Samkynhneigð pör velkomin!

Skoðanakönnun 24 stunda um hvort að prestar myndu staðfesta samvist samkynhneigðs pars ef eftir því yrði leitað var skemmtileg og þörf og blaðinu til sóma. Þar kom fram það sem maður vissi að aðeins örfáir prestar, níu stykki,  myndu neita samkynhneigðu pari um slíka þjónustu en yfirgnæfandi meirihluti myndi gera það.  Nokkrir eðlilega óákveðnir. Ég veit ekki hvort fólk áttar sig á því en íslenska þjóðkirkjan er á undan flestum öðrum kirkjum í veröldinni að þessu leyti.  Aðrar kirkjur eru að klofna út af því hvort að biskupar eða prestar megi vera samkynhneigðir.  Enginn lyftir augabrún út af slíku hér.  Hér hafa prestar verið opinskátt samkynhneigðir án þess að nokkur gerði rellu út af því, ekki ein einasta kelling, ekki einn einast kall.

Ég spái því að fólk muni tala um giftingu og hjónavígslu hjá samkynhneigðum pörum jafnt og gagnkynhneigðum og sá munur sem er á athöfnum eftir kynhneigð þurrkist út með tímanum.

Og samkynhneigð pör eru að sjálfsögðu velkomin í þær kirkjur sem ég hef eitthvað að segja um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já skemmtilegt vegna þess að samkvæmt könnuninni afneita 77% presta boðskap biblíunnar.

Valsól (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 13:22

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ég varð afskaplega glöð þegar ég sá hversu margir prestar ætla að gefa saman samkynhneigða. Skrifaði einmitt um það á bloggi mínu á laugardaginn

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 7.7.2008 kl. 15:10

3 identicon

Valsól, þvert á móti eru 77% presta nógu biblíufróðir til þess að greina kjarnann frá hisminu - sem er nákvæmlega það sem bókstafshlýðni við hefð eða bók eða lög eða undirlægja við valdið kann ekki.

77% presta hafa nógu mikla þjónustulund við Guðs góðu sköpun að þeir neita þeim ekki um blessun þegar hennar er vænst.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 19:48

4 identicon

Nú er ég eflaust orðinn alltof vanur að vera hluti af háværum og ofstækisfullum minnihlutahóp, en síðan hvenær er 23% jaðarhópur sem ekki skiptir máli?

Matti (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 21:59

5 identicon

Fyrir fimmtíu árum voru prósentin sjötíu og sjö um núll, Matti. Þeim fer s.s. fækkandi, sem standa gegn jöfnum rétti gagn og samkynhneigðra til að þiggja sambúðablessun eða hjónavígslu. Með því sýnir kirkjan að hún tekst á við vanda samtíma síns og tekur afstöðu til hans að endingu.

Ég minntist ekki á nein tuttugu og þrjú prósent í athugasemd minni, Matti. Ertu að gera því skóna að 23 prósent séu á móti sambúðarblessun? Ætlarðu að telja alla þá á móti sem sögðust óákveðnir eða náðist ekki í? Það væri í sjálfu sér villandi, bæði hefur Svavar Alfreð bloggað um sína afstöðu (ekki náðist í hann - hann vill tilheyra meirihlutanum) og ætla má að fleiri geti tekið undir orð hans, sem ekki náðist í heldur.

Orðin jaðarhópur og ofstækisfullur eru þín orð. Heldurðu að þjóðkirkjuprestar komist upp með ofstæki, þ.e. að þeir haldi embætti til lengdar sem eru ofstækisfullir?

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 23:01

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er ekki guðspjall dagsins og verður aldrei.

Jón Valur Jensson, 7.7.2008 kl. 23:19

7 identicon

Ég minntist ekki á nein tuttugu og þrjú prósent í athugasemd minni, Matti. Ertu að gera því skóna að 23 prósent séu á móti sambúðarblessun?
...
Valsól, þvert á móti eru 77% presta nógu biblíufróðir til þess að greina kjarnann frá hisminu

Carlos, ég nenni ekki að eltast við skilgreininar þínar.  Við skulum bara nota þín orð og segja að 23% presta séu ekki nogu biblíufróðir til þess að greina kjarnann frá hisminu.  23% er slatti.

Eigum við að telja biskupinn með?  Hann hafði ekki tíma til að svara!

Annars finnst mér að "frjálslyndir" prestar ættu að skammast sín fyrir að taka þátt í þessum blekkingarleik.  Eins og við vitum gerðist ósköp lítið með þessari blessun á staðfestri samvist.

Íhaldsöflin "unnu", þeir sem hanga á því að hjónaband sé bara milli karls og konu.  Eftir standa hinir og reyna að láta eins og eitthvað hafi gerst.

Matti (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 23:32

8 identicon

Þá erum við sammála um að nenna ekki að talast við, Matti, enda nenni ég ekki við að leiðrétta rangfærslur þínar ítrekað. Búinn að gera grein fyrir mínu og hvort íhald vann eða ekki, skrifaði ég ekkert um hér fyrir ofan (það er reyndar rétt athugað hjá þér - niðurstaða prestastefnu í fyrra hafði keim nauðvarnarsigurs á báða bóga).

Frjálslyndir prestar fengu ekki neitt við ráðið, þeir voru reyndar um fjórðungur á prestastefnu í fyrra. Þessar lyktir eru biðleikur kirkjunnar, og sýna að 80% (tel Svavar Alfreð og einn annan með) presta eru á leið annað en neimenn og -konur kirkjunnar. Þetta kallast breið sátt í nánast hvaða máli sem er. Hvert ætli hlutfall leikmanna sé í málinu?

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 00:14

9 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

enda nenni ég ekki við að leiðrétta rangfærslur þínar ítrekað

Segir Carlos og tekur svo undir allt sem ég segi - enda ekki um eina einustu "rangfærslu" að ræða í athugasemdum mínum.

Til gamans:

„Við vorum um fjörutíu prestar
sem undirbjuggum mikið plagg í
fyrra,“ segir Yrsa Þórðardóttir,
prestur í Digraneskirkju. „Okkur
fannst ekki nóg að búa til eitthvað
sem mátti hvort eð er, en við höfum
lengi mátt blessa samkynhneigð
pör.“

 Þetta er leikrit.

Matthías Ásgeirsson, 8.7.2008 kl. 00:36

10 identicon

Nei Matti, thetta er ekki leikrit, thetta er throun. Fra thvi ad engir studdu kirkjulega blessun eda vigslu samkynhneigdra og til thess ad 80% presta stydja. Bendi a ad i fyrra vissum vid ekki hvernig hlutfollin yrdu ad endingu. Thegar fjortiumannahopurinn hof storf i fyrravetur taldi hann fyrst innan vid tuttugu. Nuna, ari sidar, vitum vid hvernig landid liggur. Tuttugu eda thrjatiu, eru ekki tilbunir ad blessa stadfesta sambud. Sidari talan hefur ekki breyst fra prestastefnu i fyrra.

Ef tekid er tillit til thess ad sumar hugmyndir thurfa tima til ad vinna ser fylgi, ma aetla ad naesta skref verdi samthykkt thvi sem naest samhljoda, en thad verdur ad samthykkja ein hjuskaparlog i thessu landi, sem er einnig kollud saenska leidin.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 10:51

11 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Auðvitað er þetta leikrit og þið takið þátt í því.

Síðan hvenær fór málið að snúast um að prestar mættu blessa staðfesta sambúð?

Þetta átti að snúast um hjónaband.  Þetta átti að snúast um heimild til trúfélaga.  Ríkiskirkjan stöðvaði þau lög (biskupinn mætti fyrir fund nefndarinnar og úthúðaði samkynhneigð).

Nú er komin einhver útþynnt útgáfa sem hefur enga merkingu.

Þróun!  Þetta er sú þróun að ríkiskirkjan er áratugum á eftir þjóðfélaginu hvað varðar almenn réttinndi.  Þannig var það með réttindi kvenna og þannig er það með réttindi samkynhneigðra.

Eftir sitja "frjálslyndir" prestar skömmustulegir og tala um jákvæða þróun.

Matthías Ásgeirsson, 8.7.2008 kl. 12:32

12 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Já, ég vil taka þráðinn hjá þér jákvætt upp Matthías og við ættum að tala um giftingu, hjónavígslu og brúðkaup hvort sem um er að ræða samkynhneigað eða gagnkynhneigða og það verður ekki langt í það að menn munu líta um öxl og spyrja undrandi: Hva, voru menn að rífast út af þessu! kv. B

Baldur Kristjánsson, 8.7.2008 kl. 13:02

13 identicon

1. Málið snýst ekki um blessun á staðfestri samvist.

2. Kjarni málsins er sá að ein hjúskaparlög gildi í landinu, en sú er ekki raunin í dag.

3. Á meðan þjóðkirkjan beitir sér ekki fyrir breytingu á þessu mismunar hún gagnkynhneigðum og samkynhneigðum á grundvelli kynhneigðar. Slík afstaða er óskiljanleg á 21. öldinni.

4. Ríkisvaldið mismunar ekki gagnkynhneigðum og samkynhneigðum.

5. Þjóðkirkjan á að sjálfsögðu að vera í fararbroddi í allri mannréttindabaráttu og í baráttunni gegn óréttlæti. Það felst í eðli hennar. Mannréttindaþátturinn í þessu máli hefur misfarist í máli kirkjunnar.

6. Ef þjóðkirkjan ætlar að halda áfram að flækja sig í guðfræðilegum skilgreiningum á giftingu og hjónabandi, sem flestir hafa engan áhuga á, þá leiðir það eingöngu til dýpri gjár milli þjóðar og þjóðkirkju og að lokum til fulls aðskilnaðar.

7. Kannski væri það öllum fyrir bestu. Skráning/gifting væri þá á ábyrgð ríkisvaldsins en öllum frjálst að leita blessunar kirkjunnar, líka hinum einhleypu!

haukur (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 20:37

14 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Mismunar ekki ríkisvaldið fóli eftir kynhneigð? Í gildi eru tvennskonar lög hjúskaparlög gangnkynhneigðra annarsvegar og lög um staðfesta samvist hins vegar.

Málið snýst heldur ekki um blessun heldur staðfestingu staðfestar samvistar.

Baldur Kristjánsson, 8.7.2008 kl. 21:09

15 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Leysum málið bara eitt skipti fyrir öll. Tökum vígsluvaldið frá kirkjunni. Kirkjan hafði það ekki í byrjun, heldur gerði fólk með sér "kaupmála" ergo: brúðkaup. Kirkjunni er svo heimilt ef hún vill blessa báta, sambúðarfólk, pizzustaði, hús, einkahluti, fyrirtæki og bíla. En fyrst: Tökum vígsluvaldið frá kirkjunni. Ég er viss um að Marteinn Lúter hefði verið sammála mér!   Kveðja, Baldur

Baldur Gautur Baldursson, 9.7.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband