Af ,,heiðursmorðum" og ,,okkar" eigin morðum!

Engum dettur í hug að mæla ,,sæmdarmorðum" bót. Yfirleitt eru það dætur sem eru myrtar af feðrum sínum eða bræðrum af  því að þær ,,svíkja" fjölskyldur sínar með því að taka saman við menn af öðru menningarsvæði. Morð af þessu tagi eru þekkt meðal fólks frá Asíu einkum Pakistan sem sest hefur að í Evrópu.  Sem betur fer hefur lögreglu í samvinnu við minnihlutahópa tekist að stemma mjög stigu við þessum djöfullegu og virti firrtu morðum sem kalla yfir sig sorg í marga ættliði.

Á vesturlöndum er ekki óalgengt að morð séu innan fjölskyldna.  Það er ekki svo fátítt að menn fæddir á vestulöndum aldir upp í hinni grísk,gyðinglegu,kristnu menningu drepi maka sína, foreldra sína, frændur og frænkur. Jafnvel börnin sín. Af innanlandsvettvangi minnist ég þess að maður af íslensku bergi brotinn drap konu sína sem var ættuð frá Asíu. Hundruðum saman, í þessu fámenni sem hér er, flýja íslenskar konur, margar hverjar frá Asíu, lúbarðar til Stígamóta eftir misþyrmingar maka sinna. Margt af þessu eru sannkallaðr ,,heiðursbarsmíðar" sprottnar af abrýðissemi.

Þannig er að við lítum á þetta sem afbrigðilega hegðun sem einhvern veginn tengist okkur ekki þegar ,,við" eigum í hlut en hluta af menningu ,,hinna" þegar þeir eiga í hlut. Jafnvel eitthvað sem ,,þeir" ætla að yfirfæra á ,,okkar" samfélag.

Ég held að ,,heiðursmorðin" hjá Pakistönum flokkist undir afbrigðilega hegðun líkt og ,,okkar" eigin morð og ,,okkar" eigin barsmíðar.  Nema að morð og barsmíðar eigi rætur í menningu beggja?

 


mbl.is Reiði í Danmörku vegna sæmdarmorðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mikið er ég sammála þér.  Ég las t.d. brennd lifandi sem er einmitt frásögn stúlku sem býr í littlu afskræmdu héraði í Indlandi.  Þar er hræðilegt ástand.  Svo hins vegar fór ég til Indlands í sex vikurtil mombai og þekki nokkuð vel til þar núna, þar sem systir mín er með fyrirtæki þar og það er ekki hægt að segja að konur séu kúgaðar þar.

Hins vegar er mikil stéttaskipting og götufólk t.d. telst ekki til stéttar. Ef götufólk deyr eða er drepið, alveg óháð kyni eða aldri efast ég um að það yrði nokkuð gert í því.  Litarhaft hefur líka mikið að gera með hvernig þú ert metin þar.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 2.7.2008 kl. 09:42

2 identicon

Trúarpólitísk tengsl heiðursmorðA við Íslam ótvíræð.

Það er mikill misskilningur að álíta að heiðursmorð eigi sér ekki ríka stoð í hinu pólitíska Íslam.  Það er auðvelt að rökstyðja það og nægar sannanir fyrir hugsanaferlinu á bakvið heiðursmorðin.  Þær slóðir liggja allar til Kóransins, og Annálanna. 

Heiðursmorð í Íslam

Stórt atriði er að þegar kona giftist manni af öðrum trúarhópi eða grein Íslams, þá gerist hún fyrrverandi-Múslími og þar með réttdræp.  Einnig er stúlkan í stór hættu ef væntanlegur maki er ekki þóknanlegur fjölskyldunni einhverra ástæðna vegna.  Sama skeður ef hún vill temja sér vestræna lífshætti, þá er hún einnig orðin  fyrrverandi-Múslími (apostate,  fráhvarfsmaður frá trúnni)

 

 

Úr 4. Kafla  88-89  "Viltu reyna að leiðbeina þeim sem Allah hefur afvegaleitt? Þá sem Allah hefur afvegaleitt skaltu ekki reyna að leiðbeina. Þeir þrá að þú verðir trúleysingi svo þú verðir eins og þeir sjálfir; þess vegna skaltu ekki gera þá að vinum þínum nema þeir flýi frá sínum fjölskyldum til að þóknast Allah, en ef þeir snúa aftur heim til sín skaltu elta þá uppi og drepa þá hvar sem þú finnur þá, en leitaðu ekki aðstoðar eða vinskapar meðal þeirra." 

 

Ég vil benda á eftirfarandi greinar um HEIÐURSMORР og slóðirnar að þeim:

HEIÐURSMORÐ OG STAÐA KVENNA Í ÍSLAM

http://hermdarverk.blogcentral.is/blog/2008/4/21/heidursmord-og-stada-kvenna-i-islam/

HEIÐURSMORÐ, 9. GRÖFIN Í FJÖLSKYLDUNNI.

http://hermdarverk.blogcentral.is/blog/2008/4/22/heidursmord-9-grofin-i-fjolskyldunni/

Athyglisverð stuttmynd um heiðursmorð.

Everywoman- Honour Killings- 07 Dec 07- Part 2

http://www.youtube.com/watch?v=PZ0XHZhlpBc

 

 

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 10:12

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Skúli fúli, gat verið.  Það er hægt að benda á nóg um fjölskyldur sem annars staðar og ekki íslamskar sem er virkilega ógeðslegar.

Skamms er að geta bandarísku systranna sem læsti syni sína í búrum og voru byrjaðar að éta þálifandi þegar þeir fundust, eða kvennanna sem áttu lítinn 5 ára son sem þær hefðu pínt svo illa í marga mánuði að ótrúlegt var að barnið lifði.  Við getum svo farið til Austurríkis þar sem óhugnalegir atburðir hafa ítrekað verið að koma upp á yfirborðið undanfarið.  Og já hvað með nauðgunarbúðirnar og skipulegar nauðgunarherferðir í Affríku.  Ofbeldi er eitthvað mannlegt, því miður og er alls staðar og ekkert háð ákveðnum hóp. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 2.7.2008 kl. 10:25

4 identicon

 

 

Í þessari færslu þinn felst mikill misskilningur. Þegar um svokölluð ”sæmdarmorð” er að ræða eru þau til upphefðar og sæmdar fyrir fjölskylduna í því menningarsamfélagi sem fjölskyldan er sprottin úr.Veist þú einhvern á Íslandi eða í vestrænum menningarheimi sem er stoltur yfir að hafa morðingja í fjölskyldunni/ættinni?

Stúlkurnar ,því oftast eru það stúlkur,  koma frá Írak, Kúrdistan, Jórdaníu, Palestínu, Afganistan svo nokkuð sé nefnt, auk Pakistans. Það er ekki alltaf spurning um mismunandi menningarheima , það getur verið um skakka ættflok(/klan) að ræða en allt snýst um að hafa stjórn á kynlífi ungra stúlkna því þær eru eign fjölskylduföðurins/ættarinnar. Ég get nefnt þrjár stúlkur hér í

Svíþjóð:  Fadime Shaindal sem var skotin í höfiðið af föður sínum, Pela sem var myrt af föðurbræðrum sínum í Kúrdistan eftir að fjölskylda hennar hafði skilið hana eftir þar velvitandi hvað koma skyldi og Sara í Umeå sem var myrt af föður sínum. Hún var 15 ára og fór út á diskótekí trassi við óskir föðurins

Og viltu heyra um afganska drenginn sem varð ástfanginn af afganskri stúlku í Högsby í nágrenni Kalmar og hún af honum en foreldrarnir höfðu ákveðið að hún skyldi giftast öðrum manni af sama ”klan” eins og hún. Móðir stúlkunnar hellti yfir hann sjóðheitri matarolíu þegar hann kom í fyrsta sinn í heimsókn aðhann hélt til þess að kynnast fjölskyldu stúlkunnar. Síðan gengu faðir og bróðir stúlkunnar endanlega frá houm með því að stinga hann  tuttugu hnífstungum þar sem hann lá skaðbrenndur.

Að bera þetta saman við morð í afbrýði er ekkert annað en fölsun.

 

 

S.H. (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 10:30

5 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

S.H. Það er ekki langt síðan við íslendingar vorum stoltir af drápum.  Þá gengu menn um og hefndu, drápu mann og annann.  Við erum annsi stolt af þeim sögum og hreykjum okkur reglulega af þeim. 

Morðingar á borð við Egill skallagríms, Gísla Súrson ofl. eru miklar hetjur hér á íslandi.

Ekki er heldur langt síðan konur víða í evrópu voru brenndar lifandi á báli fyrir grun um að vera göldróttar. 

Við getum ekki gleymt hvernig var með fólk í þýskalandi og víða í evrópu ekki nema fyrir 60-70 árum síðan.   Hvað er að gerast í kína? Hvað eru bandarískir hermenn að gera í írak og hvað er að gerast núna í Afríku?

Núna voru að koma fréttir um evroskan mannsalshring, þar sem íslendingar m.a. eru grunaðir um aðild að nýta sér börn, konur og menn í neyð einmitt í þessum löndum þar sem þetta fólk hefur engan rétt. 

Heimurinn er ljótur, svo mikið er víst.  Mennirnir misjafnir.  Við höfum verið svolítið mikið mötuð af fréttum um vondu miðausturríkismennina og gleymum að þar er bara fólk eins og við. 

Það gleymist líka að fjöldinn þarna er gífurlegur og það er ekki hægt að dæma alla út frá littlum hópum.  Þarna þarf vissulega að breyta því sem er í gangi. Það er óhugnalegt það sem maður hefur heyrt. Allt ofbeldi á ekki að líða, aldrei en fólkið þarna þarf ekki að vera verra en annars staðar eða betra. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 2.7.2008 kl. 10:54

6 identicon

 Thessari faerslu minni hér á undan var ad sjálfsögdu beint til Baldurs en Nanna Katrín má líka taka hana "ad notam" thar sem hún vedur í sömu villu.

S.H (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 10:54

7 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þú getur ekki sagt að skoðanir eða hugmyndir séu villur, þú ert ekki það merkilegur að þín skoðun geti verið sú eina rétta.  Það er engin sem hefur bara rétt fyrir sér og engar villur eiga sér stað hér.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 2.7.2008 kl. 11:01

8 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Skúli!  þú ert pikkfastur í öfgum. Ég fer annað en til þín í leit að upplýsingum um Islam.  Þú mættir einnig sýna þá kurteisi að nota venjulegt letur í kommentum þínum.  þetta er svo ofbeldislegt eins og þú ryðst fram.  Svo skaltu reyna að kynnast fólki sem hefur alist upp við Islam og velta fyrir þér spurningunni hvort það geti verið að ,,aðrir" séu svona ómögulegir og ,,við" eftir því vammlausir. reyna svo að ná þér í annan og hófsamari litteratúr þegar þú leitar þér upplýsinga um Islam, margbreytileik trúarbragðanna og menningarheimanna.  Alhæfingar á borð sem þú notar bera vott um skilningsleysi.  bestu kveðjur. B

Baldur Kristjánsson, 2.7.2008 kl. 11:38

9 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

"Veist þú einhvern á Íslandi eða í vestrænum menningarheimi sem er stoltur yfir að hafa morðingja í fjölskyldunni/ættinni?"

Mig langar að svara þessu.  Ég veit ekki um neinn sem er kannski stoltur en ég get sagt þér dæmi sem ég þekki mjög vel, um stúlku sem var nauðgað og barinn illa á hennar heimili með barn sitt sofandi í næsta herbergi.  Þegar hún hugðist gera eitthvað í málinu kom í ljós að gerandinn var af mjög þekktri og völdugri íslenskri fjölskyldu.  Henni var gert það ljóst að ef hún myndi svo mikið sem minnast á nafn mannsins sem gerði henni þetta myndi hún og barn hennar vera í bráðri hættu.  Eins var henni gert fyrir að hún gæti aldrei unnið mál ef hún gerði það að slíku enda mikil tengsl til valdamiklra manna.  Þetta kalla ég sæmdarglæp sem öll fjölskyldan tekur þátt í.

Það var líka stúlku nauðgað í littlu bæjarfélagi og fólki tók sig saman og safnaði undirskriftarlista gegn stúlkunni um að hún væri ekki velkomin þar.  Það myndi ég líka kalla sæmdarglæp þar sem heilt bæjarfélag tekur sig saman á móti fórnarlambi kynferðisglæps.

Stúlka sem skrifar hér á mbl.is var misnotuð sem barn, hún ákvað að koma fram og hefur verið útskúfuð frá sinni fjölskyldu. Það myndi ég segja að væri fjölskylda sem fremur glæp til að halda í heiður og sæmd en þú?

Svona glæpir eru til alls staðar í öllum samfélögum.  Hér má bara ekki tala um þá, það ríkir mikið uss yfir kynferðisglæpum og heimilisofbeldi enda er ekki langt síðan að slíkt var talið einkamál.

Ég taka það fram að ég er ekki að réttlæta þá glæpi sem fara fram sumstaðar í þessum löndum heldur benda á að þetta er víða og fylgir fólki.  Ekki er rétt að dæma heilu þjóðirnar út þessu. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 2.7.2008 kl. 11:51

10 identicon

 

 

Þetta er alveg kolrangur samanburður hjá þér Nanna Katrín.  Íslendingasögurnar lýsa atburðum fyrir mörg hundruð árum síðan en nú erum við að tala um tuttugustu og fyrstu öldina. Þar var heldur ekki níðst á konum eða getur þú gefiið mér dæmi um það? Þú meinar þó ekki að á Íslandi í dag ríki blóðshefndir eins og  á Sturlungaöld eða landnámsöld?! Og að líkja saman stríðsátökum og hermdarverkum sem þar gerast er algjörlega út í hött. Hvað hefur það að gera með ungar dætur múslíma í Svíþjóð sem myrtar eru af sínum eigin fjölskyldum af þær vilja ekki hlýða og af því karlpeningurinn vill ráða yfir ”sexualitet” þeirra?

Èg var bara að benda þér á að bera ekki saman algerlega óskyld mál. Eða viltu réttlæta heiðursmorð eða neita að þau séu algeng í þeim menningarheimi sem ég nefndi?

S.H. (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 11:51

11 identicon

Ágæti Séra Baldur,

Þakka þér fyrir föðurlegar leiðbeiningar þínar, en er ákveðinn í að hafa þær að engu enda forsendur þínar ekki réttar  að mínu mati.

Mín heimild er hið Pólitíska Íslam eins og það er lagt fyrir í Kóraninum, sem er stjórnarskrá Írans og Sádi Arabíu.

Það verður ekki gengið fram hjá því. Dr. Wafa Sultan, fyrrverandi Múslími segir að ekki sé neinn mismunur á ,,Hófsömu Íslam" og öfga Íslam.  Þetta sé allt sama tóbakið. Þú getur hlustað á hina fjölmörgu fyrirlestra hennar um efnið á YouTube.com.

 Nanna mín,  ég eyði engu púðri í þig, þú verður að lifa við það.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 11:54

12 Smámynd: AK-72

Held nú að það sé hægt að benda á að heiðursmorð meðal Vesturlandabúa tíðkast og nægir að benda á Ítalíu og önnur Miðjarðarhafslönd þar sem kaþólskir og rómversk-kaþólskir fremja morð á kvenkyns fjölskyldumeðlimi vegna þess að hun svaf hjá röngum manni eða álíka. Ég ætla mér að fullyrða svo að þetta sé svipuð tíðni og svo má e.t.v. velta fyrir sér hvort morð á eiginkonum vegna framhjáhalds t.d. sé ekki heiðursmorð. Ef svo er þá getum við bætt enn við.

Mig rámar þar að auki að einvhers stðaar í BNA hafi ungur maður veirð myrtur fyrir einhverju síðan, vegna þess að hann kom út úr skápnum sem var þvílík skömm fyrir fjöslylduna. SPurning svo morðið á Brandon Teena hafi ekki einnig verið heiðursmorð þar sem morðingjunum fannst vegið að sæmd sinni með því að hafa umgengst hana sem karlmann.

AK-72, 2.7.2008 kl. 12:18

13 identicon

Vil benda AK -72 á ad trúlega eru mordingjar sóttir til saka fyrir glaepi framda á Ítalíu og annars stadar í theim tilfellum sem hann nefnir. Svo er ekki um "heidursmord". Foreldrar Pelu ( sem ég skrifadi um á ödru bloggi í dag) vissu vel ad heima í Svíthjód yrdu fjölskyldumedlimir sóttir til saka og thess vegna vard theim mikid í mun ad koma Pelu til heimalndsins thar sem födurbraedur gengu frá henni.  Svona glaepir eru nefnilega fjölskyldunni til frama.

Nú eru "balkongmord" í Svíthjód " sista skriket"

Átta ungar stúlkur hafa fallid út af svölum sídustu árAllar dóu nema ein sem er lömud í hjólastól. Thad er enginn til frásagnar nema fjölskyldan og nánir aettingjar. Ekkert vopn, hvorki hengingaról eda byssa bara líflaus líkami sem fallid í götuna.

Sé ekki ástaedu til ad svara Nönnu. Hennar innlegg er efninu óvidkomandi.

S.H. (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 12:40

14 identicon

Fróðleiksmoli:

"Þó var líflátsrefsingum enn beitt á Alþingi fyrir ýmsar sakir langt fram eftir 18. öld, þar á meðal á konur fyrir meint skírlífsbrot og hórdóm.
[....]
Konur sem átti að drekkja voru leiddar fram á klettahaftið og troðið þar með valdi í poka sem steypt var yfir höfuðið. Reipi var bundið um þær miðjar og þær sennilega látnar standa nokkra stund á klettabríkinni —því aftökur voru ekki aðeins refsing fyrir meint ódæði heldur ekki síður víti til varnaðar. Því næst var þeim hrint fram af og haldið niðri í vatninu með priki uns ekkert hreyfðist meir."
(Drekkingarhylur)

Baldur McQueen (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 12:43

15 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

S.H. Hvað meinaru?  efninu óviðkomandi?  Finnst þér það sem ég taldi upp ekki heiðurs og sæmdarglæpir?  Eða eru þeir kannski einkamál, þar sem íslendingar eiga í hlut?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 2.7.2008 kl. 13:11

16 identicon

Aya‘an Hirsi Ali um  Dáðleysi Múslímskra kvenna,

Á blaðsíðu 302 í bók sinni ,,Frjáls“ segir Ayaan Hirsi Ali meðal annars:  ,,Múslímskum konum er innrætt slíkt dáðleysi að það jaðrar við að þær hugsi ekki heila sjálfstæða hugsun. Þær hafa því sjaldnast hæfileika til að skipuleggja eitt eða neitt né vilja til að tjá skoðanir sínar.“

Og ennfremur segir hún á bls. 303 í sömu bók: ,,Hvert það samfélag sem er enn í járngreipum Íslams kúgar konur og hefur dregist aftur úr í þróun. Flest þessara samfélaga eru fátæk, mörg eiga um sárt að binda af völdum átaka og stríðs.“

HEIÐURSMORÐ Í  HOLLANDI.

Á meðan Ayaan  Hirsi Ali var þingmaður ,,Frjálslynda Flokksins“  þá fékk hún í gegn félagslega rannsókn á því hve algeng ,,Heiðursmorð“ væru í Hollandi, því það lá ekki fyrir í lögregluskýrslum, vegna þess að slík morð voru nefnd öðrum nöfnum og hún hafði ástæðu til að ætla að  slíkir glæpir væru algengir,  en þetta segir hún á bls. 317 í bókinni ,,Frjáls“   um niðurstöður könnunar í  tveim lögregluumdæmum  í Hollandi á þessum málaflokki: ,,Frá október 2004 til maí 2005 voru ellefu múslímskar stúlkur drepnar af fjölskyldum sínum í aðeins þessum tveimur umdæmum. (Alls eru 25 slík umdæmi í Hollandi.). Þegar þetta lá fyrir var hætt að saka mig um ýkjur.“

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 13:29

17 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Hirsi Ali alhæfir um múslimskar konur og múslimska menningu og hefur eiginlega skrifað sig út í horn.  kv. B

Baldur Kristjánsson, 2.7.2008 kl. 13:37

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta með svokölluð heiðursmorð, þá er ekkert endilega alveg einfalt að átta sig á eða skilgreina hvað liggur að baki.

En þetta er ekkert tengt islam eða trú (þó að geti alveg verið að sumir grípi til trúar til að réttlæta voðaverk sín)  Slík morð þekkjast meðal kristinna á svæðum í M-austurlöndum. Ergo: Ekki er samasem merki milli islam og slíkra verka.

Sumir hafa vilja kalla menningartengt, þe. að slíkt megi rekja langt aftur og sé eitthvað sem vissir ættbálkar eða ættir hafi fest sig í o.s.frv.

Aðrir hafa einfaldlega sagt að þetta sé hvorki tengt trú né menningu heldur sé það sem rekur fólk til slíkra verka hrein heimska og fáfræði.

Uppá síðkastið hefur það gerst að ef muslimsk kona er myrt er strax sagt á V-löndum: Heiðursmorð.  Án þess að afgerandi sönnun sé fyrir því.  Td. í tengslum við málið í Danmörku núna, þá er ekki alveg ljóst hvað það var sem gerðist.  Td er haft eftir vinkonu Thariu og fleirum að ekki hafi verið um sæmdarmorð að ræða.  Heldur hafi morðinginn sagt það í von um að sleppa betur undan refsingu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.7.2008 kl. 13:41

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mr. McQueen, aftökurnar á konum í lútherskum sið á Íslandi stöfuðu af dómhörku danskra, lútherskra guðfræðinga í Kaupmannahöfn gegn óléttum konum, sem áttu börn í óleyfilegum samböndum (reyndar aðeins í þyngstu ákærumálunum, en tilfellin þó skuggalega mörg), og þetta Stóridóms-réttarfar ofarverðrar 16. aldar til þeirrar átjándu hefur ekkert með sannan kristindóm að gera.

Nanna Katrín, það er vitavonlaus barátta hjá þér að reyna að telja okkur trú um, að þetta sé bara jafnt yfir línuna, heiðursmorð séu frramin jafnt meðal islamskra manna sem hjá öðrum í heimi þessum nú á 21. öld. Viljirðu halda því fram, fer grunur að vakna um, að tilgangurinn kunni að vera sá að verja öfgatrú þeirra sem þar standa að baki.

Séra Baldur, þú hefðir nú mátt nefna fósturdráp okkar sjálfra í tugþúsundavís í þessum samanburði. Í því tilliti hafa múslimaþjóðirnar margfalt hreinni skjöld en við, enda eru þær verðlaunaðar með mikilli fólksfjölgun. En ugglaust eru þau ófá tilvikin, að foreldrar hér á landi hafa til að standa vörð um "heiður" fjölskyldunnar sópað "vandamáli" ófædds barns undir teppið með því að ýta dóttur sinni út í fósturdeyðingu. Kannski það séu okkar helztu "heiðursdráp"?

Jón Valur Jensson, 2.7.2008 kl. 13:48

20 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk Baldur fyrir fínan pistil.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.7.2008 kl. 13:49

21 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Jón Valur ég er ekki að reyna jafna þetta heldur benda á að óréttlætið er víða en hjá múslimum.  Þú þarft að vera ansi blindur til að halda því fram að þar sé eina vonda fólkið í heimnum.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 2.7.2008 kl. 13:53

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekki lengra síðan en í tíufréttum Sjónvarpsins í gær, sem sagt var frá því, að islömsk kona í Danmörku, sem hafði ekki getað eignazt son og neitaði að hlýða karlmönnum í ættinni, var send til Pakistan, þar sem mágur hennar skaut hana. Ég vísa hér á fréttina (tengill til að sjá og hlusta): Dönsk kona drepin í Pakistan, og þar kom fram, að hún er bara eina af u.þ.b. átta slíkum í Danmörku (minnir mig), sem drepin hefur verið í þess háttar 'heiðursmorði'.

Jón Valur Jensson, 2.7.2008 kl. 13:57

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nanna mín, ég er ekkert að halda því fram, að það sé ekki vonzka og manndráp til meðal allra þjóða og kynþátta heims.

Jón Valur Jensson, 2.7.2008 kl. 13:59

24 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Nei ekki þú en margir gera það.  Vilja halda því stöðugt fram að þar sé öll illska heims geymd og á þessu fólki beri að varast.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 2.7.2008 kl. 14:02

25 identicon

Nanna og Baldur! Það er merkilegt hvað þið reynið að verja islam í þessu sambandi. Staðreyndin er sú að klerkar islams og þeirra trúarrit, kóraninn, réttlæta vald karla yfir konum og beitingu ofbeldis. Samanburður við einstaka obeldisatburði í okkar menningarheimi er hlægilegur í þessum samanburði. Áður en þið svarið, vil ég hvetja ykkur til að lesa kóraninn og heimildir um stríðsherran Múhammeð!

Ásgeir (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 17:23

26 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þú ert enginn múslimskur guðfræðingur.  Ég hygg að þú hafir ekki einu sinni lesið Gamla testamentið og kannt örugglega lítil skil á ,,kóranskri" túlkunarhefð.  Við Nanna vitum að manníf í heiminum er miklu flóknara og margbreytilegra en svo að hægt sé að skipta því upp í svart og hvítt eins og nokkrir sperrtir strákar eru sífellt að reyna. Annars bestu kveðjur. B

Baldur Kristjánsson, 2.7.2008 kl. 17:39

27 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það sem mér finnst merkilegt er hvernig fólk er sagt vera að verja Íslam þegar bent er ákveðnar staðreyndir sem koma Íslam ekkert frekar við en Kristni, Gyðingdómur eða Hindúatrú. Samt er það staðreynd að í öllum þessum trúarbrögðum (kristni í gegnum GT) er að finna dauðarefsiákvæði fyrir hórdómsbrot sem á einhverjum tíma hefur verið framfylkt af átrúendum og valdhöfum.

Að því sögðu, þá skulum við athuga hvar svo kölluð heiðursdráp tíðkast í dag eða miðað við 2006. Eftirtalin lönd eru á listanum; Albanía, Bangladess, Brasilía, Kanada, Danmörk, Ekvador, Þýskaland, Indland, Írak, Ísrael (á meðal Araba, Drúsa og Bedúína) Ítalía, Pakistan, á Palestínsku landsvæðunum, Sádi Arabía, Svíþjóð, Úganda, Bretland og Bandaríkin.

Þau lönd í heiminum þar sem heiðursmorð eru ekki meðhöndluð eins og venjuleg morð samkvæmt lögum eru;  Jórdanía, Sýrland, Morakó, Haíti og Kúrdistan.  Í Pakistan eru lög sem banna slík morð en litið er fram hjá þeim af lögregluyfirvöldum. Þar til 1991 voru lög sem heimiluðu heiðursdráp í gildi bæði í Brasilíu og Kólumbíu.

Heiðursmorð eru fyrst og fremst menningarlegt fyrirbæri sem Íslam, þrátt fyrir að hafa sín Saría lög hefur ekki náð að uppræta. Í Saría lögunum er ekkert sem hvetur til eða leyfir heiðursmorð. Flest ríki múslíma hafa bannað þau með secular löggjöf.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.7.2008 kl. 18:11

28 identicon

Baldur. Gamla testamentið skiptir engu í þessu samhengi. Menningar heimur okkar grundvallast að mestu leiti á boðskap Jesú og Páls postula  í nýja testamentinu um umburðarlindi og kærleika. Það saman verður því miður ekki sagt um boðskap Múhammeðs!

Já það er rétt, ég er ekki guðfræðingur, né tel ég mig trúaðan mann, en ég aðhyllist umburðarlyndi, frelsi og kærleikshugsjónina. 

Ásgeir (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 18:14

29 identicon

Séra Baldur og aðrir sem vit hafa á múslimsku.

Vitið þið hvernig stjórnvöld og almenningur í múslimaríkjum bregst við "heiðursmorðum" ?

Er það með einhverjum svipuðum hætti og brugðist er við morðum  í vestrænum ríkjum?

Án þess að ég telji mig beinlínis vita það, grunar mig að vægar eða engar refsingar séu  í ýmsum múslimaríkjum við  þessum svokölluðu heiðursmorðum.

Ef að ég hef eitthvað til míns máls í þessu, tel ég það endurspegla 

yfirburði vestrænna léttkristinna þjóðfélaga.

Ég vil játa það að ég er mótfallinn fjölgun múslima í evrópu, enda tel ég þeim fyrir bestu að vera lausir við okkur trúvillinga úr umhverfi sínu.

Það liggur í augum uppi að best hlýtur að fara um þá í sérstökum múslimalöndum þar sem þeir geta ræktað trú sína og menningu ótruflaðir, enda úr góðu úrvali friðsamlegra og vel stjórnaðra múslimaríkja að velja.

Kveðja, séra sigurður.

séra sigurður (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 20:54

30 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Í Eþíópíu á meðal Afani ættbálksins berja þeir konurnar sína daglega. Þeir eru múslímar sem umskera stúlkubörnin sín. Síðasta heiðursmorðið á meðal þeirra var framið 1977. Afaníar,  bæði karlmenn og kvenmenn þeirra,  hafa sagt frá því opinberlega að þeim þyki slíkt ekkert óeðlilegt. Allir karlmenn ganga um á daginn með hríðskotariffla og gera ekki handtak annað en að gæta nautgripa sinna. Karlmenn eiga flestir 2 til 3 konur. Afaníar eru hirðingjar sem taka sig upp tvisvar á ári til að skipta um beitilönd.

Tyrkir, líta á heiðursmorð sem forna villimennsku, upp til hópa, nema þeir sem komið hafa frá vanþróaðri löndum Íslam.

Í Pakistan fer það eftir hvers konar heiðursmorð hefur verið framið, hvort almenningur fordæmir það eða ekki. Heiðursmorð af völdum ófrjósemi er fordæmdur, en morð fyrir hórdómsbrot er liðið, þrátt fyrir að vera ólöglegt.

Séra Sigurður. Hvaða lönd hafðir þú í huga?

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.7.2008 kl. 23:10

31 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Takk fyrir fínan pistil sem er sem talaður úr mínu hjarta.  Takk Nanna fyrir fín innlegg.  Guði sé lof fyrir fólk eins og ykkur.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 3.7.2008 kl. 16:08

32 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Maður er alltaf jafn hissa, að sjá sjá "siðferðilegri afstæðishyggju" beitt til að réttlæta glæpi eins og dætramorð. Mér finnst viðeigandi að nefna þessi morð "hatursmorð" fremur en "sæmdarmorð", eins og ég gerði í bloggi mínu þann 12.06.2007:

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/236911/

Um "siðferðilega afstæðishyggju" hef ég til dæmis ritað hér:

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/307193/

Fyrr á þessu ári ritaði Vilhjálmur Örn pistil, sem hann nefndi (Nasjónal)sósíalsimi í réttu ljósi. Þar setti ég inn athugasemd um "siðferðilega afstæðishyggju" og er hægt að sjá þá umræðu hér:

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/526338/

Þeir sem beita "siðferðilega afstæðishyggju" fara að jafnaði með nokkur sannindi, en þeir eru að bera saman ósamanbæra hluti. Þetta er eins og að bera saman eppli og appelsínur. Auðvitað er "siðferðilega afstæðishyggju" skammarlegur málflutningur, en þeir sem styðja slæma eða jafnvel glæpsamlega hegðan eiga svo sem ekki margra kosta völ. Mín niðurstaða er sú, að þeir sem reyna að afsaka hatursmorð múslima, eiga ekkert annað skilið en fyrirlitningu.

Mér þykir Baldur vera djarfmæltur, þegar hann segir:

Á vesturlöndum er ekki óalgengt að morð séu innan fjölskyldna. Það er ekki svo fátítt að menn fæddir á vestulöndum aldir upp í hinni grísk, gyðinglegu, kristnu menningu drepi maka sína, foreldra sína, frændur og frænkur. Jafnvel börnin sín.

Hvaðan hefur Baldur þessar upplýsingar ? Eru svona dráp algeng ? Höfum í huga, að hann er hér að jafna við hatursmorð múslima. Þar til hann hefur sannað fullyrðingar sínar, lít ég svo á, að hann sé hér að beita hreinræktaðri "siðferðilegri afstæðishyggju".

Baldur skuli nefna til sögunnar ,,heiðursbarsmíðar", í umfjöllum sinni um "hatursmorð", bendir óneitanlega til hins sama. Verið er að afsaka glæpsamlega hegðan múslima. Aðferðin er "siðferðileg afstæðishyggja".

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.7.2008 kl. 00:06

33 identicon

Hvað eru menn líka alltaf að hnýta í Hitler?  Stalín drap miklu fleiri.  og Bandaríkjamenn drápu indjána og hútúar tútsa og andskotinn ömmu sína.

Með svona þvaðri sem þið kattaþvottarfólk íslams ástundið opinberið þið ekki aðeins prógrammeraða heimsmynd ykkar heldur einnig ótrúlega fyrirlitningu á fórnarlömbum íslams.  Fyrirlitningu á kúguðum konum sem gjalda fyrir það að vilja stjórna sínu lífi með sínu sama lífi.  Og þetta er að gerast á vesturlöndum í lange baner.  í Svíþjóð for kræing át lád!

Þeir sem viljandi drepa þessu máli á dreif með vaðli um aðra glæpi annarstaðar ættu að skammast sín.  Ekki síst þjóðkirkjuprestar sem virðast ekki sjá rykkorn á tandurhreinum skildi fylgjenda falsspámannsins múhameðs.

marco (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 01:27

34 identicon

Góðir lesendur og ritarar,

Enginn afsakenda Íslams, hálfmúslímar og fylgjenda mislukkaðrar Fjölmenningarstefnu hefur  afsannað  fullyrðingu mína um að Heiðursmorð í Íslam séu sprottin upp af og studd af málsgreinum í hinu Pólitíska Íslam.

Það skiptir engu máli þó að útburður stúlkubarna og heiðursmorð hafi verið ástunduð fyrir daga Múhameðs, því að hann tók meir og minna allan heiðna pakkann upp í Íslam. Varð einfaldlega að gera það til að leysa fjöldann allan af guðfræðilegum ágreiningsatriðum til að fá fjöldann á Arabíuskaganum til fylgilags við sig, enda var annað dauðadómur, sbr. Kóran 008:039 og 002:193 og 009:005.  Ef í harðbakkann sló þá var guðfræðilegur ágreiningur leystur með því að drepa andstæðinginn.

Það er tilgangslaust fyrir ykkur afsakendur Íslams að tönglast sínkt og heilagt á því að heiðursmorð séu hefðir meðal Múslíma og annarra.  Staðreyndin er sú að heiðursmorð eru margfalt fleiri meðal Múslíma heldur en annarra trúarhópa, plús limlesting á sköpunarfærum kvenna, en hvoru tveggja helgast af tilvitnunum í Íslamskar ritningar.

Hið pólitíska Íslam er fullt af ofbeldisfullri boðun  og afleiðingar þess  eru hræðilegir glæpir, þar sem líkum er misþyrmt á hinn óhugnanlegasta hátt.  Það er sem sagt ekki nóg að drepa manneskju, það verður líka að limlesta hana og svívirða í nafni Allah hins mikla eins og forskrifað er í Íslömskum ritningum.

Ég kenni verulega í brjóst um fólk eins og Séra Baldur og jábræður hans að hafa ekki kjark í sér til að horfast í augu við boðskap hins pólitíska Íslams og takast á við það. Höfnun á sannleikanum leiðir til þess að Íslamistum eða Múslímum er ekki hjálpað út úr þessu fangelsi hugarheimsins þeirra á réttan hátt og þeim ekki sýnd sú virðing að ranghugmyndir þeirra séu leiðréttar.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 10:45

35 identicon

Hér er áhugaverð umræða um  kennsluefni  barna í íslömskum skólum út um allan heiminn.  Skólastjórinn í Lundúnaskólanum situr fyrir svörum.

http://www.youtube.com/watch?v=_hBXHtQDxOo&eurl=http://sheikyermami.com

Til nánari skýringa sjá þessa færslu um skoðanaskipti við Múslíma:

http://www.iceblog.org/entry.php?w=hrydjuverk&e_id=58

Vill einhver gera athugasemd við þessi skoðanaskipti.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband