Ofsóknirnar gegn Roma fólkinu!

það sem er að gerast á Ítalíu er auðvitað svakalegt og hefur bitnað gríðarlega  á Roma fólkinu bæði því sem hefur komið frá Rúmeníu (ESB borgarar með fullan rétt til að dvelja á Ítalíu  en víða áfátt með skráningu) og ítölskum Róma. Eftirfarandi yfirlýsing frá Terry Davis framkvæmdastjóra Evrópuráðsins segir eiginlega allt sem segja þarf um ástandið.

"The Italian Minister of Interior is reported to have proposed that all Roma, including children, living in camps in Italy should be fingerprinted. This proposal invites historical analogies which are so obvious that they do not even have to be spelled out. While I believe that Italian democracy and its institutions are mature enough to prevent any such ideas becoming laws, I am nevertheless concerned that a senior member of the government of one of Council of Europe member states is reported to have made such a proposal.”

Innanríkisráðherrann er úr Norðurbandalaginu samstarfsflokki flokks Berlusconi. Hann ásamt borgarstjóranum í Róm hafa sent frá sér ótrúlegar yfirlýsingar sem hafa ekki aðeins bitnað á Róma fólkinu heldur fjöldamörgum (öðrum) innflytjendum.

Ég trúi ekki öðru en að íslensk yfirvöld þ.m.t. lögrega meðhöndli Roma slétt eins og annað fólk svo ég tali nú ekki um fjölmiðlafólk.  Full ástæða er til aðgætni þar sem fordómar í garð Róma fólks eru mjög inngrónir.  Mér finnst t.d. að fjölmiðlar ættu að nefna Roma sínu nafni en ekki gildishlöðnu norrænu heiti sem þeir sjálfir vilja ekki kannast við.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AK-72

Í nýlegri grein eftir ítalskan mannfræðing sem ég las, þá er talað um það að ástandið á Ítalíu og hugarfar í garð innflytjenda, Roma og sérstaklega múslima, sé farið að minna á tíma Mussólínis. Norður-bandalagið er víst þar fremst í flokki og ef ég skildi rétt, flokkist undir þá flokka sem sprottið hafa upp úr svartsökkum Mussólinis.

Sagan virðist ætla að fara endurtaka sig.....

AK-72, 2.7.2008 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband