Safamýrarpiltarnir"

Enn höldum við Spursarar áfram að hlaða að okkur leikmönnum.  Sumrin eru okkar uppáhaldstími þá kaupum við hvern stjörnuleikmanninn á fætur öðrum. Svo kemur veturinn.  Eftir hinn stórkostlegu innkaup sumarsins kemur vetur vonbrigðanna.

Og við Frammarar erum komnir í gamla farið, töpum fyrir KR og töpum fyrir Val.  Seljum frá okkur úrvalsmenn til keppinautanna á miðju tímabili. Við þurfum að fá betri hugsuði stjórn Fram (sjálfsagt eru þetta nú ágætis menn).  Um Val leikur helgiljómi séra Friðriks. KR er alltaf gamla vesturbæjarstórveldið en hvað erum við: ,,piltarnir úr Safamýrinni". Það vantar allt sjálfstraust í þá sem gegna því heiti. það vantar helgisögn. það vantar upphafna sögu. Við þurfum að gera hetjum okkar skil. Við þurfum að upphefja sögu okkar.


mbl.is Garcia á leið til Tottenham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, nefndu það ekki ógrátandi. Illt er að tapa fyrir KR og litlu skárra að tapa fyrir Val.

En varðandi leikmannasöluna þá er nú svo sem ekki öðru um að kenna en að danski atvinnumaðurinn var dýr, en ekki nægir peningar í kassanum. Ég veit ekki hvort það geri stjórnarmenn að miklum hugsuðum eða sé til marks um mikið sjálfstraust að eyða um efni fram...

Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband