Af svikaprettum Rúmena eða Roma fólks eða Sígauna?
30.6.2008 | 08:50
Fyrir nokkru voru nokkrir Rúmenar staðnir að svikaprettum hér á Suðurlandi þegar þeir seldu grandalausum Selfyssingum glingur sem verðmæta skartgripi. Bæði lögreglan og fjölmiðlar töluðu um Sígauna í þessu sambandi. Einn sagði að þeir hefðu líkst Sígaunum!? Fyrir utan það að það er mjög hæpið að kynþáttagreina fólk með þessum hætti þá spyr ég: Af hverju notum við ekki Roma eða Roma fólkið þegar við tölum um fólk af þessum ættkvíslum sem okkur er tamt að kenna við Sígauna og á uppruna sinn í djúpi sögunnar í Indlandi? (sjá færslu mína hér fyrir nokkru). Ég er viss um að þetta Rúmenska fólk hefði ekki viljað láta kalla sig Sígauna og sennilega aldrei heyrt það orð. Það er hins vegar líklegt að það hefði samþykkt að vera kennt við Roma, Roma fólkið sem þýðir eiginlega manneskjur.
Roma er það heiti sem fólkið sjálft vill nota. Í nær öllum löndum Evrópu. Sumir nota þó Roma-Gypsy, aðrir Roma-Sintí. Aðeins einu sinni hef ég hitt Roma sem góðkenna Sígaunanafnið.
Haraldur Ólafsson vakti athygli á því fyrir áratugum að Eskimóar gengjust ekki við því heiti og vildu láta kalla sig Inuita. Það bar árangur. Við vísum yfirleitt til Inuita. Ég spyr: Ætum við ekki af sömu ástæðu að fara að nota Roma fólkið eða Róma fólkið yfir það fólk sem við höfum nefnt Sígauna og hefur á sér flökkubragð en ekki næstum því allir Róma eru flakkarar, öðru nær. Mundum við kjósa að vera kallaðir eitthvað annað en við vildum?
Gaman væri að fá málefnaleg sjónarmið á þetta frá blaðamönnum, íslenskufræðingum eða mannfræðingum eða bara venjulegum bloggurum sem eru margir hverjir vel að sér og vel menntaðir nema hvort tveggja sé.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:32 | Facebook
Athugasemdir
Roma fólkinu (þjóðinni) eða 'the Roma people' eins og það heitir í fræðiritum á ensku, er lítt gefið um Sígauna nafnbótina og vill heita Roma. Samkvæmt þeirra tungumáli þýðir Roma þjóð eða fólk.
Róma fólkið er þjóðflokkur og nýtur réttinda frumbyggja. En sérstakir alþjóðlegir sáttmálar hafa verið gerðir um réttindi frumbyggja.
Aðalheiður Ámundadóttir, 30.6.2008 kl. 12:51
orðið sígauni er bara skandinavíska heitið á roma fólkinu.. annarstaðar kallaðir gypsies..
hér er ágætisgrein um "þetta fólk".
http://encarta.msn.com/encyclopedia_761568856/Roma_(people).html
Óskar Þorkelsson, 30.6.2008 kl. 18:06
gleymdi að bæta við.. ég skil ekki afhverju íslendingar kalla romaníu rúmeníu.. landið heitir romanía.. þetta rúm er óskiljanlegt fyrir mig.
Óskar Þorkelsson, 30.6.2008 kl. 18:07
Sæll Óskar og þið hin! Í Skandinavíu vilja þeir yfirleitt láta kalla sig Roma en það er rétt Síganuanafnið er mest bundið við Norðurslóðir. Pólskum Roma er ekki illa við það heiti. Roma er yfirleitt núorðið illa við Gypsi. Mikið var notað Roma-Gypsy en flestum líkar best við Roma. Spurningin er: Af hverju notum við það ekki alveg eins og við tölum núorðið um Inuita en ekki Eskimóa.
Baldur Kristjánsson, 30.6.2008 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.