o.s.frv. ECRI mælir með þessu á þeirri forsendu að þetta geti hjálpað stjórnvöldum að bregðast við, sjá tilhneigingar o.s.frv. Skoðanir um þetta eru hins vegar mjög skiptar í Evrópu og ef ég man rétt eru Svíar meðal þeirra sem vilja ekki safna svona upplýsingum á þeirri forsendu að uppruni manna komi málum yfirleitt ekki við.
Annars er þetta flókið. Einnig margbreytilegt hve langt yfirvöld vilja ganga. Spurnin um upplýst samþykki o.fl. o. fl. Þú ert svo sannarlega ekki einn um að velta þessu fyrir þér. Ég hef á vettvangi ECRI heldur verið á þeirri skoðun að kostirnir við upplýsingasöfnun væru meiri en kostirnir.
Ég leiði hjá mér að rökræða um kristnina. Hún er auðvitað hvort tveggja í senn félagslegt og trúarlegt fyrirbrigði. Andleg stofnun og veraldleg valdastofnun. kv. b
Baldur Kristjánsson, 3.6.2008 kl. 20:59
...meiri en gallarnir. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 3.6.2008 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.