Þórbergssafnið á Hala!
9.7.2008 | 08:56
Kom í Þórbergssafnið á Hala í Suðursveit. Frábært safn um líf og ritstörf meistara Þórbergs. Safnið er mátulega stórt - svona hálftíma safn - og hægt að fá sér kaffi eða hvítvín á eftir. Viðmót starfsfólks ágætt. Aðgangseyri stillt í hóf og fróðlegur bæklingur fylgdi. Myndarlega að öllu staðið. Þórbergur varð minn gúru strax í menntaskóla ásamt Halldóri. Það tók mig svo allt of langan tíma að sleppa frá þeim, en það er önnur saga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.