Umbyltingin í Beijing og í Þorlákshöfn

Fylgdist með því á National Geographic hvernig Kínverjarar hafa byggt íþróttamnannvirki stór og smá glæsileg og minniháttar fyrir Olympíuleikana sem hefjast um næstu helgi.  Þeir hafa einnig umbylt samgöngukerfum og lestarkerfum lagað gangstéttir og sorpkanala eytt rottum og andófsmönnum.  Síðan 1995 þegar ákveðið var að þeir fengju leikana hefur allt verið á öðrum endanum í Beijing og verður fram að opnunardegi.

Síðan fyrrverandi hreppsnefnd ákvað að sækja um að fá að halda yngra landsmót ungmennafélaganna og fékk hefur með sama hætti allt verið á öðrum endanum í Þorlákshöfn.  Þetta var fyrir 2-3 árum.  Risaleikvangur hefur verið tekinn í notkun, sundlaug og óteljandi minniháttar íþróttamannvirki, götur lagaðar, gangbrautir lagðar, hús máluð.  Allt á fullu og allt á rúi og stúi fram á síðasta dag. Hlutfallslega miklu meir bylting í þessari 1600 manna byggð en í milljarðabyggð Kínverja.  Engum rottum þurfti þó að eyða og engum andófsmönnum.  þeir nenna ekki að búa úti á landi.

Blaðamenn sem þyrpast til Kína kvarta yfir því að síður séu þeim lokaðar á internetinu.  Hér eru engir blaðamenn stórblaða sýnist mér.  Fréttamenn sjónvarpstöðvanna voru í gærkvöldi í óða önn að vísa fólki á samkomur um allt land allt en ekki til Þorlákshafnar. Hér eru 7- 10 þúsund manns og ekkert vín. Unglingar á aldrinum ellefu til átjan ára keppa hins vegar í öllum mögulegum íþróttagreinum.  Æska landsins er hér upp á sitt besta. Hér ætti allt að vera morandi af fréttamönnum.  Daður fjölmiðla við fylleríissamkomur er hins vegar með eindæmum.

Ég veit að forsvarsmenn stórra hátíða reka harðan áróður fyrir sínu inn á fréttastofum. Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi.  Nú má vel vera að landsmótsmenn hafi ekki gætt sín að þessu leyti en það á ekki að þurfa að matreiða allt oní fréttamenn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En forsetinn mætir á svæðið!

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 16:11

2 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Blöðin eru nú ekki uppfull af jákvæðum fréttum- miklu meira gaman að fylla okkur af neikvæðni. Blaðamenn halda fast í vonina um slæmar frétti af fylleríum - slagsmálum og nauðgunum á útihátíðum helgarinnar. því miður! Vonandi gekk allt vel hjá ykkur í þorlákshöfn og allir hafi skemmt sér vel við leik og keppni 

Birna Guðmundsdóttir, 3.8.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband