Hraksmánleg meðferð á Roma fólkinu !

Roma fólkið er að komast í sviðsljósið eftir hraksmánlega meðferð á Ítalíu þar sem búa 150 þúsund Roma þar af um 60 þúsund frá Rúmeníu. Í framhaldi af ódæðisverkum sem rakin eru til ólöglegra innflytjenda frá Rúmeníu þar af er a.m.k. einn Roma eða Sígauni(eins og okkur er tamt að nota) hafa ofsóknir á hendur þessu fólki aukist m.a. vegna óásættnlegs orðfæris stjórnmálamanna af hægi öfga væng (sem eiga nú aðild að ríkisstjórn og fara t.a.m. með Innanríkisráðuneytið).  Evrópuráðið (ECRI) hefur mótmælt þessu framferði stjórnmálamanna og fyrirhugaðri lagasetningu (sem auðvelda mun stjórnvöldum að reka fólk fyrirvaralaust úr landi) sem stenst tæpast neina mannréttindakvarða.

Mér eru málefni Roma fólksins hugleikin enda unnið með þau og dreg hér upp gamla grein til fróðleiks (í bili vegna veðurs).

,,Sígaunar eða Roma fólkið eins og það er víða kallað eða Roma-Sintí fólkið eða Roma Gypsi er að finna í flestum löndum Evrópu. Uppruni þess er talinn vera á Indlandi annars er hann horfinn í huliðshjúp sögunnar. Margt af Roma fólkinu hefur aðlagast samfélögum sínum prýðilega en annað ekki. Þeir sem fjallað hafa um Roma fókið draga fram að það hugsi meira í fjölskyldutengslum en samfélagstengslum, hugsi meira um að lifa lífinu meðal sinna nánustu en að ná frama í samfélaginu sem verður þeim meira framandi en öðrum. Í gegnum aldirnar hafði Roma fólkið meira svigrúm en nú til þess að ferðast eftir sínu höfði og hirti ekki um ríkisfang. Þeir áttu samt sín svæði og sín þing.  Með lokuðum ríkjum og reglugerðarverki nútímans hefur líf þeirra orðið erfiðara og þeir í auknum mæli verið neyddir til að setjast að um kyrrt og reyna að aðlagast þjóðfélaginu. Það hefur gengið misjafnlega og ekki hefur bætt úr að þeir mæta alls staðar fordómum þar sem þeir koma og þar sem þeir eru:  Gott dæmi af íslenskri bloggsíðu : 

“Sígaunar þessir héldu sterkt í menningu sína sem einkennist einna helst af betli og þjófnaði.”

Verið er að tala um hópinn sem kom hingað (hljóðfæraleikarar sem lögreglan sendi úr landi).  Skæðari kynþáttafordóma og endurspeglast í þessari setningu er vart hægt að hugsa sér.

Víðast hvar býr Roma fólkið við fátækt. Það á erfitt með að fá vinnu og húsnæði og mjög fáir ganga menntaveginn.  Verst eru kjör þeirra í Rúmeníu. Ótrúlega hátt hlutfall Roma barna þar eru í skóla fyrir seinþroska nemendur og oftast er ástæðan sú að þeir eru illa heima í máli svæðisins. Mjög fáir Roma ganga menntaveginn.

Það að vera Roma þýðir að þú færð ekki inngöngu í skóla hversu fær sem þú ert. Þú færð ekki húsnæði hversu “venjulegur” sem þú ert og þú færð ekki vinnu hversu “duglegur” sem þú ert.

Ég heimsótti Romahverfi í útjaðri Kiev um daginn ( vor 2007) og það var mikil fátækt. Fólkið þar hafði haft vinnu í verksmiðju sem var lögð niður.  Það flutti á staðinn vegna verksmiðjunnar fyrir áratugum síðan og byggði sín hús.  Það hafði ekki hirt um lóðaleigusamninga.  Nú voru stórfyrirtæki að hrekja þau af lóðum sínum og veifuðu þinglýsingum. Einhverjir mannréttindalögfræðingar voru komnir í málið.  Þær sögðu okkur konurnar að þeim væri alltaf sagt fyrst upp.

Þó að aðstæður þarna væru ömurlega þá var gleði og kátína ríkjandi.  Allar konurnar höfðu safnaðst saman við stórt borð og spiluðu lottó eða bingó.  Sælgætismolar voru í verðlaun.

Menning Sígauna er nefnilega rík og fjölbreytt. Fjölskyldu- og vinahópar halda vel saman eins og fyrr segir, dans og söngur og hljóðfæraleikur er mjög áberandi í menningu þeirra og alls kyns töfrabrögð og leikir. Litskúðugur og sérstakur  fatnaður kvennanna er dæmigerður og skartklæði karla og kvenna einstök.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Við þetta er því að bæta að flestum Roma líkar ekki nafngiftin Sígauni. Þó er svo ekki um alla t.d. ekki í Póllandi muni ég rétt.

Baldur Kristjánsson, 24.6.2008 kl. 16:36

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þeir fengu nú móttökurnar hjá sveitalöggunni okkar í dag...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.6.2008 kl. 21:09

3 Smámynd: Hallur Magnússon

"Þar sem eldarnir brenna" ætti að vera skyldulesning!

Það er skelfilega raunsönn lýsing þeirra hremminga sem Roma fólkið í Rúmeníu þurfti að þola. Ekki má heldur gleyma að fólkið var markhópur í útrýmingaherferð Hitlers.

Gyðingar fengu sitt ríki í kjölkfar heimsstyrjaldarinnar og blóðugum ofsóknum gegn þeim  yfirleitt hætt.

Sömu sögu er ekki að segja um Roma fólið.

Því miður.

Mennirnir eru bara ekki jafnir hér á jörð. Því miður.

Hallur Magnússon, 24.6.2008 kl. 22:51

4 identicon

Mér fannst annars vel tilfundið hjá RÚV í gær að hafa fréttina af prettum Roma fólksins (=seldi glingur sem gull óvitandi Íslendingum) strax á undan frétt um verðbréfaviðskipti eins bankans hér á landi (=fallandi gengi etc.). Hvort ætli sé meiri glæpur, að selja verðbréf sem gull væri eða glingur?

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 14:41

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já og ekki skemmdi, Carlos, fréttaaukinn af vinnubrögðum bankans í RÚV í kvöld. Það er ekki verið að siga löggunni á svoddan glæpalýð sem falinn er í tómum jakkafötum í bönkum, með skotveiðileifi á venjulegt fólk. Andskotans skömm.....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.6.2008 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband