Vanhæfir forystumenn og mikli áhrif Styrmis!

Hið opinbera markmið stjórnmálaflokka er að sjá samfélaginu fyrir
stjórnun. Hið dulda markmið að ná völdum fyrir sig og sína flokksmenn.
Meinið við stjórnmálaflokka er að innan þeirra ná yfirleitt framgangi
þeir sem sjá ekki samfélagið fyrir flokknum. Þeir sem lifa fyrir
flokkinn. Þeir sem vega menn og vigta eftir flokksskírteinum.
Ráðamönnum hættir þannig til þess að vera orðnir vanhæfir vegna
flokkshugsunar þegar þeir komast á toppinn. Það má segja þetta þannig
að það komist ekki aðrir á toppinn en þeir sem eru vanhæfir með þessum
hætti. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir samfélög að takmarka völd
stjórnmálaflokka sem mest og auka gegnsæi og beint lýðræði.
Var þetta síðasta ekki lokatillaga Styrmis Gunnarssonar? Á heimili mínu
hefur Mogginn verið keyptur alla hans ritstjórnartíð og gott betur.
Styrmir hefur því sennilega haft meiri áhrif á mig en ömmurnar til
samans. Þau áhrif leiddu þó ekki til neinnar fylgispektar við
Sjálfstæðisflokkinn, en Styrmir verður seint sakaður um að halda ekki
fram hlut hans. Því miður leiddu áhrif Styrmis ekki til slíkrar
fylgispektar get ég sagt því maður situr hérna uppi valdalaus og
einangraður. Þó með útsýni yfir Atlantshafið. Það merkilega er að ég
minnist þess ekki að hafa hitt Styrmi Gunnarsson.Hef ég þó marga hitt
en of langt yrði að telja þá upp hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband