Glæsilegt hjá Íslendingum!

Þriðji hver Íslendingur, einn þriðji landsmanna, telur að aukna tíðni afbrota megi rekja til vaxandi fjölda útlendinga á Íslandi.  Svo kemur í ljós að afbrot hafa dregist saman um þriðjung  síðan 2004 og síðan hefur orðið gífurleg fjölgun fólks hér á Íslandi sem fætt er annarsstaðar.  Með vaxandi fjölda útlendinga  fækkar afbrotum. Hverjum er það að þakka?

það kemur á daginn að sami útlendingaóttinn hefur stungið sér niður hér og víða annarsstaðar.  Á sama tíma og menn sanka að sér fólki fá öðrum löndum til þess að vinna erfiðustu störfin og vera á lægsta kaupinu reyna menn að kenna því um það sem aflaga fer. 

Glæsilegt hjá Íslendingum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Baldur og takk fyrir þetta.

Ég á bágt með að átta mig á því við hvern er að sakast í þessum efnum. Fjölmiðlar eiga sinn þátt alveg örugglega, en þeir mundu ekki hafa mikil áhrif ef þeir töluðu ekki til einhvers í þjóðarsál okkar. Hvað skelfir okkur við útlendinga? Að þeir taki frá okkur það sem við eins eigum? Að þeir séu ver upp aldir eða siðferðislega verr innrættir? 

Einna helst er að grípa til þeirrar skýringar að gamla íslenska hreppapólitíkin hafi verið yfirflutt á svið alþjóðamála og tengsla okkar íslendinga við umheiminn. Stjórnavöld ala á þessu líka með því að neita hreinlega að ræða um möguleikana á nánari Evrópskri samvinnu, svo dæmi sé tekið. Allt er best í minni sveit og ef einhver stelur er víst að þar er á ferð utansveitarmaður,- virðist vera okkar mottó í dag sem fyrr.

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.7.2008 kl. 09:48

2 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Ég verð að játa að það hlakkaði í mér þegar ég las þessa grein. Takk fyrir skemmtunina. Ég á sænskan mann og ég man hvað við vorum leið á því þegar við bjuggum a Íslandi að alltaf var verið að tala um útlendska karlmenn sem komu til Íslands til að nauðga konum. Ég horfði stundum á manninn minn og fór að hugsa hvort eitthvað væri að gerast sem ég vissi ekki um.

Í alvöru talað, þá eru flestir útlendingar sem koma til að vinna á Íslandi einhleypir karlmenn á aldrinum 20-35 ára. afbrotatíðni þeirra er svo borin saman við afbrotatíðni allra íslendinga frá 0-106 ára. sem sagt líka ömmu gömlu á elliheimilinu. Ef allt væri eðlilegt ætti afbrot meðal útlendinga því að vera tíðari en íslendinga.Það er kannski best fyrir Ísland ef sem flestir útlendingar setjist þar að. Hækkar kannske siðgæðisvitundina örlítið, fyrir utan að þeir eru flestir duglegri í vinnu.

Ásta Kristín Norrman, 13.7.2008 kl. 13:37

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Já, þetta er náttúrulega afrek hjá "gáfuðustu þjóð í heimi."

Auðun Gíslason, 13.7.2008 kl. 17:16

4 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Ég las hér á blogginu hjá Púka að helmingur landsmanna væri undir meðalgreind. Hvort það er meðalgreind landsmanna eða heimsbúa veit ég ekki, en það er ekkert sem bendir til að við séum gáfaðari en aðrar þjóðir. En afturá móti hefur maður lesið og heyrt um það í íslenskum fjölmiðlum og roðnað aftur fyrir eyru af skömm. það vantar ekkert á sjálfsöryggi íslendinga.

Ásta Kristín Norrman, 13.7.2008 kl. 17:24

5 Smámynd: Púkinn

Ég leyfi mér virkilega að efast um réttmæti þeirrar fullyrðingar að afbrotatíðni hafi lækkað.  Þegar lögreglan er farin að segja hreint út "Það tekur því ekki að kæra þetta", þá leggja færri fram kærur, sem lítur út í tölfræðinni eins og minnkuð tíðni afbrota - án þess að það sé í raun rétt.

Púkinn, 13.7.2008 kl. 17:39

6 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Hér á árum áður var það venja Akureyrarblaðanna, að enda allar fréttir af brennivínsberserkjum, innbrotsþjómum, slagsmálahundum og öðrum óróaseggjum, sem raskað höfðu ró bæjarbúa á eftirfarandi orðum: "Hér var um utanbæjarmann að ræða".  Reykvíkingar og raunar allir landsmenn gerðu mikið grín að þessu.  En auðvitað erum við allir Akureyringar inn við beinið.

Pjetur Hafstein Lárusson, 14.7.2008 kl. 00:41

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Það má vissulega og áreiðanlega með rökum beina fingri að fjölmiðlum. En ég verð að spyrja: Hvaða könnun var þetta og hver var könnuðurinn? Altso; er ekki spurningin snarvitlaus, úr því að tölur sýna minnkandi afbrotatíðni? Hefur könnuðurinn þá ekki blekkt svarendur eða var verið að veiða svarendur í gildru?

Hvað fjölmiðla snertir; ég veit ekki annað en að þeir segi frá afbrotum innfæddra skilmerkilega og það oft og einatt. Ég veit ekki til þess að þeir segi frekar og oftar frá afbrotum fólks af erlendu bergi brotið. Kannski munar þó einhverju per capita. Ég hygg þó að innfæddir séu dofnari fyrir fréttum af afbrotum landa sinna en fyrir afbrotum aðkomufólks. Tekur sem sagt betur eftir óvenjulegum fréttum - rán sem Íslendingur fremur fer inn um eitt eyra og út um hitt strax. Rán sem útlendingur fremur staldrar að meðaltali lengur á milli eyrnanna.

Ég hygg að flestir okkar fjölmiðla séu meðvitaðir um þann vanda sem getur verið fólginn í því að segja frá afbroti þar sem útlendingur á í hlut. Veit ekki til þess að nokkur fjölmiðlamaður vilji velta sér uppúr afbrotum útlendinga á þann hátt að þau séu verri en afbrot innfæddra. En það er jafnframt skylda fjölmiðla að greina frá samfélagsþróuninni. Til dæmis ef erlend glæpagengi eru að skjóta hér upp kollinum. Jafnframt er daglega sagt frá t.d. eiturlyfjagengjum og -afbrotum innfæddra.

Eru menn vissir um að það halli á útlendinga í umfjöllun fjölmiðla? Kannski eitthvað per capita, en ekki hef ég á tilfinningunni að það sé svo miklu nemi. Kannski hef ég rangt fyrir mér. 

Friðrik Þór Guðmundsson, 14.7.2008 kl. 01:08

8 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Friðrik Þór! Það er ekki bara afbrotatíðnin, heldur er samanburðurinn við íslendinga snar vitlaus, þar sem meirihluti útlendinganna eru faraldsverkamenn, en samanburðarhópurinn er íslendingar frá 0-106 ára. Við vitum öll að ungabörn og vistmenn elliheimila eru litið að stunda glæpastarfsemi, svo nær væri að bera útlendingana saman við svipaðan hóp íslendinga.

Síðan er dregið fram furðufréttir af útlendingum, eins og þegar ríkisútvarpið dró fram þá frétt að pólskur verkamaður skuli hafa áunnið sér rétt til að taka út fæðingarorlof. Þetta var nóg til að gera marga reiða úti pólverja. Svona fréttafluttningur hefði verið bannaður á norðurllöndunum. Allt samfélagið er fjandsamlegt útlendingum. Ég flutti til Íslands með 3 börn 2005. Yngsta dóttir mín talaði enga Íslensku þegar við komum. Skólakerfið einblíndi svo á að hún kynni ekki íslensku, að hún var farin að halda að hún væri þroskaheft. Flutti til baka 2007, aðalega vegna þess að börnin mín hefðu ekki fengið menntun á Íslandi. Það var mikill munur á hvernig skólakerfið tók á móti yngstu dóttur minni. Hún hafði þá alldei gengið í sænskan skóla, en kennarinn lagði mikla áherslu á að stelpan kynni einu tungumáli meira en hinir krakkarnir, látin koma upp á töflu og skrifa íslensku og krakkarnir voru fullir aðdáunar.

Útlendingar fá ekki menntun á Íslandi. Það sýnir sig að 90% barna innflytjenda á íslandi, hætta í menntaskóla. Sennilega er það þessi harða krafa á íslenskuna. Í Svþjóð fá þessi krakkar að taka sænsku fyrir innflytjendur og komast þannig upp í háskóla þó sænskan sé ekki fullkomin. Svo það er ekki nóg með að fullt af hámenntuðum útlendingum eru í verkamannavinnu á Íslandi, heldur fá krakkarnir þeirra ekki raunhæfan möguleika á að ná sér í menntun hér. Nú koma örugglega dæmi um einhvern einstakling sem hefur klárað skólan með glæsibrag. Eg er ekki að tala um þessi 10 % ssem klára sig, heldur hin 90%.

Ásta Kristín Norrman, 14.7.2008 kl. 07:10

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Könnun Stöð 2.

Úrtak: rúmlega 1100 á aldrinum 16-75 ára af landinu öllu. Liðlega helmingur svaraði.

Megin spurningar og niðurstöður:

Hefur glæpum fjölgað, staðið í stað eða fækkað? - fjölgað 81%

Ástæða? - Fíkniefnaneysla 55%  Útlendingar 36%

http://www.visir.is/article/20080711/FRETTIR01/247125876

Haha ég held það sé óhætt að slá því föstu að íslendingar séu einhverjir hinir mestu snillingar í heimi og snillin fer sívaxandi.

Til hamingju Ísland.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.7.2008 kl. 15:49

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps.  Eg held að sú hugmynd að minna sé kært enn áður var sé ekki rétt.  Þvert á móti, ég tel að miklu meira sé kært núna en fyrrum.  Fólk var nú ekki að hlaupa til og kæra allt hér fyrr á áratugum, sem dæmi ofbeldi ýmiskonar.  Miklu sjálfsagðara þykir nú að kæra misgjörðir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.7.2008 kl. 15:59

11 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Góður!

Þad er hægt að taka undir þetta hjá þér. Ég er hérna í ansi fjölþjóðlegu umhverfi núna með góðu fólki. Við erum tveir íslendingar, norðmaður, pólverji, og rússnesk stúlka sem kokkar í áhöfnina og ekki er hún til að skemma hópinn. Að endingu er thailensk kona vélstjórans farþegi þannig að hér eru 5 þjóðerni þessara 7 sálna og engin vandamál því fylgjandi. Þröngur og góður hópur.

Kveðjur úr Noregi. 

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.7.2008 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband