Umbyltingin í Beijing og í Ţorlákshöfn
2.8.2008 | 10:02
Fylgdist međ ţví á National Geographic hvernig Kínverjarar hafa byggt íţróttamnannvirki stór og smá glćsileg og minniháttar fyrir Olympíuleikana sem hefjast um nćstu helgi. Ţeir hafa einnig umbylt samgöngukerfum og lestarkerfum lagađ gangstéttir og sorpkanala eytt rottum og andófsmönnum. Síđan 1995 ţegar ákveđiđ var ađ ţeir fengju leikana hefur allt veriđ á öđrum endanum í Beijing og verđur fram ađ opnunardegi.
Síđan fyrrverandi hreppsnefnd ákvađ ađ sćkja um ađ fá ađ halda yngra landsmót ungmennafélaganna og fékk hefur međ sama hćtti allt veriđ á öđrum endanum í Ţorlákshöfn. Ţetta var fyrir 2-3 árum. Risaleikvangur hefur veriđ tekinn í notkun, sundlaug og óteljandi minniháttar íţróttamannvirki, götur lagađar, gangbrautir lagđar, hús máluđ. Allt á fullu og allt á rúi og stúi fram á síđasta dag. Hlutfallslega miklu meir bylting í ţessari 1600 manna byggđ en í milljarđabyggđ Kínverja. Engum rottum ţurfti ţó ađ eyđa og engum andófsmönnum. ţeir nenna ekki ađ búa úti á landi.
Blađamenn sem ţyrpast til Kína kvarta yfir ţví ađ síđur séu ţeim lokađar á internetinu. Hér eru engir blađamenn stórblađa sýnist mér. Fréttamenn sjónvarpstöđvanna voru í gćrkvöldi í óđa önn ađ vísa fólki á samkomur um allt land allt en ekki til Ţorlákshafnar. Hér eru 7- 10 ţúsund manns og ekkert vín. Unglingar á aldrinum ellefu til átjan ára keppa hins vegar í öllum mögulegum íţróttagreinum. Ćska landsins er hér upp á sitt besta. Hér ćtti allt ađ vera morandi af fréttamönnum. Dađur fjölmiđla viđ fylleríissamkomur er hins vegar međ eindćmum.
Ég veit ađ forsvarsmenn stórra hátíđa reka harđan áróđur fyrir sínu inn á fréttastofum. Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi. Nú má vel vera ađ landsmótsmenn hafi ekki gćtt sín ađ ţessu leyti en ţađ á ekki ađ ţurfa ađ matreiđa allt oní fréttamenn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:38 | Facebook
Athugasemdir
En forsetinn mćtir á svćđiđ!
Sigurđur Ţór Guđjónsson, 2.8.2008 kl. 16:11
Blöđin eru nú ekki uppfull af jákvćđum fréttum- miklu meira gaman ađ fylla okkur af neikvćđni. Blađamenn halda fast í vonina um slćmar frétti af fylleríum - slagsmálum og nauđgunum á útihátíđum helgarinnar. ţví miđur! Vonandi gekk allt vel hjá ykkur í ţorlákshöfn og allir hafi skemmt sér vel viđ leik og keppni
Birna Guđmundsdóttir, 3.8.2008 kl. 09:34
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.