Að misnota sakleysi fiskanna!

Fiskar geta lært, segja vísindamenn og nýjustu fréttir eru  að hægt sé að kenna þeim að hlýða vissum hljóðum.  Þannig er hægt að búa til forystufiska sem leiða hópinn í gildru.

Þetta er það sem forystumönnum hefur tekist fyrirhafnarlítið. 

Annars finnst mér þetta siðleysi með fiskana. Getum við ekki bara veitt þá eins og fyrr. Uggi litli kemur hróðugur til pabba og mömmu. Vitiði ég á að verða forystufiskur. Ég get lært hljóð. Ég á að leiða hópinn. Fyrr en varir er hann búinn að leiða foreldra sína og allan ættstofninn í gildru. Mennirnir nota sér sakleysi unga fisksins.  Búa til svikara. Er allt leyfilegt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Er skárra að draga fiskana í risastórum netapoka í fleiri klukkutíma og kremja þá hægt til dauða?

Sævar Már (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 11:17

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Öld fiskanna er nú senn á enda og öld Vatnsberans að renna upp. Eða var það öld Orkuveitunnar?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 15.7.2008 kl. 12:02

3 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Er þetta ekki sama bragð og notað hefur verið í landbúnaðinum frá örófi alda.

Sigurpáll Ingibergsson, 15.7.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband