Útrás eða Innrás kirkjunnar hér og í USA
2.7.2008 | 13:10
Það er athyglisvert að Barak Obama tekur undir og ætlar að útvíkka hugmyndir Bush um að trúarhópar fái fé til þess að halda úti félagsþjónustu. Með öðrum orðum. Félagsþjónusta alríkisins yrði veitt í einhverjum mæli gegnum kirkjur og trúarhópa.
Þetta er gömul og umdeild áætlun Bush forseta sem hann hefur áður þurft að bakka með m.a. vegna spillingar í framkvæmdinni og óteljandi spurninga sem vakna. Þá er þetta baráttumál frjálsra trúarhópa í Bandaríkjunum. Andmælendur telja þetta brot á ákvæðum stjórnarskrár um aðskilnað ríkis og kirkju. Þeir óttast að aðstoðin muni blandast trúboði og benda m.a. á það að trúarhópar ráði fólk til starfseminnar úr sínum hópi þ.e. eftir trúarskoðunum.
Margir frjálslyndir stuðningsmenn hafa gagnrýnt Obama fyrir það að taka undir áætlanir í þessa veru en hann er auðvitað í baráttu um atkvæði trúaðra. Um leið og hann hefur talað um að ganga jafnvel lengra en Bush forseti hefur hann lagt áherslu á að fé sem trúarhópar fengju mætti aðeins nota til veraldlegra verkefna á faglegum grunni.
McCain hefur tekið undir þetta. Augljóst er því að trúarhópar fái aukin verkefni í Bandarísku samfélagi.
Hvernig er þetta hérlendis. Höfum við ekki þjóðkirkju? Væri ekki upplagt að fela henni og öðrum verkefni af þessu tagi? Kirkjur eru í því að hjálpa fátækum og líkna sjúkum og víða í Evrópu urðu þær hluti af hinu formlega félagskerfi. En ekki hér. Gæti útrás eða innrás kirkjunnar inn í hið veraldlega samfélag verið fólgið í slíkum ,,konkret verkefnum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hversvegna í ósköpunum ætti fólk, með menntun í þjóðsögum bronsaldarmanna frá miðausturlöndum, frekar að vinna við samfélagsþjónustu heldur en fólk með menntun í félagsfræði/sálfræði?
Nú segist þú vera jafnaðarmaður, finnst þér í alvörunni eitthvað eftirsóknarvert við það hvernig hlutirnir eru í bandarísku samfélagi?Ari Björn Sigurðsson, 2.7.2008 kl. 13:42
Þetta er hlægilega grátlegt.
Líkast til er Obama bara að fiska atkvæði, trú er að verða bandaríkjamönnum svo mikill fjötur um fót að þeir eru að falla niður í að verða vanþróað ríki.
Vísindamenn og þekkingariðnaðurinn hefur miklar áhyggjur af þessu, einnig er það stórhættulegt fyrir heimsfriðinn að usa sé að umbreytast í eitt stórt Jesúland
DoctorE (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 15:19
Ari! Sumt er ágætt. Sagt hefur verið að það versta og besta megi finna í bandaríkjunum. Ég reikna með að kirkjuranar ráði sálfræðinga/félagsfræðinga eftir því sem þörf er á. Annars held ég að þetta eigi ekki við hér -okkar kerfi er ágætt. Ef ég byggi í USA myndi ég setja fyrirvara á þessa leið af augljósum ástæðum. Þegar þú víkur að menntun prestanna talar þú eins og kotroskinn unglingur. Þú veist greinilega ekkert hvað þú ert að tala um. kv. B
Baldur Kristjánsson, 2.7.2008 kl. 16:23
Ef kirkjur vilja láta gott af sér leiða þá eiga þær einfaldlega að gera það en ekki betla styrk af ríkinu til þess. Annað hvort fórnar maður sínum eigin peningum til að gera öðrum gott eða sleppir því. Miklu frekar en að gera öðrum gott fyrir annara manna peninga.
Mofi, 2.7.2008 kl. 16:54
Vilborg Isleifsdottir Bickel skrifadi doktorsritgerd um samfelagslegar breytingar i kjolfar sidaskipta a Islandi. I bok sinni benti hun m.a. a thad ad klausturran kongsmanna hafi grafid svo undan fataekrahjalp Islenskrar kirkju (- hun faerdist yfir a hreppana), ad thjodin vard fyrir verulegum skada sem hun nadi ser ekki af um aldir.
Eg held ad thad megi leida ad thvi likum, ad islensk thjodkirkja er ekki duglegri en hun er i thjonustu sinni vid fataeka og felagslega bagstadda, m.a. vegna thess ad thad hlutverk var tekid af henni ad verulegu leyti af misvitru en eigingjornu rikisvaldi. Thjodkirkjan hefur hinsvegar alltaf fundid kollun sinni til thjonustu vid samfelagid farveg, i menntamalum, liknarmalum og i thjonustu vid sjuka og i afollum. Hun hefur hinsvegar ekki gert thad ad velauglystu utrasarverkefni.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 20:29
Aldrei þessu vant þá held ég að ég sé sammála Mofa. Finnst að kirkjan ætti að sjálfsögðu að fá að gera það sem hún vill, en bara fjármagna það úr eigin vasa.
Annað held ég því miður að geti alið af sér (viljandi eða óviljandi) enn frekari spillingu og hagræðisráðningar í mikilvægar pólitískar stöður, og þá held ég að skipti ekki máli hverrar trúar menn eru eða ekki, heldur frekar spursmál um mannlegan breyskleika.
-Jóna Svanlaug.
kiza, 3.7.2008 kl. 01:43
Í Þýskalandi er sumum verkefnum ríkisins komið á frjáls félagasamtök, líka kirkjurnar. T.d. er atvinnulausum gert kleift að vinna þar í ákveðinn tíma, til þess að koma þeim aftur inn á vinnumarkaðinn. Ríkisvaldið viðurkennir með þessu að hagkvæmara er að nota það sem er fyrir hendi en að búa til nýtt í kringum málefnin.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 05:27
Það er ekkert undarlegt við það að Barrack Obama skuli vilja styðja frjáls félagasamtök kirkjunnar í Bandaríkjunum. Kirkjur í Bandaríkjunum og trúfélög eru rekin fyrir eigin reikning. Þau vinna gríðarlega mikilvægt samfélagslegt starf og ég skil Obama þannig að áherslur hans séu á það að kirkjurnar geti unnið enn betur að samfélagslegum verkefnum. Í Bandaríkjunum vinna ýmis samtök borgaranna mun meira að félagslegum verkefnum hér en þar eru þau ekki ríkisvædd eins og hér.
Þá má ekki gleyma því að Obama vann mikið með kirkjudeildum í Chicago eftir að hann kláraði menntaskóla og áður en hann fór í Harvard háskóla. Hann kynntist því vel mikilvægi starfs kirkjunnar.
Jón Magnússon, 3.7.2008 kl. 12:19
E.o. Jón Magnússon bendir á er samband trúarfélaga og samfélags allt annað í Bandaríkjunum en hér. Ég búið mikið í Bandaríkjunum og held ég þekki þetta nokkuð vel þó svo að ég hafi aldrei verið neitt sérlega kirkjusækinn maður.
Kirkjur í Bandaríkjunum vinna mikið góðverk og fylla í skarðið sem verður til þegar heilt samfélag hefur sannfærst um að allt sem flokkast getur sem "velferðakerfi" er ekkert annað en dulbúinn kommúnismi kominn beint frá hendi djöfulsins. Það er því mjög skiljanlegt að Obama vilji halda þessari áætlun áfram. Auðvitað vonar hann að hann fái atkvæði út úr þessu, en þetta er líka ein helsta leið til að koma upp vísi að velferðakerfi án þess að það verði tengt við Satans kommúnisma og bannfært sem slíkt. Hins vegar hefur Obama boðað heilmiklar breytingar sem gera fyrirkomulagið skynsamlegra og réttlátara en það hefur verið í höndum Bush.
Helsti vandinn með útfærslu Bush á þessu er að forsendur hans fyrir áætluninni eru að hann telur kristileg gildi leiða gott af sér sem slík. Þ.a.l. hefur verið nánast ekkert eftirlit með áætluninni og félög sem taka þátt hafa fengið að þiggja opinbert fé um leið og þau gerast sek um að brjóta grundvallar réttlætisreglur, e.o. að ráða aðeins skoðanasystkini til starfa og útiloka t.d. samkynhneigða frá því að starfa við verkefni eða að njóta góðs af þeim. Í raun má segja að tilteknir trúarhópar hafa fengið talsvert opinbert fé, sem var tekið af öðrum velferðaráætlunum, og fengið að gera við það eins og þeir hafa viljað án eftirlits og án þess að þurfa að sýna fram á árangur.
Obama hefur sagst vilja efla þessa áætlun og tengja betur við aðrar áætlanir og aðgerðir sem miða að því að tryggja velferð í samfélaginu. Þar að auki vill hann m.a. auka eftirlit með áætluninni og krefjast þess að reglur og viðmið um réttlæti, t.d. við ráðningar og ráðstöfun fés, eru virt. Forsendur Obama eru líka allt aðrar en Bush. Það hefur ekkert með hans trú eða skoðanir um mystískann mátt kristilegrar trúar að gera. Hann vill leita til trúarfélaga vegna þess að þau eru mjög nátengd samfélögum í Bandaríkjunum. Í raun er þetta mjög skynsamleg og sennilega gagnleg leið til að koma opinberu fé til þeirra sem það þurfa - ef þetta er gert rétt. Og Obama virðist ákveðinn í að gera þetta alla vega mun betur en Bush hefur til þessa.
Ef það ætti að gera eitthvað svipað hér þyrfti það að vera á allt öðrum forsendum en í Bandaríkjunum - og sérstaklega eins og Obama vill hafa þetta. Trúarfélög eru einfaldlega ekki í eins nánum tengslum við samfélög hér og það eru fjölmargar opinberar stofnanir sem sinna þessum málum. Ég get ekki ímyndað mér hvaða forsendur myndu réttlæta svona áætlanir hér á landi.
Tryggvi Thayer, 3.7.2008 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.