Af McCain og Barak Obama

McCain er húmoristi. Upp úr honum velta vafasamir brandarar og konan og aðstoðarmennirnir þurfa sífellt að pikka í hann.  Hann ræður ekki við sig.  Spennandi karl.  Svona var Geir Haarde áður en hann varð alvarlegur og pirraður.  Barak Obama er eins og vindhani.  Lagður af stað inn á miðjuna.  Hættur við að fara út úr Írak.  Er að fæla frá sér hugsjónamennina og þar með stemninguna.  Liggur við að maður sé farinn að sakna Hillary.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Obama er ekki að gera sig að mínu mati.  Pistlar Paul Krugman í NYTimes segja alla söguna sem þarf um þekkingarleysi og stefnuleysi Obama í menntamálum. heilbrigðismálum og skattamálum - að maður tali nú ekki um utanríkismálin.  Obama þykist vera - hvorki til hægri né vinstri og alls ekki bara demókrati . . . . . . . sem segir mér að hann er frekar líklegur til að koma á vaxandi ringulreið en til að starta jákvæðum uppbyggingarfasa til hagsbóta fyrir almenning í eigin landi og til bóta fyrir heimsbyggðina.

Mikill munur á því þekkingarafli og baklandi sem Hillary Clinton býr yfir samanborið við það sem Obama hefur tekist að draga fram til þessa . . . . .   Óttast að framboð hans hafi verið svolítið og snemma á ferðinni og hann kunni því að verða "pólitískur fyrirburi" - og missa af tækifærinu til að koma republikönum frá völdum í USA.

Það væri skítt.   Clinton hefur bæðir stefnu og innihald í sinni pólitík - - - þó hún sé etv. ekki flekklaus, og enginn efast um það pólitíksa þekkingarafl sem Demókratafylking Clintons hefur getað kallað til starfa.   Nú virðast möguleikar Þeirra einkum felast í því að taka fram fyrir hendurnar á frambjóðandanum um val á meðframbjóðanda og lykilstjórnendum kosningabaráttunnar. Jesse Jackson er að tala af því honum er misboðið . . . og Oprah Winfrey missir áhorf vegna stuðnings við Obama.

Benedikt Sigurðarson, 14.7.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband