Eitt samfellt ævintýri

Nú skal slegið í helgarreisu að Svínafelli í Öræfum sem er næsti bær við Skaftafell hjarta hins víðlenda og flotta Vatnajökulsþjóðgarðs.  Þarna er einn fegursti blettur Íslands svartur sandurinn, blá lúpínan, grasið grænt, hrikaleg fjöllinn, bláhvítur jökullinn og ber við bláan himininn. Í góðu veðri ríkir þarna fegurðin ein svo jafnvel Gunnlaugur B. Ólafsson væri fullsæmdur af með sitt Stafafell í Lóni þar sem Lónsöræfin hrikaleg glitra í öllum regnbogans litum hrikaleg himni mót með sífelldar ögranir á göngumanninn.

Ræman sólarmegin við Vatnajökul frá Skaftafelli að Staðarfelli er annars eitt samfellt ævintýri.  Útivist á íslandi að sumarlagi er það einnig.  Því miður þá njóta ekki allir þeirra lífsgæða. Menn átta sig ekki á þessu:  Eru latir, staðir eða þunglyndir og svo eru auðvitað margir sem ekki hafa efni á því að taka sér frí og ferðast innanlands.  Þó ættu flestir að hafa efni á þvú að  ferðast með bakpoka og tjald í rútu eins og útlendingar gera margir.

Það þarf að auglýsa þessa paradís, Ísland,  betur. Íslendingar eru orðnir vanir því að láta auglýsa allt ofaní sig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úrdráttur úr grein ,,Á ferð um fagra Ísland''eftir undirritaðan sem þá var hópferðarbílstjóri. Greinin í heild birtist í Fréttablaðinu í mars 2004. 

Verðmæt auglýsing
Sem dæmi um hversu mikilvægt það er að vel til takist í samskiptum við þessa erlenda gesti okkar sem koma til að skoða landið, að í einni tjaldferðinni þar sem greinarhöfundur var bæði bílstjóri og fararstjóri kynntist ég heimsþekktum ljósmyndara Heinz Zak sem fór fyrir hóp ljósmyndara í þessari ferð, sérhæfir hann sig í myndatökum m.a af fjallaklifi og landslagi. Hann hyggur á útgáfu ljósmyndabókar um Ísland. Þessi bók yrði ígildi verðmætrar auglýsingar um land okkar og þjóð.

Ferðamennirnir í þessari ferð voru sammála að Ísland væri paradís ljósmyndarans, var einhugur þeirra allra að koma aftur til landsins við fyrsta tækifæri.

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ.

P.S. Það á að vera hægt að finna mynd úr þessari tjaldferð af Skógafossi síðast er ég vissi a.m.k. á www.heinzzak.com

B.N (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 01:42

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Tek undir hvert einasta orð. Ég er alin upp við ferðalög um landið og við höfum kosið að koma okkur upp búnaði fyrir innanlandsferðalög með börnin okkar. Það er að mínu mati hluti af mínum uppeldislegum skyldum að kynna börnin fyrir landinu sínu. Og við höfum verið býsna dugleg við það.

Við fórum í fyrra m.a. austur í Skaftafell, gengum þar eins og litlir fætur þoldu og nutum hinnar óviðjafnanlegu náttúru sem þú lýsir í pistlinum. Hughrifum þeim sem ég varð fyrir við Svartafoss í blankalogni rétt undir miðnættið á bjartasta tíma ársins verður ekki með orðum lýst.

Næst er ferðinni heitið norður í land. Mývatnssveit fyrst við veiðar, síðan vestur á bóginn (á ísbjarnaslóðir!). Ætlum að skoða ,,Strandir og norðurland vestra" eins og enn segir í veðurfréttum. Ég vona bara að það fari að hlýna nyrðra

Sigþrúður Harðardóttir, 30.6.2008 kl. 12:54

3 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

....uppeldislegu...

Sigþrúður Harðardóttir, 30.6.2008 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband