Ólukkulega að þessu staðið!

Trúi Agli að nóg deyfilyf hafi verið til í landinu.  Eru ekki dýralæknar með þetta í töskunum sínum? Dýrið hlýtur þar að auki að hafa verið hungrað og lokka hefði mátt það í gildru með selbitum.  það virðist ósköp illa að þessu staðið. Við höfum svo sem áður verið ansi fljót að grípa til þess að fella dýr af litlu tilefni.  Var ekki líka fullhátt farið í stjórnunarstiganum.  Var ekki réttara að hafa samband við dómsmálaráðherra en umhverfisráðherra væri þetta ráðherramál á annað borð? Þetta var miklu fremur öryggismál en umhverfismál.  Eftir að búið var að fella dýrið, ef Björn hefði úrskurðað svo, hefði mátt hafa samband við umhverfisráðherra um urðun á skepnunni.

þetta er auðvitað sagt meðvitað af ákveðnu ábyrgðarleysi. Þeir menn sem þarna komu nálægt eru auðvitað pottþéttir skynsemismenn sem vita hvað þeir eru að gera. En samt....?

 


mbl.is „Hefði átt að loka veginum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Lyf voru til, til að svæfa dýrið voru til í landinu og en voru ekki sótt.

Hægaleikur var að veiða dýrið í net ( trollnet ) enda styrkurinn nægur til að halda dýrinu þetta hefur verið gert áður með góðum árangri en ekkert var hugsað aðeins að drepa.

En Þórunn mínus Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra veitti samþykki fyrir að drepa dýrið .

Rauða Ljónið, 3.6.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband