Geir og Gordon - ótrúlega margt líkt með þeim!
19.7.2008 | 07:51
Ótrúlega margt sameiginlegt eiga þeir forsætisráðherrarnir Gordon Brown og Geir Haarde. Þeir eru jafnaldrar og tóku við á svipuðum tíma af ógnarsterkum leiðtogum sem mótuðu heilt tímabil. Þeim var báðum afhent embættið en unnu það ekki í kosningum. Við þá voru bundnar miklar vonir. Þeir voru mjög vinsælir í byrjun en hafa báðir rennt sér niður vinsældarlistann. Þeir höfðu báðir verið fjármálaráðherrar í tæpan áratug. Bæði hér og þar voru menn búnir að fá nóg af forverum þeirra. Staða Brown er að því leyti sterkari en Geirs að hann losaði sig við forvera sinn til Miðausturlanda.
Báðir eiga við efnahagsörðugleika að stríða í löndum sínum. Báðir eru vel menntaðir. Geir í hagfræði í Bandaríkjunum. Gordon er með Phd í sögu eða heimspeki frá Edinborgarháskóla. Báðir fást við þann vanda að flokkar þeirra hafa verið lengi við stjórnvölinn. Hvorugur flokkanna hefur fengið tækifæri til þess nýlega að endurnýja hugmyndafræði sína og sleikja sár sín í stjórnarandstöðu. Breski Verkamannaflokkurinn vegna kosningakerfisins. Sjálfstæðisflokkurinn vegna þess að hann getur eftir hverjar kosningar valið úr samstarfsaðilum.
Báðir sitja þeir samfélög sem eru á miklu mótunarskeiði. Þrátt fyrir andstreymi sem þeir mæta nú er spá mín sú að hvorugur þeirra hafi sagt sitt síðasta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:40 | Facebook
Athugasemdir
Svo bæti ég við því augljósasta eins og börnin myndu gera - nöfnin þeirra byrja bæði á G.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.7.2008 kl. 07:54
Þetta er nú harla lélegur mannjöfnuður. Himinn og haf skilur á milli hins breska Brown og Geirs okkar. Eiginlega er það merkilegast sem þú lætur vera að nefna í samanburðinum. Hið augljósasta er að Brown telst vera jafnaðarmaður eins og þú. Flokkurinn er með allt niðrum sig hvert sem litið er. Honum tekst að koma stefnu sinni í framkvæmd en hún virðist ekki virka. Þess vegna líta kjósendur annað.
Jafnvel íslenskir jafnaðarmenn hafa ekki nokkra trú á Verkamannaflokkinum - bara af því að Blair er horfinn. Tískan er enda sú að stjórnmálamenn þurfa að vera „fjölmiðlavænir“ sem er hrottalegt fráhvarf frá málefnum og rökræðu.
Og hvers vegna skyldi það nú vera að Sjálfstæðisflokkurinn geti valið úr samsatarfsaðilum eftir hverjar kosningar? Jú, hann fær til þess fylgi frá kjósendum. Svo einfalt er það. Staða Geirs er sterk, rétt eins og ríkisstjórnarinnar í heild.
sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 17:22
Sigurður
Afhverju segir þú að þetta sé lélegur "mannjöfnuður" hjá Baldri ? Ekki fæ ég séð að hann fari nokkurstaðar með staðreyndarvillur í þessari færslu sinni og ef það er rétt hjá mér, er þá þessi samanburður í góðu lagi ?
Brynjar Jóhannsson, 19.7.2008 kl. 20:03
Er þá þesi samanburður ekki í góðu lagi ? Ætlaði ég að segja.
Brynjar Jóhannsson, 19.7.2008 kl. 20:04
Þú gleymir aðalatriðinu; báðir eru þeir Gordon Brown og Geir Haarde skuggar af glansmyndum.
Pjetur Hafstein Lárusson, 20.7.2008 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.