Farinn að hljóma eins og Bjarni Harðarson...!

Geir Haarde telur allt eins koma til greina að taka upp dollar eins og evru.  Um leið og hann segir það í Viðskiptablaðinu í gær gefur hann það í skyn að við gætum allt eins tekið upp Skandinavískar myntir.  Upptaka dollars myndi þýða að við færðumst enn þá meir yfir á Bandarískt áhrifasvæði og fjarlægðumst Evrópu. Vill forsætisráðherra það? Sér hann það í alvöru lausn fyrir Íslendinga að taka upp norska krónu? Eiga þá Norðmenn að stjórna sveigjanleikanum?  Vitaskuld er Evran eini raunhæfi kosturinn. Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa.

Það verður svo að segjast alveg eins og er að forsætisráðherra er farinn að hljóma eins og Bjarni Harðarson þegar talinu er vikið að myntmálum og evrópumálum.  Það er hlaupið úr einu víginu í annað.  Leitað út um allt að rökum gegn hinni óhjákvæmilegu og nauðsynlegu þróun.

Það er svo aftur gráglettni örlaganna að forsætisráðherra hefur vísað í málflutning hins nýja þingmanns (Bjarna) daginn eftir kosningar sem rök fyrir því að halda ekki inn í kjörtímabilið með eins manns meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.  Reynslan er að sýna það að þeir hefðu sofið vært saman í ríkisstjórn(fljótandi að....) skoðanabræðurnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er farið að verða hálf kjánalegt að horfa á manninn verja krónuræfilinn með kjafti og klóm í útlöndum, þar sem menn bara brosa í kampinn yfir forneskjunni. Það segir heilmikið um þetta mál að það skuli helst að finna vopnabróðir í ruglinu í Bjarna Harðarsyni...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.6.2008 kl. 10:21

2 identicon

Danir eru með sína dönsku krónu sem var okkar hér áður. Danir eru í Evrópubandalaginu og í stað þess að taka upp evru hafa þeir fast tengt krónunna sína við evrunna. Stýrivextir hjá Seðlabanka Evrópu er 4.0% í dag. Danir eru með vikmörk á sínum stýrivöxtum sem eru í 0.25% hærri en þeir eru í evrulöndunum. Stýrivextir eru því í Danmörk í dag 4.25% á meðan þeir eru á Íslandi 15.75% ef ég man rétt. Það er ekki krónunni að kenna hvernig komið er við höfum því miður eytt miklu meira en aflað er það er stóra vandamálið því miður.

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 10:43

3 Smámynd: Sævar Helgason

Vændræðagangurinn hjá forsætisráðherra og Valhöll , gagnvart ESB og evrumyntbandalaginu ,er orðinn algjör. Og fylgi Flokksins meðal þjóðarinnar er fallandi- skoðanakannanir upplýsa það.  Eru þeir að mála sig útí horn ???

Sævar Helgason, 26.6.2008 kl. 12:27

4 identicon

Það er orðið lífsspursmál að koma xD frá völdum; Viðhorf Geirs(Ef þau eru þá hans) til evru og eu eru óneitanlega löngu farin að taka á sig sjúklega mynd.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 14:11

5 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Sjálfstæðisflokkurinn ætti að vera með um það bil 10% fylgi,miðað við þann hóp sem hann vinnur fyrir.Ég held að okkar "ágæti" forsætisráðherra sé algjörlega ráðvilltur og hafi ekki minnstu hugmynd um hvernig taka á þeim vanda sem þjóðin á í.Enda virðist íslenska þjóðin vera aukaatriði í hugum þessara kalla.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 26.6.2008 kl. 20:33

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er satt og rétt Anna, það hefði aldrei gengið. En staðan er svakaleg í þessu núna, þessi mikli meirihluti og ekki notaður til neins fyrr en allt of seint og allt of lítið??

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.6.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband