Sunnudagshugvekjan: Því í fleira fólk því meira langlífi
3.8.2008 | 09:41
Gömul sannindi um það að maður sé manns gaman má setja fram á annan hátt, þennann: Hafðu samskipti við marga og þú munt lifa vel og lengi. Hamingjan felst í samskiptum. Rannsóknir sýna að því fleirra fólk sem er í lífi þínu því langlífari verðirðu. Bjóddu góðan daginn, sýndu öðrum áhuga og þú munt verða áhugaverð(ur). Hafðu samband við fjarskylda ættingja og spurðu hvernig gangi. Yrtu á börnin þín. Segðu sæl(l) elskan næst þegar makinn nálgast. Deildu völdum. Talaðu við undirmenn þína eða samstarfsmenn. Vertu ekki eins og gamall og líflaus trjástofn. Vertu eins og blómum skrýtt laufgað tré.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Falleg hugvekja! Takk fyrir.
Það sniðuga er að ég var að ljúka við að horfa á Larry king og þar var verið að tala um hvað maður getur stjórnað lífinu með huganum og þemað var "change your mind, change your life". Þar var læknir, sem hefur stúderað heilann síðustu 20 ár, sem sagði það sama og þú segir hér. Hún sagði nákvæmlega þetta: að því fleira fólk sem þú umgengst því langlífari verður þú! Sniðug tilviljun, svo ég varð bara að koma með athugasemd. Mér finnst eins og það sé verið að íta við mér, en ég er að verða svolítið einræn.
Best að bjóða í partí í kvöld!. Takk fyrir að hrista upp í mér.
Margrét.
Margrét (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 10:28
Nú verður fólk að jafnaði eitthvað um áttrætt. Er eitthvað sérstakt unnið við það að verða níræður og vera upp á aðra kominn með flesta hluti og fyrir öllum, helst á elliheimili sem er bara geymsla þó enginn kunni við að segja það hreint út. Menn eiga að deyja í blóma lífsins! Umkringdir vinum og aðdáendum!
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.8.2008 kl. 11:45
Sigurður, þú skalt farga kettinum, ef þú vilt deyja "í blóma lífsins". Gæludýr lengja líka lífið.
Margrét. (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 13:51
Blóminn er löngu liðin og ég verð að taka næst besta kost: að verða allra karla elstur!
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.8.2008 kl. 14:08
Við erum stöðugt að lengja lífið en árin sem bætst við koma bara alltaf síðast.
Júlíus Valsson, 3.8.2008 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.