Íslensk bílamenning færði kirkjurnar úr alfaraleið.......
18.7.2008 | 09:03
Það eru margir fallegir bæir á Íslandi til dæmis Seyðisfjörður Ísafjörður og Akureyri eins og Jón Valur vinur minn bendir á í athugasemdum. Seyðisfjörður stendur einmitt í botni djúps fjarðar og byggist upp eðlilega. Fyrst kriki í kringum höfnina, síðan læðist byggðin eftir malarkömbum síðan byggja menn þar fyrir aftan, húsin snúa að höfninni, standa gjarnan í sveig. Aðalgatan er svo gjarnan nefnd Hafnargata og ef bratti er í landslaginu má örugglega finna Brekkustíg fljótlega. Á 20. öldinni ofanverðri fara menn svo að byggja hverfi án nokkurrar tengingar við miðpunkt. Þó ekki á Seyðisfirði. Sjarminn fellur.
Í Evrópu var dómkirkjan miðpunkturinn og oft dómhúsið á móti. Víða er þetta svo hér en íslensk bílamenning færði kirkjurnar víða útfyrir og þær urðu tákn bæjarins en duttu úr alfaraleið gangandi manna.
Landlag setur þessi auðvitað skorður. Víða á Vestfjörðum er bæjunum komið fyrir á þríhyrningseyri sem takmarkar vöxt þeirra og viðgang. Annars staðar eru fjöllin það brött að bærinn veður ræma fyrir ofan fjöruborðið. þetta má sjá víða á Austjörðum. Svo eru það bæirnir sem byggjast við brúarsporði eins og Selfoss og teygja sig svo eftri þjóðveginum í báðar áttir eftir því sem sjoppunum og búðunum fjölgar. Enn aðrir byggjast upp í kringum þjóðveginn sem liggur niður að höfninni eins og þeir tveir bæir sem mér þykir einna vænst um Höfn í Hornafirði og Boston í Bandaríkjunum. þetta er auðvelt að sjá á Höfn en kunnuleg augu þarf til að sjá í stórborginni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:08 | Facebook
Athugasemdir
Færðu kirkjurnar ekki hinar raunverulegu kirkjur, fólkið sjálft úr alfaraleið.
Það er minn skilningur.
DoctorE (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.