Í hlutverki Galla!?

Íslensku hanboltamennirnir minna mig á Asterix og Obelix hina ósigrandi Galla úr smáþorpinu sem rústuðu alltaf Rómverjum enda áttu þeir töfradrykk en við gerum þetta án slíks eða hvað? Og mér líður svipað' og þegar Íslendingar voru að spila um Bermudaskálina í Bridge. Íslendingarnir voru bara bestir þá eins og nú en maður ætlaði aldrei að trúa því. Vonandi verða handboltamennirnir  í hlutverki Galla á Sunnudaginn og og Gallar (Frakkar) í hlutverki Rómverja.  Þessir handboltaleikir virka ótrúlega á tilfinningar manns. Maður hagar sér eins og ídíót meðan á leiknum stendur. Maður er þá ekki heimsborgari í fullkomnu jafnvægi eins og maður hélt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Þú hefðir átt að sjá háttprúðar kennslukonurnar á kennarastofunni meðan á þessu stóð! Það missa sig hreinlega allir undir þessum kringumstæðum. Það er ekki hægt annað

Sigþrúður Harðardóttir, 22.8.2008 kl. 14:56

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

...Ég var að fá SMS frá kunningja í Noregi hvar hann spurði hvern fjandan þeir létu ofan í sig þessir drengir sem orsakaði slíkan kraft....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.8.2008 kl. 16:02

3 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Lýsi   alveg pottþétt. Yrði ekki hissa þó það væri hákarlalýsi !!

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 22.8.2008 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband