Hvenær afnámum við aftur þrælahald..?

Íbúðarlán sem ég tók fyrir 6 mánuðum og var 8, 3 milljónir stendur nú í 9.1 milljón. Þó ég hafi greitt tæplega 300 þúsund krónur af láninu hefur lánið hækkað um tæplega 700 þúsund krónur.  Á sama  tíma hefur kaupið mitt staðið í stað og þess vegna lækkað að raunvirði væntanlega um tæp 10%.  Allt sem ég þarf að kaupa hefur hækkað um minnsta kosti um 10% svo sem matvara og olía.  Markaðsvirði húseignar minnar hefur lækkað á tímabilinu (um a.m.k. 10%) og mun lækka enn meira. Ég hef verið ginntur inn í svikamillu.  Ég hafði ástæðu til að ætla að kerfið sem umlykur mig væri réttlátt en svo er ekki. Einhverjir aðrir en ég hafa allt sitt á hreinu.

Nú eru þetta lágar upphæðir enda ég kominn fyrir vind í lífinu. En þrefaldi maður íbúðarlánið, setji það í 24 milljónir sem mun vera raunveruleiki margra í dag þá hækkar slíkt lán um tæplega 300 þúsund krónur á mánuði eða 3,6 milljónir á ári þrátt fyrir að skuldari  hafi greitt 1,8 milljón í afborganir, verðbætur og vexti. Á sama tíma lækkar kaup viðkomandi að raunvirði og kostnaður við að lifa snareykst.  En það er þess vegna sem lánið hækkar.........Hvenær afnámum við aftur þrælahald?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það hafi aldrei verið formlega aflagt á Íslandi - þótt nauðungarvinna sé bönnuð skv. stjórnarskrá.

En þrældóms vinna - líkt og að reyna að borga niður lán - viðgengst að sjálfsögðu, og ætti ekki að koma neinum á óvart, lán hafa lengi verið erfið viðureignar! Nú er bara að spara séra minn! Ráðdeild og sparnaður, hóflegt líferni - Hlýtur að teljast dyggð.

-sigm (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 08:54

2 identicon

Er virkilega enginn, sem getur afnumið verðtryggingu á lánum.  Nóg er nú að borga þessa himinháu vexti.

hjörtur björnsson (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 09:29

3 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Í þessum tölum kemur svart á hvítu fram hver kostnaður heimilanna í landinu er við að hafa íslenska krónu.  Krónu sem er síðan notuð miskunnarlaust til þess að arðræna heimilin.  Forsætisráðherrann okkar kallar það svo fallega "sveigjanleika"

G. Valdimar Valdemarsson, 25.6.2008 kl. 09:59

4 identicon

burt með verðtryggingu lána, þetta ástand sem þú lýsir svo vel, er að þurrka út allar eignir almennings. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 10:10

5 identicon

Hættu þessu væli.

Nú er aðalatriðið að búa alþingismönnum og ráðherrum áhyggjulaust ævikvöld og öryggi um afkomu sína (þú getur ekki ímyndað þér hvað það er erfitt fyrir þá að missa vinnuna). Að því vinnur formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hörðum höndum í sumar. Í anda jafnréttis, auðvitað.

Rómverji (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 10:28

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er nú svo undarlegt að stór hluti þjóðarinnar vill hafa hlutina svona og krossar við D kosningar eftir kosningar. Og situr uppi með forsætisráðherra sem vill "sveigjanleika" íslenskrar flotkrónu.

Þessar eru afleiðingarnar.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.6.2008 kl. 10:31

7 identicon

Já, verðtryggingin. Hún átti nú sinn þátt í að þjóðarsáttin tókst á sínum tíma. Svo megum við ekki gleyma því að verðtryggingin er grundvöllur þess að lífeyrissjóðir geti staðið við sínar skuldbindingar gagnvart sjóðfélögum.

Dr. Feelgood (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 11:05

8 identicon

Ef að ekki væri verðtrygginga á lánunum væru vaxtakjörin á íbúðalánum í kringum 20-22% og afborganirnar svo þungar að enginn ræði við þær. Það er hægt að fá óverðtryggt íbúðalán en þegar valkosturinn er settur fyrir framan fólk velur það yfirleitt verðtryggðu lánin vegna þess að afborganirnar eru jafnar yfir lánstímann meðan að óverðtryggðu lánin eru með mjög þungar afborganir í upphafi lánstímans.

 Þegar fólk kaupir sér húsnæði þá er það að taka töluverða áhættu. Áhættu sem það hefur kannski ekki þekkingu á. Þessi árátta okkar Íslendinga að þurfa að eiga húsnæðið sem það býr í er svolítil Bjarts í Sumarhúsa stemming...

Er 40 ára verðtryggt lán til íbúðakaupa nokkuð annað en leiga með eigendaáhættu?

IG (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 11:14

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þú hefðir geta tekið óverðtryggt lán á sama tíma með breytilegum vöxtum.  Þeir vextir væru nú í 24,5% eða svo og þú því að greiða ríflega 2 milljónir í vextina eina á ári.  Þá kýs ég frekar að hföuðstóllinn hækki um 700 þúsund. 

Það er alveg sama hvert litið er efnahagsstjórnun ríkisstjórnarinnar og peningamálastefna Seðlabankans undanfarin ár er að nauðga allri þjóðinni þessa daganna.  Það er náttúrulega út í hött að Seðlabankinn, sem standa á vörð um gjaldmiðil landsins, er gjörsamlega úrræða laus.  Hvar í hinum vestræna heimi liðist það að gengi gjaldmiðils lækkaði um 40% á innan við 6 mánuðum án þess að seðlabanki viðkomandi lands væri búinn að grípa inn í með aðgerðum.  Það getur vel verið að krónan hafi verið of hátt skráð og það getur vel verið að lausafjárkreppa sé í gangi á alþjóðlegum fjármálamarkaði, en að sitja hjá með hendur í skauti er grafalvarlegur hlutur.

Marinó G. Njálsson, 25.6.2008 kl. 11:38

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er mikil einföldun að kenna bara Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu um.  Róm var ekki byggð á einni nóttu og sama gildir um hagkerfið okkar.  Framsókn er alveg jafn samsek í þessu máli og við megum ekki gleyma því að ráðherrar viðskipta- og bankamála komu úr þeirra röðum í heil 12 ár ýmist með viðkomu í stól Seðlabankastjóra eða með þann stól sem næsta stopp.

Marinó G. Njálsson, 25.6.2008 kl. 12:19

11 identicon

Verðtryggingin gerir lánakjör á Íslandi ógagnsæ. Slævir verðskyn fólks. Hennar vegna hafa landsmenn unað vaxtapyndinni í áratugi án þess að æmta að ráði.

Rómverji (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 13:44

12 identicon

Það er nú Framsókn sem startaði þessum bruna með kosningaloforðum tengdum Íbúðalánasjóð. Framkvæmd þeirra loforða hafa valdið gríðarlegu ójafnvægi og komið í veg fyrir virkni stýrivaxta hér á landi...

IG (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 13:51

13 identicon

Friðrik Jónsson (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 14:35

14 identicon

Svörin við þessu öllu er að við KJÓSUM þetta yfir okkur, ráðum við því hverjir fara á þing??

Besta dæmið er Árni J (tæplega 49% yfir strikanir á kjörstað) og Björn b (tæplega 43% yfir strikanir á kjörstað) og Björn er ráðherra.  Davíð O er lögfræðingur, Ekki hagfræðingur  hvað veit hann??

Auðvitað átti að fella út verðtryggingu á lánum þegar bankarnir voru einkavæddir búa til meiri samkeppni, þeir geta gert allt í þessum lána bisness án þess að taka ábyrgð

Hvurslags banana lýðveldi er þetta?? maður spyr sig

Ómar (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 19:11

15 identicon

Sæll Baldur

Þú ert með öflugri mönnum á netinu og þorir að viðra skoðanir þínar opinskátt. Það var kominn tími til að menn þyrfðu að hafa skoðanir á bönkunum og áhrifum verðtryggingar lána á fólk og heimili. Sú umfjöllun hjá þér er mér að skapi og það væri þarft verk fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra þar sem tími hennar er kominn aftur að breytta því sem hún var mesti hvatamaður til, verðtrygginguna að hún sæi sig um hönd og afnæmi hana sem allra fyrst. Það má með nokkru réttu segja að þeir sem tóku lánin fyrir óþarfa og glingri geti sjálfum sér um kennt, en þau rök ná ekki til íbúðárhúsnæðis og í því tilfelli nær refsingin ekki bara til lántakendanna heldur líka til saklausra barna sen fylgja með út á götuna. Þegar lán hækka svo á tveimur mánuðum að þau gleypa í sig 3 ára niðurgreiðlu sömu lána þá fer að styttast í að fólk í slíkri stöðu þurfi á opinberi aðstoð eða framlagi inn í fjármál sín. Til samanburðar má geta þess að fjármagnseigendur sem lifa eingöngu af fjármagnstekjum sínum einum saman borga ekki krónu i útsvar í sinni heimabyggð. Mig undrar þegar slíkir flottræflar sperra stél og tala með vandlætingartón um fólkið sem liði í beltigarði félagsmálayfirvalda.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband