Hafnarfjörður er líka fallegur!
17.7.2008 | 09:37
Sennilega er Hafnarfjörður næst fallegast bær á Íslandi á eftir Hveragerði. það er einkum út af bæjarstæðinu, bærinn byggður í slakka utanum fjörð, ekki bara einhvern veginn upp í landið eins og t.d. Þorlákshöfn, Akranes eða Kópavogur. Staðir sem byggjast eðlilega upp, smátt og smátt t.d. í kringum höfn verða svo fallegir og eðlilegir. Ég nefni Osló og Hafnarfjörð og bæina í Færeyjum, Vestmanna t.d. Allt of fáir íslenskir staðir standa fyrir botni fjarða. Standa yfirleitt utarlega eða fyrir miðju og þá öðru megin fjarðar byggðir upp með það í huga að stutt væri á miðin.
Hitt er annað að frá Höfn í Hornarfirði er óviðjafnanlegt útsýni og bærinn er fallega byggður upp frá höfninni. Reynar er öll ræman sunnan undir Vatnajökli frá Skaftafelli undri líkust. Saurbær í Dalasýslu er líka ótrúlega falleg sveit og það umhverfi allt í grennd við Gilsfjörðinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jahá, þá vitum við það!
Hafnarfjörður ER fallegur og hefur alltaf verið.
Eins er um marga bæi og byggð ból á Íslandi.
Mér finnst ekki endilega staðarvalið gera bæi fallega, heldur öll umhirða kringum bæinn og húsin í bæjunum. Tala nú ekki um atvinnuhúnæðin.
Ef þar er allt fallegt og snyrtilega frágengið, þá er staðurinn fallegur í mínum augum.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 16:57
Að venju ertu réttmáll Baldur. Hýri Hafnarfjörður!
NH (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 18:47
Ég skil ekki af hverju þú nefnir Hveragerði sem fallegan bæ. Mér finnst hann einna ljótastur af því sem fyrirfinnst hérlendis þegar ekið er framhjá honum. En smekklegri ef hann er skoðaður nánar og þá "að innan".
Hafnarfjörður er fallegur, smart og töff en hringtorgin eru að kaffæra fegurðina, þeim mætti fækka verulega.
Marta Gunnarsdóttir, 17.7.2008 kl. 20:08
Ó, ég gleymdi sjokkinu við að aka gegnum hann, núna fyrir rúmum 2 vikum.
Hringtorg, eða spælegg, eins og við kölluðum þessi fyrirbæri þegar þau fóru að birtast á miðjum fallegum og greiðfærum götum Akureyrar.
Núna birtast þau eins og gorkúlur eftir gróðrarskúr, hvar sem þeim verður viðkomið.
Og svo sannarlega hefur Hafnarfjörður apað þetta eftir öðrum fáráðlingum, hringinn kringum landið.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 21:30
Hornafjörður er langfallegastur - en þó það sé ótrúlega dónalegt þar sem þú hefur oft komið til sögu í kirkjuni hérna á Hornafirði. Þá er það bara ekkert rosalega falleg kirkja..... eina sem gæti eyðilagt sjónarhornið á bænum, fjöllin eru ótrúlega falleg og Óslandið sömuleiðis!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 17.7.2008 kl. 22:55
Ég kom með tillögu að fríkkun Hveragerðis í kvöld.
Marta Gunnarsdóttir, 17.7.2008 kl. 23:08
Hvað er svona fallegt við Hveragerði? Er hún fallegri en Ísafjörður, Seyðisfjörður og Akureyri? Nú er ég að stríða þér, lagsi ... Þú sérð eflaust Edensgarðinn uppi í Hveragerði.
Jón Valur Jensson, 18.7.2008 kl. 02:34
Ég segi það enn að Hafnafjörður sé Fallegasta bæjarfélagið. Það er einhver andi yfir bæjarfélaginu sem er svo friðsæll. Skemmtilegast er hvernig hraunið brýst fram víðsvegar um bæinn eins og t.d í norðurbænum eða við Víðistaðatún. Ég var búin að steingleyma hvað þetta er yndislegt að alast upp þarna þar til að ég gisti nokkrar nætur hjá vinkonu mínu þarna um daginn.
Brynjar Jóhannsson, 18.7.2008 kl. 08:26
Hafnarfjörður var fallegasti bær á Íslandi. Hann er það ekki lengur lögfræðingar, bankar og verktakar hafa unnið markvisst áratugum saman að eyðileggja höfnina og byggja litlu ameríku upp þar. Akureyri er fallegasti bær á landinu núna- en verktakar hafa víst fengið grænt ljós til að rústa hann líka.
María Kristjánsdóttir, 18.7.2008 kl. 10:06
Þetta er orðin æsispennandi skoðanakönnun Ekki dettur mér í hug að halda því fram að Selfoss, minn heimabær, teljist til þeirra fegurri. Hins vegar eru hér ónefndir afskaplega fallegir bæir (þorp) eins og Stykkishólmur, Bíldudalur, Djúpivogur og Vík í Mýrdal að ónefndu smáþorpinu á Kirkjubæjarklaustri. Allir þessir staðir finnast mér undur fagrir.
Sigþrúður Harðardóttir, 18.7.2008 kl. 10:13
Reykjavík er fallegasti bær á landinu. Hvergi er meira víðsýni. Ég myndi kafna á Seyðisfirði. Það er mesta firra að Reykjavík sé ljót. Fegurð bæja er ekki bara húsin heldur líka umhverfið. Vestmannaeyjar voru líka fallegar áður en gaus. Hveragerði er ömurlegur bær og svo andlaus að furðu sætir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.7.2008 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.