Ömurlegur heimur og úreltar alþjóðastofnanir!

Hlutskipti flóttamanna í veröldinni er ömurlegt. Miljónum saman er fólk árum saman í flóttamannabúðum deyjandi úr næringaskorti, kulda og óþrifnaði.  Á fermílu eftir fermílu eru fátækrahverfin í kringum stórborgirnar í Asíu og Afríku, drulla,klastur, sóðaskapur, fátækt, örbirgð, vonleysi.  Hundruðum þúsundum saman bíða flóttamenn sem hafa náð til ríkra landa í móttökustöðvum og bíða þess jafnvel árum saman að vera sendir til baka.  Oftast mega þeir vinna en fá hvergi vinnu, stundum mega börnin fara í skóla en það er langt í skólann. Þúsundum saman er fólk myrt í Darfur, karlmenn, konur og börn.  Áratugum saman lifa íbúar Palestínu við stríðsástand, frelsisskerðingu og skort.  Meðan þetta gerist eru valdastofnanir heimsins  úreltar því þær endurspegla gamlan heim.  Alþjóðabankinn er hættur að virka Öryggisráð sameinuðu Þjóðanna þar sem gömlu heimsveldin Bandaríkin, Rússland, Bretland og Frakkland ráða öllu er áhrifalítið.  Við upphaf 21. aldarinnar sitjum við uppi með heim þar sem fólk þjáist, þar sem börn í tugmiljónatali eru ekki boðin velkomin og alþjóðastofnanir, sem komið var á við lok seinni heimstyrjaldarinnar, og eiga ekki við í nýjum heimi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband