Rógburður sem valdatæki!

Rógburður er tæki í pólitískri valdabaráttu og hefur alla tíð verið.  Hér  á landi tala menn ekki mjög illa um andstæðinga sína en leiknir stjórnmálamenn sem náð hafa langt hafa lag á því að tala af góðviljaðri, kankvísri illgirni um andstæðinga sína, samfokksmenn sem aðra, svona vel en samt; þeir eru ekki alveg í lagi.  Yfirleitt vaxa stjórnmálamenn og aðrir í viðkynningu eru sem sagt betri en hinn pólitíski orðrómur sagði til um.  Kænir stjórnmálamenn nota auðvitað rógburðinn til þess að halda sauðunum í sinni stíu og margur flokksmaðurinn hér sem annarsstaðar lifir alla tíð í þeirri blekkingu að forystumenn annarra flokka séu illa gerðir erindrekar vafasamra afla. Hér á blogginu má oft sjá dæmi um slíkt.

Mér kemur þetta í hug þegar ég les um hvernig Sjálfstæðismenn virðast hafa rægt Ólaf F. Magnússon og þegar Matthías Johannessen minnir á rógburðinn í Alþýðubandalaginu á síðustu öld. Það var gott að sá flokkur lagðist af.  Raunar ætti að leggja alla flokka af löngu fyrir 90 ára afmælið.  Innasvona félagseininga myndast alltaf skotgrafir, ýmis konar illgresi festir rætur og flokkarnir verða of mikil markmið í sjálfu sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ekki bara pólitík.  Man einhver eftir "hatrömmu" fólki sem vildi "banna litlu jólin"? 

Matthías Ásgeirsson, 19.8.2008 kl. 14:03

2 identicon

Hver rægir nú hvern? Mér sýnist Ólafur Magnússon draga ný ýmislegt upp úr poka sínum og leggja út af því eins og hann væri séra Sigvaldi lifandi kominn.

Svo finnst mér þessi setning vera öllum guðsmönnum til skammar, skálduðum og raunverulegum:

„... hvernig Sjálfstæðismenn virðast hafa rægt Ólaf F. Magnússon ...“.

Hér er slegið úr og í, engin ábyrgð tekin en tilgangurinn að gefa kjaftasögunum byr í seglin. Svona gera menn ekki, Baldur.

Sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 15:06

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Nú ert þú með flokksgleraugun Sigurður og grípur til varna einhliða eins og vígamaður en ekki skoðandi.  Fyrri hlutinn hjá þér staðfestir bara það sem ég segi um róginn.  Hann er aldrei á eina hlið. Varðandi síðari hlutann sem þú notar stór orð um: Þetta er bara það sem stendur í öllum blöðum og talað er um í Kastljósi og er óumdeilt að átt hafi sér stað virðist mér. Ég slæ þó varnagla. Hvar ætla bláu gleraugun að draga mörkin ef ekki má fjalla um slíkt. Matthías. Þú ert eiginlega of fyrirsjáanlegur.  Trúfélög eru ekkert skárri félagsleg fyrirbrigði en stjórnmálaflokkar og lúta að mörgu leyti sömu lögmálum.  Um það hef ég skrifað einhvern tímnann áður. Kv.

Baldur Kristjánsson, 19.8.2008 kl. 15:32

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Vissulega er ég fyrirsjáanlegur, en var þetta sem ég nefndi ekki afar gott nýlegt dæmi um rógburð sem valdatæki?

Matthías Ásgeirsson, 19.8.2008 kl. 15:41

5 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Nei, þetta var pólitík. Svipað og Íslendingar nota gegn Greenpeace....að næst vilji þeir banna hvalveiðar. Hvortveggja kann að vera ósanngjörn pólítísk röksemdafærsla en varla rógburður a.m.k. ekki persónulegur rógburður. kv.

Baldur Kristjánsson, 19.8.2008 kl. 15:47

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Jæja, allt í lagi :)

Matthías Ásgeirsson, 19.8.2008 kl. 16:08

7 identicon

Þetta er ekkert svar, Baldur. Auðvitað stendur Sjálfstæðisflokkurinn ekki fyrir rógsherferð frekar en aðrir flokkar, bara bull að halda slíku fram. Rógur er ógeðfelldur og kemur oftast í bakið á þeim sem fyrir honum stendur. Það er einnig ljótt að fullyrða að einhver standi fyrir rógi án þess að koma með rökstudd dæmi. Það þýðir ekkert að segja að eitthvað ótilgreint standi í blöðum. Það eru engin rök. Komdu með dæmi.

Mér þykja pistlar þínir góðir, oft er ég sammála, stundum ekki. Alltaf skal ég þó lesa þá. Svo leyfi ég mér að skamma þig ef þú ferð yfir strikið. Er ekki bara ágætt að fá gagnrýni frá manni sem tendur á öðrum sjónarhól?

Sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 18:28

8 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Talaði ekki um Sjálfstæðisflokk heldur Sjálfstæðismenn og rétt að taka það fram að þeir eru örugglega síst verri en aðrir. Njóta kannski stærðar sinnar en ein af mínum kenningum er sú að því minni sem flokkar eru því meiri hætta á ýmis konar óáran. Annars segi ég bara eins og Matthías: Jæja, allt í lagi.  kv. B

Baldur Kristjánsson, 19.8.2008 kl. 19:22

9 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Já og þakka þér fyrir að lesa það sem ég skrifa. kv. B

Baldur Kristjánsson, 19.8.2008 kl. 19:41

10 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Rógur er það að bera um sögur af Ólafi hvar hann stundi bari borgarinnar stíft, og drekki illa, eitthvað sem hann harðneitar. Bara eitt dæmi, en þau eru fjölmörg. Ekki að ég ætli að fara að bera eitthvert blak af Ólafi sérstaklega, en vinnubrögðin lýsa "skítlegu eðli" eins og einhver sagði.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.8.2008 kl. 22:40

11 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Let them deny it! Var það ekki svoleiðis?

Haraldur Davíðsson, 19.8.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband