Sannir sigurvegarar!

Ég hef í morgun skrafað við Pólska menn sem eru að vinna í húsinu mínu  og búa hérlendis og eru líka orðnir svolitlir Íslendingar í sér. Þeir eru að sjálfsögðu frekar daprir enda í þeirri einkennilegu aðstöðu að eiga bæði móðurland og föðurland, hjartað slær með upprunalandinu en einnig með landinu sem varð ákvörðunarstaður þeirra a.m.k. í bili.  Ég hughreysti þá eins og mér einum er lagið en ef ég hef skilið þá rétt þá töpuðu Pólverjar líka í blaki fyrir Ítölum í morgun og þeir virtust taka það nær sér.  Pólverjar eiga sem sagt bágt í dag. En við Íslendingar þekkjum taptilfinninguna vel og getum því verið skilningsríkir.  þannig eru líka ekta sigurvegarar.

En mikið andskoti var gaman í morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

..Þetta var svakalega flott hjá strákunum. En ég veit að það er hægt að treysta því að þú hafir lag á að hughreysta Pólverjana. Ég á eftir að hringja í skipsfélaga minn, Pólskan, er ekki viss um að ég hafi sama lag á að hughreysta hann og þú...?

Eða kannski vantar viljann til að ná árangri við að hughreysta kappan....?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.8.2008 kl. 16:19

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Satt og rétt

Ragnar Bjarnason, 21.8.2008 kl. 09:32

3 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Ég er svona illa innrætt eins og Haddi. Sætur og elskulegur pólskur strákur er að vinna við rafmagnstengingar í skólanum þessa dagana. Ég þekki hann ekki neitt, býð bara góðan daginn á morgnana og segi bless seinnipartinn. Nema í gær. Þá kom ég inn, hann hékk í stiga á ganginum og ég gat ekki á mér setið og kallaði hátt og snjallt upp í stigann til hans: ,,'Afram Ísland"! Honum fannst þetta ekki eins sniðugt og mér

Sigþrúður Harðardóttir, 21.8.2008 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband