Mannréttindadómstóll og íslensk stjórnvöld!

Baugsmenn hyggjast áfrýja málsmeðferð til Evrópudómstólsins í Strassbourg. Í Stokkhólmi stendur nú yfir ráðstefna um það hvernig styrkja megi dómstólinn en 103 þúsund mál bíða nú eftir því að vera tekin þar  fyrir. Dómstóllinn líður fjárskort og er undirmannaður. Svíar eru í forsæti Evrópuráðsins þessa mánuðina og hafa einsett sér að vinna að því að Evrópusáttmálinn um mannréttindi verði virkur í aðildarríkjunum 47.  Mér er satt að segja ekki kunnugt um það hvort að íslensk stjórnvöld hafa stutt þá viðleitni að efla dómstólinn en dómstóllinn hefur verið mikilvægt tæki einstaklinga bæði hér á landi og annars staðar að ná fram rétti  sínum andspænis grónum hefðum og íhaldssömum og óréttlátum dómvenjum og lögum. Oftar en ekki hafa þessi mannréttindi náðst fram gagnvart ríkisvaldinu.Dómstóllinn í Strassbourg hefur sýnt sig vera mikilvægt tæki til verndar mannréttindum. Hann starfar á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu og viðauka nr. 12 sem bannar allar mismunun milli fólks hvort sem sú mismunun á rætur sínar í uppruna, trú, kynhneigð eða kyni. Þann viðauka hafa Íslendingar undirritað en ekki staðfest. Vonandi verða íslensk stjórnvöld í hópi þeirra sem styðja dómstólinn af heilum hug. Jafnvel þótt þau verði fyrir vikið að taka við fleiri ábendingum en ella um rétt þegna sinna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er stórmerkilegt hvað samfylkingarmenn sýna mannréttindum milljarðamæringanna í Baugi miklu meiri skilning en réttindum íslenskra sjómanna.  Ég gat ekki betur séð en að Karl Matthíasson hafi glaðst innilega yfir svari ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks til Mannréttindanefndar SÞ en í svarinu fólst að það ætti að hunsa álitið,   

Það er greinilegt að forystu Samfylkingarinnar þykir að þeir með þykkari veskin eigi að vera jafnari fyrir lögunum en aðrir.    

Sigurjón Þórðarson, 10.6.2008 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband