Gott hjá Ólafi Áka og félögum

Rétt í þessu var ný íþróttaðstaða tekin í notkun í Þorlákshöfn og á morgun hefst hér unglingalandsmót UMFÍ.  Þessi aðstaða er glæsileg, inni og útisundlaug, tækjasalur, búningsaðstaða, nýtt anddyri þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja, allt byggt í tengslum við þann ágæta íþróttasal sem fyrir var.  Útifyrir nýr fullburða knattspyrnuvöllur, Þorláksvöllur, með tartar hlaupabrautum umhverfis og áhorfendabrekkum. Allt saman hið glæsilegasta, eiginlega of gott til að vera satt. Vonandi eiga þessi glæsilegu mannvirki eftir að iða af lífi og fjöri um ókomna tíð.  það ku enn vera hægt að fá hús í Þorlákshöfn og að sjálfsögðu eru allir velkomnir á Ungmennafélagsmót yngra fólks.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband