6,1 á Richter -enn í nettu sjokki.
29.5.2008 | 16:34
Miklu sterkari hér en skjálftinn um aldamótinn. Ég steig ölduna á stofugólfinu að í því er viritst í eilífðartíma, sennilega 6-8 sekúndur. Hvinurinn fór vaxandi þann tíma og datt svo niður. Húsið fór beinlínis af stað. Það sem mér datt í hug var að nú hefði einhvers staðar hrunið. Núhefði einhver slasast. Ég hljóp út og á leikskólann - öll börn óhult - þar sem voru inni höfðu skriðið undir borð með leikskólakennurunum, stöku barn grét. Allir í nettu sjokki. Alls staðar sást fólk flýta sér að vitja barna sinna.
Hjá mér hrundi úr hillum bækur og dót, einn illa festur reykskynjari þeyttist í gólfið. Hef ekki neinar fregnir af meiðslum í Þorlákshöfn. Börnin eru enn með reiðhjólahjálma sína á höfðinu að ráði föðurins sem enn er í nettu sjokki. Hefur aldrei góður verið í jarðskjálftum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:36 | Facebook
Athugasemdir
Allur er varinn góður. Gott að börnin séu með hjálmana á hausnum.
Kveðja úr Danaveldi, þar sem jörðin er föst undir fótum okkar.
Skúli, Sigrún og börn
Skúli Freyr Br., 29.5.2008 kl. 17:42
Sæll Baldur.
Gott að heyra að þú og þínir eru óskaddaðir. Hefur þú séð eða heyrt einhverjar tilkynningar um skjálftana og viðbrögð við þeim á Ensku eða öðrum tungumálum en íslensku. Er bara hugsað til nýbúa sem á svæðinu búa.
kv,
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.5.2008 kl. 18:27
Gott að allir eru hólpnir,- og mikið er ég fegin að búa fyrir norðan ;) man ekki eftir fyrri skjálftanum 2000 ( svaf þann seinni af mér ) og finnst það alveg nægjanleg jarðskjálftalífsreynsla, dugar mér fyrir lífstíð. Sonur minn og famelí flúðu upp í Landeyjar.....
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 29.5.2008 kl. 22:01
Í skjálftanum 2000 þá voru líka upptökin í Holta og Landsveit og þá varð fólk á Hellu og nærsveitum verst úti. Núna er upptökin í Ingólfsfjalli og þá verða Selfoss, Hveragerði og nærsveitir verst úti.
Þetta er alveg hræðlegt þegar að svona náttúruhamfarir ríða yfir.
Voandi er þetta bara búið.
Linda litla, 30.5.2008 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.