Hvers vegna Evrópusambandið!

Við eigum hiklaust menningarlega og sögulega séð heima með þjóðum Evrópu.

Með ESB aðild verðum við hluti af samstarfi og samvinnu Evrópuþjóða. Það þjónar best efnahagslegum hagsmunum okkar og einnig öryggishagsmunum okkar.  Eins og nú er erum við eins og aflvana bátur í togi.

Með aðild opnast ekki bara (alveg) 500 miljóna manna markaður innan Evrópu.  Aðild opnar einnig aðgang að öðrum markaðssvæðum í veröldinni.

Undanfarna áratugi hafa flest réttindi neytenda og launafólks komið til okkar frá Evrópusamfélaginu.

ESB aðild yrði myndi hiklaust styrkja dreifðar byggðir okkar og þar með landbúnað.

Við yrðum sjálfstæð þjóð í bandalagi sjálfstæðra þjóða.

Við eigum strax að lýsa því yfir að markmið okkar sé aðild að Evrópusambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið endemis rugl er þetta hjá þér Baldur.

Trúir þú því virkilega að miðstýrðar efnahagslegar ákvarðanir teknar í fjarlægu Brussel í því "steingelda náttröllsbatteríi", séu betri fyrir lífsafkomu meðal-Jónsins á Íslandi heldur en slíkar ákvarðanir teknar af íslendingum sjálfum með alla okkar nauðsynlegu nærþekkingu á okkar raunumhverfi. Að ég tali nú ekki um óásættanlegt framsal yfirráða okkar yfir okkar verðmætustu auðlindum.

Lítil er trú þín Baldur á okkur sjálfum.

Kveðja

Guðm. R. Ingvason 

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 09:52

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þú virðist hafa farið á mis við alla umræðu. Hver ert þú eiginlega? kv. B

Baldur Kristjánsson, 11.7.2008 kl. 09:59

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er hinn stóri misskilningur í þessari umræðu að "ég sjálfur" endi og byrji við Íslandsstrendur.

Reyndar hélt ég lengi vel að heimurinn væri að stærstum hluta milli Eystra- og Vestra-Horns.

Síðan man ég eftir að það komu franskir puttalingar og bentu mér á að köttur og kind væri sagt á annan máta í þeirra landi.

Síðan keyptum við strákarnir Philips spilara í kaupfélaginu og fyrsta platan var með Donny og Mary Osmonds.

Síðan komu raflínur með rafmagn úr öðrum byggðarlögum og þegar ég var unglingur kom sjónvarp og sýndi enn meira af heiminum.

Með öllum þessum breytingum fannst mér að "ég sjálfur" verða stærri, tækifæri og möguleikar urðu fleiri.

"Okkur sjálfum" gefast enn sóknarfæri og möguleikar til að stækka og móta veruleika okkar á virkan hátt.  Mbk, G.

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.7.2008 kl. 10:29

4 identicon

Nei Baldur minn, þótt þú þekkir mig ekki þá segir það ekkert um hversu mikið ég hef upplifað, lesið um, horft, séð og/skoðað EB (EU).

Ég er nú bara opinber starfsmaður á Íslandi á sjötugsaldi og viðskiptafræðingur af gamla skólanum.

Hitt er annað mál að frá sjöunda og áttunda áratugnum hafa tvö af systkinum mínum búið í Svíþjóð, ég á dóttur og fjölskyldu hennar búandi í Danmörklu í framhaldsnámi sl. rúmlega 3 ár, aðra dóttur sem var í 5 ár í Bretlandi í háskólanámi og svo vinnu, einnig í tvö ár í Frakklandi. Vegna heimsókna til þeirra hef ég mjög mörgum sinnum, nánast í mínum huga óteljandi sinnum, farið í heimsóknir til þessara fjölskyldna minna, búið á venjulegum launþegaheimilum og upplifað venjuleg launþega EB lífskjör.

Vegna fyrri starfa minna flæktist ég um Skandínavíu, Þýskaland og Frakkland mörgum sinnum á 8. og 9. áratugnum. Ég hef séð EB og upplifað lífskjörin þar óteljandi sinnum, borið "heildardæmið" í efnahagslegu lífkjörum venjulegs fólks saman við okkar á Íslandi, ekki bara skoðað kaup á einstaka papriku og kjúklingi, heldur líka skatta, þjónustu, velferð, ráðstöfunartekjur, orlofslengd, orkukostnað, tryggingakostnað, vexti, húsnæði, húsnæðismál o.sv.frv. og alltaf er mín niðurstaða sú sama . Lífskjörin á Íslandi fyrir meðal Jóninn eru til muna betri en í EB.

Þeir sem halda öðru fram fara bara einfaldlega bara ekki með rétt mál.

Ég get ekki hugsað mér að neitt af 5 börnum mínum, 8 barnabörum og einu langafabarni með allar sínar framtíðarfjölskyldur verði alla sína ævi að búa við "naumt skömmtuð"  EB lífskjör borið saman við okkar íslensku lífskjör. Þetta eru nú bara staðreyndir út frá mínu lífshlaupi og skoðunum, lestri, upplifun og staðreyndum og þyki ég nú a.m.k. í minni fjölskyldu og mínu samstarfsfólki í gegnum tíðina nokkuð talnaglöggur.

Hitt er svo allt annað mál að mér líkar afar vel að heimsækja öll þessi lönd, kann vel við fólkið og ég vil og tel sjálfsagt og afar eðlilegt að við kappkostum góð samskipti og góð viðskipti við það á öllum sviðum.

En nei takk, ég tel það algert óráð og satt best að segja heimsku, að halda að ákvarðanir teknar í miðstýrðu, steingeldu, EB bákni í Brussel geti nokkurn tíman skilað okkur Íslendingum betri lífkjörum en okkar eigin ákvarðanir og sveiganleiki hefur gert á umliðnum 40/50 árum.

Svo í Guðs friði Baldur minn og bestu kveðjur með von um að á sama hátt og við trúum á Guð okkar þá megir þú aftur öðlast trú á Íslendinga sjálfa.

Guðm. R. Ingvason

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 11:24

5 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég efast ekkert um það að þu sért ágætur maður, fróður og velviljaður en ég vil helst að menn fari úr skónum og séu kurteisir þegar þeir ryðjast inn á listann minn og leggi af úrelta umræðuhefði. það gerir þú í seinna bréfinu. takk fyrir það.

Það er einmitt vegna þess að ég hef trú á okkur íslendingum að ég tel að við ættum að vera á fullum krafti með í samstarfi Evrópuþjóða. Og þú fyrirgefur: Þetta er engin sérvisku- eða minnihlutaskoðun: Þessari skoðun vex fylgi vegna aukins sjálfstraust Íslendinga. Þeta með lífskjörin á lítið erindi inn í umræðuna ESB er ekki kjarajöfnunarfyrirbrigði nema þá þannig að allir fá möguleika til að vaxa og dafna. BKv. B

Baldur Kristjánsson, 11.7.2008 kl. 12:58

6 identicon

Sæll aftur Baldur.

Fyrirgefðu að ég skyldi angra/særa þig með fyrstu skrifunum, það var alls ekki meiningin, minn klaufaskapur.

Ég er nú ekki sammála þér um þá trú þína að vaxandi fylgi sé við aðild að EB. Skoðanakannanir, svo góðar sem þær nú eru og áreiðanlegar um niðurstöður í kjörklefanum, eru nú a.m.k. mjög svo misvísandi, svo ekki sé fastara að orði kveðið, og enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi setti aðildarumsókn eða aðildarviðræður á oddinn í sinni kosningabaráttu fyrir síðustu kosningar mér vitanlega. Kannski verður það öðruvisi næst, þó að ég efist reyndar um það þegar á reynir "val á kosningamálum" og vísa ég þar til fyrri reynslu. 

Hitt þykir mér öllu merkilegra, því sem þú setur fram um að lífskjaramálin eigi ekki erindi inn í þessa umræðu. Hingað til hefur það verið grundvallaratriði boðbera EB aðildar að það mundi færa Íslendingum betri almenn lífskjör. Þú virðist ekki halda því fram né telja það eitthvert grundvallaratriði aðildar. Hafðu þökk fyrir þá hreinskilni þína.

Skringileg finnst mér, og einhvern veginn öfugsnúin sú túlkun þín á  á sjálfstrausti Íslendinga, að það aukist með því að fela öðrum yfirráð auðlinda sinna og beinna og/eða óbeinna umsjóna sinna hagsmuna og mála. Ég stóð einhvern veginn í þeirri trú að allt frá dögum gamla sáttmála væri slíkri hegðun frekar líkt við undirlægjuhátt en sjálfstraust, en hver veit, lengi má manninn reyna, eins og sagt er.

Bestu kveðjur

Guðm. R. Ingvason

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 13:57

7 identicon

Íslendingar eru í raun ríkari en mörg olíuþjóðin með alla þessa orku sem mun fleyta okkur langt framyfir aðrar þjóðir til lengri framtíðar.  Við höfum enga þörf fyrir Brusselbáknið sem mun taka meira en gefa því auð mun íslendinga ekki skorta á meðan gufu leggur úr iðrum jarðar.

Gylfi (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 21:57

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú erum við Íslendingar að nokkru leyti innan Efnahagsbandalags Evrópu. Það sem stendur í okkur er hugsanlegt afsal að sjávarauðlindum okkar en spurning hvort unnt sé að semja sérstaklega um það? Þegar um síminnkandi sjávarafla er að ræða þá er spurning hvort það sé raunhæft hjá t.d. Spánverjum sem gjarnan vilja senda ryksuguskipin sín á íslensk mið telji vera eftir nokkru að slægjast? Við fiskum t.d. hlutfallslega minna af þorsk nú en Bretar við Íslandsstrendur um 1970.

Spurning er hverjir aðilar það fyrst og fremst eru sem ekki vilja sjá Ísland í EBE. Það eru vissir stjórnmálamenn sem sjá víðast hvar svartnættið en sjá ekki kostina sem margir hverjir eru mjög margir. Þannig myndi verkalýðshreyfingin njóta mikilla réttarbóta í svonefndum félagsmálapakka EBE sem andstæðingar aðildar helst ekki vita um. Og neytendur á Íslandi myndu ábyggilega fagna inngöngu okkar í EBE.

Sennilega eru kostirnir fleiri en ókostirnir. Spurning er auðvitað: hvað kostar aðild og hvaða hlunnindi við getum vænst að fá með aðild?

Gott væri að stjórnmálamenn gæfu þessu betur gaum. Sem venjulegur íslenskur neytandi vil eg aðild að EBE STRAX! 

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 12.7.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband