Kokkurinn ekki kominn....
22.7.2008 | 17:02
Stundum kem ég heim að veitingahúsum í nánd við þjóðveginn þar sem fyllilega er gefið í skyn að hægt sé að fá mat - t.d. með orðinu restaurant - og það er ekkert að fá. Þetta er í hádeginu og ekki búið að taka stóla niður af borðum. Útskýrt er að kokkurinn sé ekki kominn eða að hópur sé væntanlegur um kvöldið. Maður endar alltaf á hamborgarastöðunum. það þarf ákveðna staðarþekkingu til að ferðast um landið og borða góðan mat. Í hádeginu er kokkurinn ekki kominn. Á kvöldin er maður fyrir rútuförmunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér - það er með ólíkindum hvað boðið er upp á við hringveginn - og þrifin eru vægast sagt skelfileg. Ég forðast þessa staði eins og heitan eldinn, smyr nesti og finn fallega laut. En ég má til með að tipsa þig með einum stað sem vert er að kíkja á - hreinn og látlaus og maturinn bara virkilega góður. Sá staður er á Blönduósi og heitir að mig minnir Potturinn og pannan eða eitthvað slíkt - er allavega við hliðina á vegasjoppunni.
Áslaug (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 20:13
Ástandið á matsölustöðum hringinn í kring um landið er hrein hörmung svo ekki sé meira sagt. Þó er einn og einn en ekki mikið meira, þar sem hægt er að kaupa eitthvað í svanginn. Það er leiðinlegt að þurfa alltaf að vera með nesti og kaffi á brúsa og prímus til að hita vatn í kaffið.
Það er eða var einn góður á Blönduósi sem heitir við Árbakkan, það var líka einn góður á Klaustri, veit ekki hvernig hann er núna þar sem búið er að selja hann Víkurskálanum sem er eingöngu sjoppufæði. Sá heitir Systrakaffi, einn hefur verið góður á Höfn sem heitir Hornið.
Það er lítið annað boðið upp á en samlókur úr Reykjavík og hamborgara og pylsur. Þetta ástand virðist ekkert lagast þrétt fyrir alla hollustu umræðu.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.7.2008 kl. 23:04
Áður en þið dæmið of hart bið ég ykkur vinsamlega að setja ykkur í spor þeirra sem reka þessa staði, í mörgum tilfellum fremur af hugsjón en vegna ofsagróða. Fæstir þessara staða búa við markaðsaðstæður á borð við t.d. 101 R.
Hins vegar mótmæli ég harðlega fullyrðingunni um að "Ástandið á matsölustöðum hringinn í kring um landið er hrein hörmung svo ekki sé meira sagt". Á ferðum mínum um landið síðustu sumur hef ég notið veitinga á fjölmörgum hótelum og veitingastöðum sem ekki eru síðri en þeir sem finna má í höfuðborginni. Ég man hreinlega ekki eftir að hafa fengið vondan mat nokkurs staðar.
Mögulega mætti hreinlæti vera betra á sumum þessara staða en það má finna óhrein klósett víðar en á landsbyggðinni.
Hafið þið ekki fundið boðlega veitingastaði á ferðum ykkar þá hafið þið annað hvort ekki leitað nógu vel eða þá að kröfur ykkar til þessara staða eru óraunhæfar. Fullyrðingar ykkar hjóma þannig að þið teljið ykkur geta gert betur og ég skora hér með á ykkur að láta reyna á það.
TJ (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 13:03
Er þetta ekki efni í fallega bók fyrir ferðafólk á íslensku, ensku, frönsku og þýsku?
Villi Asgeirsson, 23.7.2008 kl. 13:09
Þá á ég auðvitað við að skrifa bók um veitingastaði á landsbyggðinni, sem vert er að heimsækja.
Villi Asgeirsson, 23.7.2008 kl. 13:10
Ég hef rekið sumarhótel úti á landsbyggðinni og það er að sjálfsögðu hægt að bjóða annan mat en samlokur.
Ég man til dæmis að við gátum alltaf búið til salat ef beðið var um því hráefnið var til í eldhúsinu, einnig er hægt að gera samlokur með örðu en þær vinsælu íslensku. Það er til dæmis hægt að búa til það sem víða er kallað Club-samlokur.
Ég er nú sammála með að það er hægt að gera mikið netur en það sem verið er að gera í dag víða á ferðamannastöðunum.
Samlokur úr Reykjavík er ekkki málið. Það er alla vegana mitt mat.
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 13:35
Á ferð um landið er framboð á hollum mat ekki nógu gott. Allt of mikið er um djúpsteikan mat, hamborgara og annað sem er stútfullt af fitu og óhollustu. Ég er ekki sammála þér TJ. Ég hef einnig borðað á hótelum og er verðið uppsprengt miðað við gæði. Það er heilmikið mál að fá mat sem ekki er mauksoðinn eða er að drukkna í fitu og rjóma og olíum eða djúpsteikingarfeiti. Ég hef lent í því að verða hreinlega veik af mat á hóteli sem er með þeim betri á landsbyggðinni vegna of mikils msg í matnum og annarra efna sem eru óæskileg. Sem betur fer eru margar bensínstöðvar (því miður eingöngu nálægt höfuðborginni) að bjóða upp á kjúklinga og pastabakka, ávaxtabakka, ferska ávexti og skyr og jógúrt. Oft enda ég með því að ég hef farið í næstu matvörubuð og keypt mér ávexti og skyr en maður lifir ekki á því endalaust. Tími majónessins og djúpsteikingar er að líða undir lok sem no.1 á vinsældarlista fólks. Lítil veitingahús í byggðarkjörnum hafa oft reynst best sbr. Langi Mangi á Ísafirði sem nú er verið að loka, því miður. Þar var hægt að fá góðan mat, oftast hollan á sanngjörnu verði.
Sigurlaug B. Gröndal, 24.7.2008 kl. 12:31
Ég mótmæli enn sleggjudómum um framboð matar og veitingastaða við hringveginn. Vissulega er ekki allt í himnalagi alls staðar og víða er "ruslfæði" í boði - en það er ekki bara á landsbyggðinni.
Eftirfarandi er listi yfir þá staði sem ég man í fljótu bragði eftir að hafa borðað mat síðustu ca. 26 mánuði:
Fosshótel Nesbúð
Hótel Örk
Fjöruborðið
Hótel Þórshamar
Hrói Höttur (Vestmannaeyjum)
Hótel Edda (ÍKÍ)
Gullfoss kaffi
Hótel Geysir
Hótel Hvolsvöllur
Drangshlíð
Samgöngusafnið Skógum
Hótel Dyrhólaey
Víkurskáli
Hótel Kirkjubæjarklaustur
Freysnes
Fosshótel Vatnajökull
Hótel Höfn
Pakkhúsið
Víkin
Við voginn (minnir mig, Djúpavogi)
Hótel Bláfell (Breiðdalsvík)
Hótel Edda (Neskaupstaður)
Hótel Edda (Egilsstaðir)
Hótel Hérað
Verslunin Ásbyrgi
Gamli Baukur
Salka
Hótel Reykjahlíð
Hótel Reynihlíð
Gamli bær
Jarðböðin
Vogafjós
Sel Hótel Mývatn
Sveinbjarnargerði
Greifinn
Hótel Edda (Akureyri)
Hótel KEA
Potturinn og pannan (Blönduósi)
Hótel Edda (Laugarbakki)
Staðarskáli
Fossatún
Hótel Borgarnes
Snjófell (Arnarstapa)
Á einhverjum þessara staða borðaði ég aðeins einu sinni en á öðrum oft. Á sumum matseðlum eru ýmsir frumlegir réttir, t.d. plokkfiskur með þrumara og saltfiskbollur svo eitthvað sé nefnt.
Víða er að finna kjötsúpu (sem alls ekki eru allar eins), fiskur er algengur sem og kjúklingur og ekki má gleyma lambakjötinu. Svína- og nautakjöt er kannski ekki eins algengt en þó fáanlegt og pastaréttir eru líka í boði.
Hugsanlega er í einhverjum tilfellum ekki hægt að fá mat nema maður gisti á viðkomandi gististað, þótt ég hafi ekki kynnt mér það sérstaklega.
Vissulega hittir maður ekki alltaf á kokkinn í sínu besta formi, stundum fæst ekki allt sem er á matseðlinum og kannski er verðlagið ekki alls staðar það lægsta. Það er hins vegar alltof mikil einföldun og jafnvel þröngsýni að gefa þessari atvinnugrein á landsbyggðinni falleinkunn í heilu lagi.
Verði ykkur að góðu.
TJ (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 19:28
Ég held að það hljóti að vera að við höfum mismunandi matarsmekk. Ef TJ sem ekki þorir að skrifa undir nafni finnst allur matur góður þá er það að sjálfsögðu hans mál.
Ég fór vestur á Ísafjörð um daginn, það voru ekki margir staðir sem hægt var að fá sér kaffi á hvað, þá mat.
Ég ætla á Hornafjörð á morgun og sjá hvar besta kaffið og meðlætið er á leiðinni.
Í alvöru TJ (leynimaður) þá hlýtur þú að vera mikill matmaður og vera alveg sama hvað þú borðar, segi nú bara svona.
Ég hef verið í forsvari fyrir sumarhótelum og það var lokað hjá okkur nema í morgunmat og kvöldmat og þannig held ég að það sé mjög víða.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.7.2008 kl. 23:27
Það þarf nú að herpa aftur augun ansi fast og halda fyrir nefið í leiðinni til að komast að þeirri niðurstöðu að það sé erfitt að fá almennilegt kaffi eða mat á Ísafirði.
Ég fór vestur í vor og gat valið um gott kaffi í Gamla bakaríinu, Edinborgarhúsi, á Langa Manga og víðar. Mat mátti fá á sömu stöðum og auk þess á Hótel Ísafirði að ógleymdum Tjöruhúsinu. Þar er alltaf hægt að fá landsins besta plokkfisk, fiskisúpu og glænýjan fisk.
Ég vildi raunar óska að til væri staður á borð við Tjöruhúsið nær mínum heimaslóðum, fiskiveitingahús sem er laust við stæla en hefur virðingu fyrir hráefninu í öndvegi.
Það má alveg taka undir sumt í pistli Baldurs, en það er að verða breyting á, málið er bara að kynna sér hlutina aðeins, en stoppa ekki af gömlum vana í sömu bensínsjoppunum ár eftir ár.
Jón Yngvi Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 10:31
Ekki er það heldur beysið að Hólum í Hjaltadal,sjálfri mekka ferðamennskunnar.Er hægt að fá eitthvað að borða hér klukkan var 17 40 nei eldhúsið opnar kl hálf sjö.....eggjaköku plokkfisk bara eitthvað. Svarið var nei.
Karl (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.