Setjum okkur markmið í íþróttum!

Okkur vantar afreksfólk í hinum ýmsu greinum.  Við eigum engan íþróttamann á heimsmælikvarða.  Við áttum strák sem var góður í tugþraut og tvær konur sem voru framúrskarandi í stngarstökki en þau eru öll hætt. Norðmenn, Danir, Svíar og Finnar eiga öll fólk í fremstu röð í mörgum greinum kvenna og karla; spjótkasti, skotfimi, hástökki.  Bretar hirða nú gull, silfur og brons eins og aldrei fyrr.  Voru áður fyrr með fáeinar medalíur en nú skipta þær tugum.  þeir hafa líka margfaldað framlög sín til íþrótta og telja sjálfir að þeir séu að uppskera eins og til var sáð.  Það er engin aukning í þessu hjá okkur.  Síðan Vilhjálmur Einarsson fékk silfurverðlaun sín hefur þetta legið heldur niður á við. Bjarni júdómaður og Vala Flosadóttir þó staðið upp úr meðlalmennskunni og fært okkur silfur og brons.

Við Íslendingar ættum að setja okkur það markmið að vinna bæði gull, silfur og brons á Olympíuleikum eftir svona átta til tólf ár.  Til þess að svo megi verða þurfum við að setja mikla fjármuni í íþróttir ekki síst barna- og unglingastarf.  það verður að koma í gegnum ríki og sveitarfélög. Hér dugar engin frjálshyggja.  Við eigum ekki að láta okkur lynda það að vera meðalskussar með einn sæmilegan mann í einhverju á nokkurra áratuga fresti.  Sé eitthvað til í hugmynd okkar um okkur sjálf ættum við að geta gert miklu betur.

Og ég er ekki að gleyma hópíþróttinni handbolta.  Árangur okkar þar sýnir að við getum verið á heimsmælikvarða í íþrótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Afreksíþróttir eru mannskemmandi á líkama og sál. Þær draga úr lífslíkum, skilja afreksfólkið eftir útúrdópað og líkamlega lemstrað og boða ömurlega einstaklingshyggju og frekju. Nútíma ólympíuleikar líkjast æ meira hringleikahús um Rómverja til forna þar sem heilsu afreksfólks er fórnað fyrir afþreyjingu almennings. Þetta er ekki eitthvað sem á að nota almannafé í.

Þar með ekki sagt að ekki eigi að setja fjármuni í uppbyggilega líkamsrækt fyrir ungmenni landsins en það væri kannski nær að hvetja fólk til að ganga á fjöll, hjóla í vinnuna eða bera út blöð, frekar heldur en að vera að henda fjármununum í fáeina afreksmenn og hvetja hina til að sitja á sófanum og horfa á.

Í þessu samhengi er vert að horfa til Bretlands sem þú tekur sérstaklega fram. þar vex nú úr grasi sú kynslóð sem ber af í offitu og slæmu líkamlegu ásigkomulagi. Að telja að íþróttapólitík þeirra sé að skila stórkostlegum árangri ber merki um annarlega forgangsröðun.

Héðinn Björnsson, 19.8.2008 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband