Flokkar sem ekki fá hvíld......!
14.7.2008 | 09:13
Það er óhætt að taka ofan fyrir Valgerði Sverrisdóttur sem var hædd og hrakyrt þegar hún setti það fram fyrir þremur árum að hugsanlega gætum við tekið upp evru án þess að ganga í ESB. Nú tekur Björn Bjarnason þessa hugmynd upp sem eins konar varnarbolta og allir góla af hrifningu. Málið er hins vegar að flokkur Valgerðar bakkaði hana ekki upp. Valgerður á ekkert heima í afturhaldssömum bændaflokki. Hún á heima í Samfylkingunni. Sjálfstæðisflokkurinn er farinn að þvælast ótrúlega mikið fyrir í íslensku samfélagi. Hann er staðnaður í hugmyndum níunda og tíunda áratugar síðustu aldar. Honum var ekkert síður nauðsyn á því en Framsóknarflokki að fá að endurnýja sig í stjórnarandstöðu. Flokkar sem fá ekki hvíld eiga það til að hrynja saman gagnvart nýjum viðfangsefnum sem þeir eru vanbúnir að takast á við.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Lestu grein Bjarna Jónssonar verkfræðings í Mbl. í dag – hún er ágætis forvörn gegn glópabjartsýni ESB-trúboðanna. Þar eru einnig tvær aðrar góðar, aðsendar greinar um ESB-málin.
Svo ættirðu sjálfur að boða hér trú á Krist (kallaður til þess?) fremur en á þetta efnahags- og yfirþjóðabandalag. Ekki boðaði Páll postuli trú á Rómaveldi.
Jón Valur Jensson, 14.7.2008 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.