Tákn um frelsi hins fullkomna töffara!
11.6.2008 | 07:43
Umfjöllun um jarðskjálftana á Suðurlandi þar sem einn maður meiddi sig er miklu meiri en samanlögð umfjöllun fjölmiðla um banaslys í umferðinni á Íslandi síðustu tíu árin. Fórnarlömb umferðarhörmunganna skipta þó hundruðum og mörg þúsund manneskjur eiga um sárt að binda ævilangt. 20-30 manneskjur láta lífið í umferðinni á Íslandi árlega. 20-30 fjölskyldur brotna saman af sorg og örvinglan árlega. þeir sem valda dauðaslysum með glæpsamlegum akstri fá prófið sitt fljótlega aftur. Menn líta á það sem sport að aka án réttinda. Allir fá bílpróf, líka dómgreindarlausir bjálfar. Virt bílaumboð auglýsa glæsilega bíla sem tæki fyrir töffara og ofurhuga. Tákn um frelsi hins fullkomna töffara. Menn sýsla við græjurnar, éta, reykja og tala í síma þegar þeir aka. Léleg og ófullkomin umferðarmannvirki eru í notkun. Í þorpum og bæjum hafa göturnar forgang. Litið er á beiðnir um gangbrautir, hraðahindranir, hraðatakmarkanir og beiðni um skilti um varúð vegna barna sem raus og röfl í íbúum. Hugarfar okkur þegar kemur að umferð og bílum er hreinlega fáránlegt og býður hættunni heim. Alvöru hættu. Hættu sem sviptir okkur lífinu og lífshamingjunni.
Á ofsahraða á stolnum bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.