Að líta til yfirvalda eða líta í eigin barm!
11.7.2008 | 13:21
Barak Obama hvetur þeldökka Bandaríkjamenn að huga meira að fjölskyldugildum og ala börnin sínm betur upp og þá í faðmi fjölskyldunnar. Hann talar inn heim skilnaða, afbrota, fíkniefnaneyslu þar sem svartir toppa hvíta í öllum prósentutölum. Lítið ekki bara til yfirvalda, segir hann. Þetta ástand er ekki bara vegna ranglátra laga, löggæslu, misréttis eða fordóma. Lítið í eigin barm. Hluti af sökinni leggur þar. Við gerum ekki nógu miklar kröfur til okkar sjálfra.
Jesse Jacksson er af þeirri kynslóð sem staðnæmdist við það að gera kröfur til yfirvalda um betri og réttlátari umgjörð Afríkönskum Ameríkumönnum til handa. Vandi þeirra stafaði af árhundruða misrétti og fordómum sem endurspeglaðist í samfélagsgerðinni eins og hún er: Stofananarasisma. Honum finnst Obama tala niður til bræðra sinna og systra með því að biðja þau um að beina athyglinni að sjálfum sér.
Þess vegna vill hann helst skera undan Obama eða gelda hann en þessi ummæli sluppu út í ljósvakann og hafa verið spiluð þúsund sinnum. Reverend Jesse Jacksson er lagt það til málsbóta að hann hafi þarna notað myndlíkingu. (Bókstafstrúarmenn mættu huga að því).
En við gætum tekið skilaboð Obama til okkar. Erum við ekki að missa inn á völl fullorðinsáranna allt of mikið af óuppöldu fólki? (Horfiðið bara á fótboltaleik. Það er þrasað og rifist í dómurunum út í eitt).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:39 | Facebook
Athugasemdir
Yes we can, er það ekki slagorðið. Ég er sammála honum. Ef allir byrja bara á sjálfum sér og reyna vera góð við hvort annað þá kannski getum við.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2008 kl. 16:45
Ég hef hreinustu andstyggð á "fjölskyldudgildum" og því meira sem þau eru "fallegri". Fjölskyldur eru mestu kúgunarkerfi sem þekkjast.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.7.2008 kl. 17:25
Athyglisvert sjónarmið. Það er alveg hárrétt hjá þér. það má skoða þetta þannig. Takk!
Baldur Kristjánsson, 11.7.2008 kl. 17:48
Sigurður í alvöru? Mér finnst það sorglegt að þér finnst það. Ef þú ert að tala um hina einu sönnu fjölskyldu er ég sammála þér en guð minn góður börn þurfa fjölskyldu, stöðuleika, ást og aga. Að vita að einhver standi við bakið á þeim alltaf.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2008 kl. 18:21
Ég er ekki Nanna að tala um það ídeal sem ætti að vera, heldur það sem ég þykist hafa lært í líifnu: Hvergi er meiri harka og kúgun en í fjölskyldum, ekki síst "góðum" fjölskyldum. "Heiðursmorð" sem við hneykslum mikið á er bara aðeins eitt lengra skref frá samþykktu kúgunarvaldi fjölskyldna í öllum samfélögum. Að við tölum nú ekki um alla vanræksluna, ofbeldið, drykkjuskapinn og sifjaspellin sem finnast í alltof mörgum fjölskyldum. Fjölskyldugloría er mesta blekking mannkynsins. Fjölskyldur eru auðvitað óhjákvæmilegar en óþarfi að lofsyngja þær með vellulegum fjölskyldugildum sem oftast, en kannski ekki alltaf, er engin innistæða fyrir. Ekstrím sjónarmið? Ekki verri þó en hin hefðbundnu sem eru mestan part innihaldslaust blaður.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.7.2008 kl. 17:52
Þú ert að gagnrína ofdýrkun á sterkum fjölskyldugildum? Að ef allt sýnist vera í lagi hlýtur það að vera í lagi?
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.7.2008 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.